Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 201724
ástandi vallarins í því horfi sem við
viljum hafa það og gera það enn
betra en það hefur verið til þessa,“
segir Guðmundur. „Aukin áhersla
verður lögð á að bæta flatirnar
næsta sumar, ná meira samræmi í
hraða milli flata og auka gæðin í
rennsli,“ útskýrir Brynjar.
Ekki má gleyma þætti félags-
manna í starfi klúbbsins, sem hafa
að vanda verið duglegir að aðstoða
við viðhald véla og þau verk sem
falla til á vellinum. „Við erum þakk-
látir fyrir það,“ segir Guðmundur.
Allir velkomnir
í klúbbinn
Á síðasta ári var Garðavöllur opn-
aður fyrir félagsmönnum í Leyni
í kringum 20. apríl og miðað við
veðurfar það sem af er vetri má
búast við að völlurinn opni einn-
ig snemma í vor. „Við erum bjart-
sýnir en þó meðvitaðir um að ekki
er hægt að slá neinu föstu. Við vit-
um ekki hvernig veðrið verður í vor.
Hins vegar erum við undir það bún-
ir að opna um svipað leyti og á síð-
asta ári. Öll okkar vinna miðast við
það,“ segja Guðmundur og Brynj-
ar. Þeir hvetja alla áhugasama um
golfíþróttina til að kynna sér starf
klúbbsins. „Skráning félagsmanna
stendur yfir. Hún hefur farið vel af
stað og ég vil bjóða alla velkomna
í klúbbinn. Ef fólk hefur einhverj-
ar fyrirspurnir þá má það endilega
hafa samband við skrifstofu GL eða
senda tölvupóst á leynir@leynir.is“
segir Guðmundur að lokum.
kgk
Síðastliðinn fimmtudag var samið
við Steinþór Árnason um veitinga-
rekstur í golfskála Golfklúbbsins
Leynis fyrir komandi sumar. Stein-
þór er fæddur og uppalinn Skaga-
maður, búsettur á Akranesi en tek-
ur nú í fyrsta sinn að sér rekstur í
heimabænum. „Ég er menntaður
bakari og konditor frá Danmörku
og með meistaragráðu í hótelstjór-
nun. Undanfarinn áratug hef ég
rekið kaffihús, veitingastaði og hót-
el bæði á Íslandi og erlendis,“ seg-
ir Steinþór í samtali við Skessu-
horn. Hann kveðst bíða þess með
eftirvæntingu að takast á við veit-
ingarekstur golfskálans, sem hef-
ur fengið nafnið 19. holan. „Mér
finnst þetta mjög spennandi tæki-
færi. Ég lít á 19. holuna sem sam-
komustað allra Akurnesinga sem og
utanbæjarmanna, þar sem golfið og
golfarar verða í fyrsta sæti en allir
velkomnir,“ segir Steinþór.
Hann kveðst ætla að leggja
ríka áherslu á ferskan mat úr hér-
aði. „Mín nálgun á veitingarnar
er að bjóða upp á ferskan mat og
heimabakkelsi með fókus á heilsu
og heimabyggð. Til dæmis ætla ég
að versla allt sem mögulegt er við
heimamenn og gera þeim hátt und-
ir höfði,“ segir hann. „Þarna verð-
ur seldur góður matur, gott kaffi og
með því,“ segir Steinþór. „Á staðn-
um verður einfaldur matseðill en
einnig súpa dagsins, terta vikunn-
ar, vandað smurbrauð með fersku
áleggi og svoleiðis. Ég er einnig
mjög hrifinn af því af því að nýta
mér afurðir sem eru „in season“ í
matargerðinni og stefni að því að
gera það á 19. holunni. Til dæmis
bjóða upp rabarbaratertu í vor úr
ferskum rabarbara af voruppsker-
unni, vera með eplarétt í sumar og
gera einhverjum góðum gulrótar-
rétti hátt undir höfði í haust,“ segir
hann.
Spennandi verkefni
En hvernig kom það til að Stein-
þór ákvað að taka að sér veitinga-
rekstur á Garðavelli? „Ástæðan fyr-
ir því að ég tek þessa stefnu á mín-
um starfsferli nú er sú að ég er um
þessar mundir að koma á fót ferða-
skrifstofu sem gerir út á Færeyja-
ferðir. Undanfarin ár hef ég einnig
rekið fyrirtækið Hótel- og veitinga-
ráðgjöf. Þessum verkefnum vil ég
geta sinnt yfir veturinn ásamt því
að hafa spennandi verkefni á sumr-
in,“ segir hann. „Ég vona að þetta
gangi vel. Ég ætla að byrja á sumr-
inu og svo sjáum við hvað verður
með framhaldið. Góðir hlutir ger-
ast hægt,“ segir Steinþór, fullur til-
hlökkunar.
Framkvæmdastjórinn segir
sömuleiðis að aðstandendur klúbbs-
ins bíði samstarfsins með eftirvænt-
ingu. „Okkur hlakkar til samstarfs-
ins við Steinþór og bindum mikl-
ar væntingar til þess. Við teljum að
hans hæfileikar verði aðeins til þess
að góður skáli verði enn betri,“ seg-
ir Guðmundur.
Um þessar mundir er nýr rekstr-
araðili golfskálans að leggja grunn
að sumrinu og hluti af því er að
ráða til sín starfsfólk. Steinþór vill
nota tækifærið og benda hverjum
sem áhuga hefur á að starfa á 19.
holunni í sumar að hafa samband á
19holanakranesi@gmail.com.
kgk
Steinþór Árnason og Guðmundur Sigvaldason handsala samkomulagið.
Ljósm. GL.
Steinþór Árnason mun reka
golfskálann á Garðavelli
Þegar blaðamann Skessuhorns bar
að garði á Garðavelli á dögunum var
Valdís Þóra Jónsdóttir við æfingar í
golfherminum í inniaðstöðu klúbbs-
ins. Hún tryggði sér sem kunnugt er
þátttökurétt á LET Evrópumótaröð-
inni fyrir jól og keppti á fyrsta móti
tímabilsins í Ástralíu í byrjun febrúar.
Þar hafnaði hún í 51.-53. sæti á þrem-
ur höggum undir pari. Innan skamms
tekur við næsta keppnisferð og undir-
býr hún sig þessa dagana af krafti fyrir
hana. Hún heldur af landi brott og fer
til æfinga á Spáni 18. mars. Þar mun
hún æfa í tíu daga fyrir mót á LET
Access mótaröðinni sem fram fer í
Frakklandi 28. mars. „Ég mun nota
það mót til að halda mér í keppnis-
formi en að því loknu fer ég aftur til
Spánar til æfinga,“ segir Valdís Þóra.
„Síðan eru tvö mót á LET Evrópu-
mótaröðinni í apríl, þannig að ég
kem ekkert heim aftur fyrr en í maí,“
segir hún. Fjármögnun fyrir tímabil-
ið segir hún ganga ágætlega en bætir
því við að hún mætti alltaf ganga bet-
ur því verkefnið er stórt og þátttaka
í Evrópumótaröðinni kostnaðarsöm.
Enda áætlar Valdís að á tímabilinu
muni hún taka þátt í á bilinu 12 til
15 mótum, en segir að erfitt sé að slá
því föstu að svo stöddu. Sökum anna
erlendis verður lítið um mótahald á
Íslandi. „En eins og staðan er í dag
reikna ég með að vera heima í ágúst
þannig að ég mun lítið spila á Íslandi
nema þá mögulega seinni hluta sum-
ars,“ segir hún.
Inniaðstaða Golfklúbbsins Leynis
hefur að sögn Guðmundar Sigvalda-
sonar, framkvæmdastjóra klúbbsins,
verið mikið notuð í vetur og notagild-
ið sannað sig því allar æfingar barna
og unglinga hafa undanfarna þrjá vet-
ur verið inni. Það var ekki í boði áður
en aðstaðan kom til. „Til dæmis var
haldin mótaröð í golfherminum í vet-
ur með þátttöku um 20 kylfinga. Þá
hafa félagsmenn á öllum aldri verið
duglegir að nýta sér inniaðstöðuna til
æfinga,“ segir hann.
Golfmót á Garðavelli í
febrúar
Veturinn hefur verið mildur og góður
veðurfarslega séð, eins og best verður
á kosið að mati Brynjars Sæmunds-
sonar, vallarstjóra Garðavallar. Frost
hefur verið lítið og nánast ekkert
snjóað, þar til aðfararnótt sunnudags-
ins 26. febrúar þegar snjó kyngdi nið-
ur á suðvesturhorni landsins. Brynj-
ar segir að snjórinn hefði ekki get-
að komið á betri tíma þar sem tölu-
vert frost var í kortunum. „Ég bað
um snjóinn,“ segir hann og brosir.
„Það byrjaði að snjóa áður en nokkuð
frost var komið í jörðu. Síðan frysti
og þá ver snjórinn völlinn fyrir frost-
inu, hann lá eins og einangrunarteppi
yfir honum,“ segir Brynjar ánægður.
„Þessi vetur hefur verið golfvellinum
hliðhollur. Veðrið er búið að vera svo
gott að 18. febrúar var hægt að halda
golfmót inn á sumarflatir í blíðskap-
arveðri. Fjórar flatir voru slegnar sér-
staklega fyrir mótið,“ bætir Brynjar
við. „Það hefur ekki gerst áður að hér
hafi verið haldið golfmót í febrúar við
þessar aðstæður.“
Tækjakostur
í endurnýjun
Þrátt fyrir að veturinn hafi verið
mildur og góður og gert Leynis-
mönnum kleift að blása til golfmóts
í febrúar, þá hefur starfsemi golf-
vallarins verið í lágmarki síðastliðna
fjóra mánuði. „Nú er unnið að við-
haldi véla og þær gerðar klárar fyr-
ir sumarið,“ segir Brynjar. Svæðið
enda stórt, en vallarstjórinn áætlar
að alls séu það um 35 hektarar sem
þarf að slá nær linnulaust allt sum-
arið. „Ef vel viðrar og sprettan er
góð, eins og síðasta sumar, þá höf-
um við rétt svo undan að slá völl-
inn,“ segir Brynjar. Guðmundur
hefur orð á því að í vetur hafi ver-
ið keypt ný vél og sú áætlun sem
sett var upp árið 2013 á endurnýjun
tækjakosts golfklúbbsins gangi vel.
„Við erum í nokkuð góðum mál-
um hvað varðar tæki og vélar, sem
er nauðsynlegt til að geta haldið
Undirbúningur fyrir sumarið í fullum gangi á Garðavelli
Veturinn hefur mildur og Garðavelli afar hliðhollur. Til vinstri má sjá hvernig völlurinn leit út þegar golfmót var haldið seint í febrúar. Myndin til hægri var tekin aðeins
rúmri viku síðar, 1. mars. Þá var yfirbragð vallarins orðið allt annað. Sjórinn kom hins vegar á besta tíma, áður en nokkuð frost var komið í jörðu.
Ljósm. Guðmundur Sigvaldason.
Valdís Þóra Jónsdóttir var við æfingar í inniaðstöðu Leynis þegar blaðamann var
að garði síðastliðinn föstudag. Þessa dagana undirbýr hún sig af krafti fyrir næstu
keppnisferð. Hér er hún á púttvellinum í inniaðstöðu klúbbsins.
Guðmundur framkvæmdastjóri og Brynjar vallarstjóri. Ljósm. úr safni.