Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 20178
Fimmtíu ára
björgunarsveit
BORGARFJ: Björgunar-
sveitin Ok í Borgarnesi náði
þeim áfanga í nýliðnum mán-
uði að verða 50 ára. Að því
tilefni ætlar sveitin að bjóða
sveitungum og öðrum vel-
unnurum til veislu í félags-
heimilinu Brún í Bæjar-
sveit laugardaginn 11. mars
og hefst hún klukkan 13:00.
„Við vonumst til að sem
flestir sjái sér fært að mæta,“
segir í tilkynningu.
-mm
Norðanfiskur
með nýja
vörulínu
AKRANES: Norðanfiskur
á Akranesi, dótturfélag HB
Granda, hefur hafið kynn-
ingu á nýrri vörulínu sem
kallast Fiskur í matinn. „Ís-
lendingum býðst nú að kaupa
ferskan fisk frá Norðanfiski
í neytendavænum umbúð-
um sem auðvelt er að elda.
Þær fisktegundir sem verða
í boði eru bleikja, gullkarfi,
lax, ýsa og þorskur. Vonast er
til að með þessu verði hægt
að auka neyslu Íslendinga á
fiski og um leið auka þekk-
ingu landsmanna á gullkarfa
og hversu góður matfiskur
hann er,“ segir Vilhjálmur
Vilhjálmsson, forstjóri HB
Granda. Að sögn Vilhjálms
tekst Norðanfiskur á við
virkilega spennandi verkefni
með þessari vörulínu sem
breikkar enn vöruúrval fyr-
irtækisins. Hægt er að nálg-
ast Fisk í matinn í Bónus og
er vörulínan nú þegar kom-
in í verslanir. Samhliða setti
Norðanfiskur nýja heima-
síðu í loftið, fiskurimatinn.
is, en þar má finna úrval af
girnilegum fiskuppskriftum
ásamt fróðleik um fiskteg-
undirnar.
-mm
Mikill
reiknaður
hagnaður
OR: Ársreikningur Orku-
veitu Reykjavíkur fyrir
árið 2016 var samþykktur
af stjórn í gær. Rekstraraf-
koma er svipuð og síðustu
ár en hátt gengi íslensku
krónunnar skilar fyrirtæk-
inu verulegum reiknuðum
hagnaði. Hagnaðurinn nam
13,4 milljörðum króna á
árinu. Arðsemi eigin fjár var
12,0%. „Aðgerðaáætlunin
sem Orkuveita Reykjavíkur
hefur fylgt frá því snemma
árs 2011 og nefnd er „Plan-
ið“ gekk upp og vel það. Hún
átti að skila liðlega 50 millj-
örðum króna í betri sjóðs-
stöðu en niðurstaðan varð
um 60 milljarðar. Þetta kem-
ur fram í lokaskýrslu fyrir-
tækisins um Planið sem lauk
um áramót.“
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
25. febrúar - 3. mars
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes, 7 bátar.
Heildarlöndun: 7.138.214
kg.
Mestur afli: Venus NS:
4.970.159 kg í 3 löndunum.
Arnarstapi, 3 bátar.
Heildarlöndun: 55.829 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eðv-
ars SH: 26. 392 kg í 3 lönd-
unum.
Grundarfjörður, 6 bátar.
Heildarlöndun: 422.958 kg.
Mestur afli: Geir ÞH:
118.148 kg í 7 róðrum.
Ólafsvík, 21 bátur.
Heildarlöndun: 594.502 kg.
Mestur afli: Steinunn SH:
132.459 kg í 5 löndunum.
Rif, 19 bátar.
Heildarlöndun: 793.137 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
137.030 kg í 2 löndunum.
Stykkishólmur, 6 bátar.
Heildarlöndun: 183.921 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
114.206 kg í 5 róðrum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Víkingur AK - AKR:
2.096.960 kg. 2. mars.
2. Venus NS - AKR:
2.051.098 kg. 27. febrúar.
3. Venus NS - AKR:
1.608.932 kg. 3. mars.
4. Venus NS - AKR:
1.310.129 kg. 1. mars.
5. Örvar SH - RIF:
79.337 kg. 28. febrúar.
-kgk
Svo mikil umferð ferðafólks er að
Kirkjufellsfossi við Grundarfjörð
að óhætt er að segja að svæðið sé
sprungið. Meðfylgjandi mynd var
tekin í gærmorgun og lýsir ástand-
inu þótt enn sé hávetur. Þá voru þrjár
rútur á svæðinu og einni þeirra lagt
í vegkantinum þannig að hún tók
helminginn af annarri akgreininni
og skapaði því mikla hættu. Fossinn
er í innlendum sem erlendum ferða-
tímaritum og netmiðlum skilgreind-
ur sem einn fallegasti viðkomustað-
ur sem um getur. Því er umferðin slík
að keyrt hefur fram úr hófi. Ágang-
ur ferðafólks nú í vetur er t.a.m. mun
meiri en landeigendur á svæðinu geta
sætt sig við og verða þeir fyrir tölu-
vert miklu ónæði og ágangi af þessum
sökum. Umferðin er svo mikil bæði
að degi sem nóttu að bílastæði sem
ætluð eru þeim sem vilja ganga upp
að fossinum eru iðulega yfirfull og
leggur þá fólk bílum í vegaxlir þannig
að töluverð slysahætta skapast á þjóð-
veginum. Starfsfólk ferðaskrifstofa
ekki síður en ferðamenn á eigin veg-
um, taka ekki tillit til vegmerkinga,
svo sem um að bannað sé að leggja á
veginum og nærliggjandi afleggjara í
beitiland fyrir búpening heimafólks. Í
náttúruverndarlögum segir að bann-
að sé að selja og skipuleggja ferðir á
annarra manna land nema með leyfi.
Slíkt virða ekki allar ferðaskrifstofur.
Vorið 2014 var gerður samning-
ur milli landeigenda Kirkjufellsjar-
ðarinnar og Grundarfjarðarbæjar
um að eigendur legðu til land undir
bílastæði og leyfðu gerð göngustígar
upp að og með fossinum. Engan ór-
aði fyrir því vorið 2014 að umferðin
ætti eftir að margfaldast með þessum
hætti, en þróunin hefur engu að síður
orðið sú að allir sem til þekkja telja
svæðið vera sprungið af ágangi gesta.
Það er skoðun viðmælenda sem
Skessuhorn hefur rætt við að bíla-
stæðin séu í raun nógu stór fyrir þann
fjölda fólks sem svæðið ber og æski-
legt er að komist að fossinum hverju
sinni. Þá segja aðrir að vandamálið
sé skortur á merkingum fleiri áhuga-
verðra staða á Snæfellsnesi þannig að
ferðafólk geti stoppað bíla sína víðar
og þannig dreift álaginu og mann-
fjöldanum.
Landeigendur við Kirkjufellsfoss
eru nokkrir. Þeir standa ekki fyrir
ferðaþjónustu og hafa ekki áhuga á
því á þessum stað samkvæmt heimild-
um Skessuhorns. Sjá þeir eftir að hafa
leyft gerð bílastæða og göngustíga
því átroðningur hefur verið mik-
ill og framkoma sumra gesta ekki til
þess fallin að auka áhuga þeirra fyr-
ir ferðaþjónustu. Sitja þeir því uppi
með stöðugt áreiti, óþrifnað, jafn-
vel illt umtal, og ómælda vinnu. Vilja
helst loka svæðinu.
mm/ Ljósm. þa.
Svæðið við Kirkjufellsfoss
sprungið af ágangi ferðafólks
Nýverið stóð Vitinn, félag áhuga-
ljósmyndara á Akranesi, fyrir því
að fá hingað til lands hinn kunna
Mike Browne ljósmyndara. Hald-
ið var fræðslukvöld í Tónbergi, sal
Tónlistarskólans á Akranesi. Það
var vel sótt af áhugaljósmyndur-
um af svæðinu og af höfuðborgar-
svæðinu einnig. Mike Browne hélt
erindi sem hann kallaði „Cameras
don’t take pictures“ þar sem hann
vísar til þess að myndavélar þurfa
einhvern til að stýra tökkunum og
smella af. Meðfylgjandi mynd tók
Guðmundur Bjarki Halldórsson
við þetta tilefni.
mm
Vel sóttur fyrirlestur um áhugaljósmyndun
Félag eldri borgara í Snæfellsbæ
opnaði nýja og glæsilega hand-
verksaðstöðu síðastliðinn laugar-
dag á efri hæð hússins við Kirkjutún
2 í Ólafsvík, á hæðinni yfir Átthag-
astofunni. Með tilkomu þessa nýja
húsnæðis batnar aðstaða félagsins
til muna enda er það bæði stærra
og bjartara. Undanfarna mánuði
hafa félagar lagt á sig mikla vinnu
við að færa húsnæðið í gott ástand
og lagði Snæfellsbær fram aðstoð
við flutningana. Félag eldri borg-
ara vill koma á framfæri sérstöku
þakklæti til allra þeirra sem færðu
félaginu gjafir og gerðu því mögu-
legt að komast í betri aðstöðu.
Kristinn Jónasson bæjarstjóri
kom á opnunina og sagði hann við
það tækifæri aðeins frá því hvern-
ig það kom til að þetta húsnæði
varð fyrir valinu. Jón Guðmunds-
son, varaformaður Félags eldri
borgara í Snæfellsbæ, færði Kristni
handgerðan penna að gjöf, merkt-
an honum, um leið og hann þakk-
aði fyrir þann veljvilja sem bæjar-
yfirvöld sýndu félaginu. Kvenfélag
Ólafsvíkur færði handverksstofu
félagsins einnig gjöf; glerslípivél
sem gagnast mun í handverkið,
en eldra tæki félagsins var orðið
nokkuð þreytt. Margir gestir komu
og skoðuðu aðstöðuna þennan dag
og gæddu sér á veitingum, skoð-
uðu húsnæðið og aðstöðuna ásamt
því að spjalla og fræðast um starf-
semina.
þa
Félag eldri borgara í Snæfellsbæ í
stærra og hentugra húsæði
Steiney K. Ólafsdóttir, Hanna Metta
Bjarnadóttir, Sóley Jónsdóttir og Jón
Guðmundsson.
Kristinn með nýja pennann sinn.