Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 201730 Skallagrímur tók á móti Þór Þ. í næstsíðasta leik Domino‘s deild- ar karla í körfuknattleik á sunnu- dag. Eftir naumt tap gegn sterku liði Tindastóls á fimmtudaginn þurfti Skallagrímur nauðsynlega á sigri að halda gegn Þór. Jafnframt þurftu Borgnesingar að treysta á hagstæð úrslit í leik Stjörnunnar og Hauka, til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Þeir háðu harða bar- áttu við síðarnefnda liðið um áfram- haldandi veru í deild þeirra bestu. En gæfan var Skallagrímsmönnum ekki hliðholl. Eftir hnífjafnan og spennu- þrunginn leik sigu gestirnir fram úr í blálokin. Þór sigraði með 95 stigum gegn 86 og Skallagrímsliðið fallið í 1. deild. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks. Aldrei munaði meira en fjórum stigum og liðin skiptust alls sjö sinnum á forystunni í fyrsta leikhluta. Að honum loknum leiddi Skallagrímur með einu stigi, 26-25. Borgnesingar héldu forystunni allt til hálfleiks en gestirnir voru aldrei langt undan. Mest munaði fimm stigum á liðunum um miðbik annars fjórð- ungs en aðeins tvö stig skildu liðin að í hléinu. Staðan í hálfleik var 45-43, Skallagrími í vil. Spennan jókst enn þegar liðin mættu til síðari hálfleiks. Leikurinn var hnífjafn og liðin skiptust á að leiða. Varnarleikur var aðalsmerki þriðja leikhluta. Þegar komið var fram yfir hann miðjan skipti Skalla- grímur yfir í svæðisvörn sem sló leik- menn Þórs rækilega út af laginu. Náðu Borgnesingar 9-0 spretti og sjö stiga fyrir vikið en gestirnir gátu ekki keypt sér körfu á þessum stutta kafla. Skallagrímsmenn hefðu ef til vill getað gert út um leikinn þarna í lok þriðja leikhluta en það átti ekki fyrir þeim að liggja. Þórsarar komu til baka en Skallagrímur leiddi með fjórum stigum fyrir lokafjórðunginn og andrúmsloftið rafmagnað í Fjós- inu í Borgarnesi. Þór jafnaði snemma í fjórða leikhluta og mátti vart sjá á milli liðanna eftir það. Þegar leik- hlutinn var rétt rúmlega hálfnaður var Skallagrímur yfir, 81-80. Borg- nesingar áttu þrisvar möguleika á að auka forskot sitt en tókst ekki að gera sér mat úr þeim tækifærum. Heilla- dísirnar voru ekki með þeim í liði og þeim virtist fyrirmunað að sækja sér körfu. Vítaskot og tvær snögg- ar körfur gestanna komu þeim í sex stiga forystu, 81-86 þegar innan við mínúta var eftir. Þeir innsigluðu síð- an sigurinn af vítalínunni og Skalla- grímsmenn þurftu að bíta í það súra epli að falla úr deildinni, því á sama tíma sigruðu Haukar gegn Stjörnunni og Borgnesingar eiga því ekki mögu- leika á að halda sæti sínu í deildinni. Enginn heimsendir Flenard Whitfield var atkvæðamest- ur Skallagrímsmanna með 25 stig, 15 fráköst og fjögur varin skot. Sig- tryggur Arnar Björnsson skoraði 22 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoð- sendingar og Magnús Þór Gunnars- son lauk leik með tólf stig. Skallagrímur mun ljúka leik í 11. og næstneðsta sæti Domino‘s deild- arinnar þetta keppnistímabilið. Eft- ir leikinn gegn Þór eru þeir tveimur stigum á eftir Haukum, en geta ekki farið upp fyrir þá jafnvel þó liðin endi með jafnmörg stig því Haukar er fyrir ofan Skallagrím á innbyrðis viðureignum. Skemmtileg spilamennska og lit- ríkir og öflugir stuðningsmenn hafa einkennt Skallagrím í Domino‘s deildinni í vetur og verður eftirsjá af bæði liði og stuðningsmönnum. Fall er hins vegar enginn heimsendir, Skallagrímsliðið er að stórum hluta skipað ungum, öflugum og efnileg- um leikmönnum. Margir efnilegir hafa fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína í vetur og staðið sig með stakri prýði. Munu Skallagríms- menn án efa mæta með krafti upp í deild þeirra bestu á nýjan leik áður en langt um líður. Síðasti leikur Skallagríms í vetur fer fram á fimmtudaginn, 9. mars, þegar Borgnesingar heimsækja Grindvíkinga. kgk/ Ljósm. Skallagrímur/ Ómar Örn. Leiknar voru tvær umferðir í Dom- ino‘s deild karla í körfuknattleik í síðustu viku. Eftir 102-83 tap gegn Haukum á föstudag mættu Snæfell- ingar Íslandsmeisturum KR í næst- síðustu umferð Domino‘s deild- ar karla í körfuknattleik á sunnu- dagskvöld. Gestirnir gátu með sigri í leiknum tryggt sér deildarmeist- aratitilinn, sem þeir og gerðu. Eftir góða byrjun Snæfellinga tóku KR- ingar stjórn leiksins í sínar hendur og sigruðu að lokum örugglega, 67-87. Snæfellingar fóru vel af stað gegn Íslandsmeisturunum og léku á als oddi í upphafi leiks. Þeir komust í 11-3 en þá var KR-ingum nóg boðið. Gestirnir svöruðu með 13-0 áhlaupi og komust í 16-11. Þeir leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhlutann, 13-19. Snæfellingar héldu vel í við gestina framan af öðrum fjórðungi en með snörpum kafla um miðjan leikhlutann náðu KR-ingar tíu stiga forskoti og þannig var munurinn í hálfleik. KR-ingar leiddu, 37-47. Liðin áttu erfitt uppdráttar fyrst eftir hléið og þriðji leikhluti var hálf- gert puð hjá leikmönnum beggja liða. Lítið var skorað, gestirnir skoruðu 16 stig gegn 13 stigum Snæfells og stað- an fyrir lokafjórðunginn var 50-63 fyrir KR. Eftir að hafa elt um það bil tíu stiga forskot KR-inga meira og minna allan leikinn gáfu Snæfell- ingar örlítið eftir í fjórða og síðasta leikhluta. Þar skildu leiðir endan- lega, KR-ingar voru komnir með 20 stiga forskot sem þeir héldu að kalla óbreyttu allt til loka leiksins. Fór svo að lokum að gestirnir fögnuðu sigri, 67-87. Þar með tryggði KR sér efsta sæti deildarinnar og þar með deildar- meistaratitil Domino‘s deildar karla í körfuknattleik 2017. Christian Covile var atkvæðamest- ur leikmanna Snæfells með 26 stig og 16 fráköst. Andrée Fares Michels- son skoraði 13 stig og Árni Elmar Hrafnsson var með tíu. Snæfell er sem fyrr á botni deildar- innar án stiga. Síðasti leikur Snæfells í vetur fer fram á morgun, fimmtu- daginn 9. mars, þegar liðið heimsæk- ir Þór Ak. kgk KR-ingar urðu deildar- meistarar í Hólminum Christian Covile treður í leiknum gegn KR. Ljósm. sá. Skagamenn léku tvisvar í 1. deild karla í körfuknattleik í síðustu viku. Þeir tóku á móti Val síðastliðinn fimmtudag og máttu sætta sig við tap, 70-98. Á mánudag heimsóttu þeir síðan síðan Breiðablik í næst- síðustu umferð vetrarins. Fyrir leik- inn á mánudag voru Skagamenn í 8. og næstneðsta sæti deildarinnar en heimamenn öruggir í 4. sæti og búnir að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni. Hvorugt lið hafði því að miklu að keppa og sú stað- reynd skein í gegn lengi vel hjá leik- mönnum Breiðabliks. Skagamenn mættu þó til að spila fyrir heiðurinn og gáfust aldrei upp í leiknum, sem tapaðist með átta stigum. Lokatöl- ur í Kópavogi urðu 82-74, Breiða- bliki í vil. ÍA byrjaði betur og komst í 8-3 snemma leiks en Blikar jöfnuðu í 11-11 og komust síðan yfir áður en upphafsfjórðungurinn var úti, 19-16. Í öðrum leikhluta höfðu heimamenn yfirhöndina og komust tíu stigum yfir en Skagamenn voru ákveðnir undir lok fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn í sex stig fyrir hléið, 41-35. Skagamenn héldu í við Blika eft- ir hléið og rúmlega það en vantaði herslumuninn á að jafna metin og komast yfir. Heimamenn náðu góð- um kafla undir lok þriðja leikhluta sem skilaði þeim ellefu stiga forskoti fyrir lokafjórðunginn. Leikmenn ÍA voru þó hvergi á því að gefast upp og með mikilli seiglu tókst þeim að minnka muninn í þrjú stig þeg- ar fimm mínútur lifðu leiks. Þá var þjálfara Blika nóg boðið. Hann tók leikhlé og las sínum mönnum pist- ilinn. Það virtist skila sér því leik- menn Breiðabliks sýndu ögn meiri einbeitingu og aga en mínúturnar á undan. Þeir unnu boltann á mikil- vægum augnablikum og voru yfir- vegaðari í sókninni. Skilaði það lið- inu átta stiga sigri, 82-74. Derek Shouse var atkvæðamest- ur Skagamanna í leiknum og hárs- breidd frá þrennunni. Hann skor- aði 25 stig, tók ellefu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þar að auki vann hann boltann fjórum sinnum. Jón Orri Kristjánsson lauk leik með ell- efu stig og tíu fráköst og Björn Stein- ar Brynjólfsson var með tíu stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Úrslit leiksins breyttu engu fyr- ir stöðu liðanna í deildinni. Skaga- menn eru enn í 8. og næstneðsta sæti fyrir lokaumferðina. Síðasti leikur tímabilsins fer fram gegn Fjölni á föstudaginn, 10. mars. Hann verður leikinn á Akranesi. kgk Tvö töp hjá ÍA í vikunni Derek Shouse leikur á mótherja sinn í leiknum gegn Val á fimmtudag. Ljósm. jho. Fjölnismótið í sundi fór fram um liðna helgi. 27 sundmenn frá ÍA stungu sér í laugina á og enn og aft- ur stóðu krakkarnir sig vel. Samtals voru settar 94 nýjar bætingar og fjór- ir sundmenn bættu sig í öllum sín- um greinum um helgina. Það voru þau Erna Þórarinsdóttir, Arna Kar- en Gísladóttir og Kristín Ólína Guð- bjartsdóttir. Allir sundmennirnir sýndu mikið hugrekki, þau yngstu með því að synda lengri greinar en áður, eins og 200 m skrið og 200 m fjórsund. Þau eldri byrjuðu daginn með erfiðri og langri æfingu í Hafn- arfirði þar sem syntir voru 5,8 kíló- metra og voru krakkarnir svo mætt- ir 50 mínútum síðar á sundmótið þar sem þau náðu engu að síður að bæta sinn besta tíma eða voru mjög nálægt honum. Á Akranes bárust eftir helgina 31 medalía; 11 gull, 9 silfur og 11 brons. Þau sem unnu til verðlauna voru: Sindri Andreas Bjarnason, Er- lend Magnússon, Kristján Magnús- son, Sævar Berg Sigurðsson, Bjarni Snær Skarphéðinsson, Tómas Týr Tómasson, Rafael Andri Williams- son, Ngozi Jóhanna Eze, Arna Kar- en Gísladóttir, Kristín Ólína Guð- bjartsdóttir, Guðbjörg Bjartey Gud- mundardóttir, Aníta Sól Gunnars- dóttir, Ásgerður Jing Laufeyjardótt- ir, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, Erna Þórarinsdóttir og Brynhildur Traustadóttir. hhf Skallagrímsmenn fallnir Sigtryggur Arnar Björnsson í mikilli baráttu í leiknum gegn Þór Þ. Litríkir og öflugir stuðningsmenn hafa einkennt Skallagrím í deildinni í vetur. Eftirsjá verður af bæði liðinu og stuðningsmönnum þess úr deild þeirra bestu. Á fjórða tug medalía eftir Fjölnismót Skagamaðurinn Bjarni Þór Bene- diktsson úr Hnefaleikafélagi Akra- ness varð Íslandsmeistari í ólymp- ískum hnefaleikum á Íslandsmótinu sem nýverið fór fram í Reykjavík. Bjarni Þór keppti í -64 kg flokki ungmenna og bar sigurorð af Sólon Ísfeld frá hnefaleikafélaginu Æsi í úrslitaviðureigninni á sunnudag. Sú viðureign var mjög spennandi og tæknileg og fengu þeir félagar sér- staka viðurkenningu fyrir tæknileg- ustu viðureign mótsins. Bjarni Þór hafði yfirhöndina í upphafi viður- eignarinnar en eftir því sem á leið jöfnuðust leikar. Í lok þriðju lotu var mikil spenna um niðurstöð- una en að lokum fór svo að Bjarni Þór hafði betur á klofinni ákvörðun dómara og fagnaði sín- um fyrsta Ís- landsmeist- aratitli. N æ s t a verkefni nýk- rýnds Ís- landsmeist- ara verð- ur Norður- landamótið í hnefaleikum sem haldið verður í Dan- mörku í apríl. Þessa dagana undirbýr Bjarni Þór sig af kappi fyr- ir þátttöku þar. kgk Bjarni Þór varð Íslands- meistari í hnefaleikum Bjarni Þór með Íslandsmeistara- bikarinn. Ljósm. Hnefa- leikasamband Íslands/ Gunnar Jónatansson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.