Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 31 Skallagrímur mætti botnliði Grinda- víkur í Domino‘s deild kvenna síð- asta miðvikudag. Liðin mættust í Borgarnesi og leikurinn var einstefna frá fyrstu mínútu. Skallagrímskon- ur fóru á kostum og unnu stórsig- ur, 119-77. Er þetta stigahæsti leikur liðs í úrvalsdeild kvenna í rúman ára- tug. Fleiri stig hefur lið ekki skorað síðan Haukar skoruðu 121 stig gegn Breiðabliki 17. janúar árið 2007. Skallagrímskonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu hvorki fleiri né færri en 39 stig í fyrsta leik- hluta gegn aðeins 12 stigum gest- anna. Þá þegar var ljóst að stefndi í stórsigur Skallagríms. Tavelyn Til- lman var í miklu stuði í upphafi leiks, skoraði 21 stig í upphafsfjórðungn- um einum og sér. Gestirnir frá Grindavík náðu að- eins að svara fyrir sig í öðrum leik- hluta. Þær klóruðu í bakkann og minnkuðu muninn í 21 stig áður en flautað var til hálfleiks. Borgnesingar leiddu með afgerandi hætti í hálfleik, 61-40. Skallagrímskonur settu aftur í fluggírinn í þriðja leikhluta en gest- irnir áttu erfitt uppdráttar. Þær skor- aði 36 stig gegn 14 í leikhlutanum og höfðu 43 stiga forskot fyrir loka- fjórðunginn, 97-54 og úrslit leiksins löngu ráðin. Í fjórða og síðasta leikhlutanum slökuðu Skallagrímskonur aðeins á varnarlega og ungir og efnilegir leik- menn fengu nokkrar mínútur til að sýna hvað í þeim býr. Leiknum lauk með 42 stiga stórsigri Skallagríms, 119-77. Tvær þrennur Það var yfirvinna á þrennuvaktinni á miðvikudagskvöld því Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Tavelyn Tillman náðu báðar þrennu gegn Grindavík. Afar sjaldgæft er að tveir leikmenn í sama liðinu nái þrennu í sama leikn- um. Tavelyn skoraði 32 stig, tók 13 fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Sigrún skoraði 24 stig, tók ellefu frá- köst og gaf tíu stoðsendingar. Krist- rún Sigurjónsdóttir skoraði 19 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoð- sendingar, Fanney Lind Thomas var með 15 stig og fimm fráköst og Jó- hanna Björk Sveinsdóttir 14 stig og 13 fráköst. Eftir leikinn eru Skallagrímskonur enn í 3. sæti deildarinnar. Þær hafa 36 stig eftir 24 leiki, jafn mörg og Keflavík í sætinu fyrir ofan en tveim- ur stigum færra en topplið Snæfells. Skallagrímur og Keflavík mætast í stórleik 25. umferðar í kvöld, mið- vikudaginn 8. mars. Sá leikur fer fram í Keflavík. kgk/ Ljósm. Skallagrímur/ Ómar Örn. Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Topplið Snæfells heimsótti Val í Domino‘s deild kvenna í körfu- knattleik síðastliðið miðviku- dagskvöld. Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik tók við spennandi síðari hálfleikur og úrslit leiksins réðust síðan ekki fyrr en eftir framleng- ingu. Snæfell hafði betur, 70-77. Snæfell hafði yfirhöndina í upphafi leiks og komst í 8-15 skömmu eftir miðjan fyrsta leik- hluta. Valur rétti hlut sinn áður en fyrsti leikhluti var úti og jafn- aði í 21-21. Jafnræði var með lið- unum framan af öðrum fjórðungi. Valur náði síðan fimm stiga for- skoti um hann miðjan, áður en Snæfell svaraði og komst tveimur stigum yfir. Valskonur áttu hins vegar lokaorðið í fyrri hálfleik og leiddu með fimm stigum í hléinu, 35-30. Þriðji leikhluti var eign Vals- liðsins sem hélt uppteknum hætti frá því undir lok fyrri hálfleiks. Þær náðu ellefu stiga forskoti um miðjan leikhlutann og höfðu sjö stiga forskot fyrir lokafjórðung- inn, 55-48. Í upphafi fjórða leik- hluta misstu Valskonur Miu Llo- yd, besta leikmann liðsins, af velli með sína fimmtu villu. Snæfells- konur hófu þegar að saxa á for- skot Vals og komust stigi yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður og lokamínúturnar voru jafnar og spennandi. Næstu mínúturnar fylgdust liðin að í sínum aðgerð- um. Valur komst stigi yfir þegar rúm mínúta var eftir en Snæfells- konur jöfnuðu úr víti þegar innan við hálf mínúta lifði leiks. Vals- konur fengu síðan gullið tæki- færi til að tryggja sér sigurinn en brenndu af sniðskoti með fjórar sekúndur á klukkunni og því varð að framlengja. Snæfell gerði síðan út um leikinn í framlengingunni. Þær skelltu í lás í vörninni og gerðu Valskonum erfitt fyrir. Heimaliði skoraði aðeins fjögur stig í við- bótartímanum á móti ellefu stig- um Snæfells sem sótti sigurinn á lokametrunum. Lokatölur urðu 70-77, Snæfelli í vil. Aaryn Ellenberg fór mikinn í liði Snæfells með 36 stig, tólf frá- köst og sex stoðsendingar. María Björnsdóttir var með tíu stig og átta fráköst og Berglind Gunn- arsdóttir skoraði átta stig, tók fimm fráköst og stal boltanum fimm sinnum. Snæfell trónir sem fyrr á toppi Domino‘s deildar kvenna og hef- ur liðið 38 stig eftir 24 leiki. Næsti leikur liðsins fer fram á miðviku- daginn þegar þær sækja Hauka heim að Ásvöllum í Hafnarfirði. kgk Snæfell skellti í lás í framlengingunni Aaryn Ellenberg fór mikinn gegn Val. Ljósm. úr safni/ sá. Pólski hafsentinn Robert Menzel hefur samið við Knattspyrnufélag ÍA út leiktíðina. Robert er 26 ára gam- all og hefur spilað 70 leiki í efstu og næstefstu deildinni í Póllandi en hann lék síðast með Podbeskidzie Bielsko- Biala í efstu pólsku deildinni. Hann kom á reynslu til liðsins fyrir tveim- ur vikum og ákveðið var að semja við þennan stóra og stæðilega hafsent að henni lokinni. Robert er kominn til landsins og spilar æfingaleik við HK á laugardaginn og er vonast til að félagsskipti verði klár þegar ÍA mætir ÍR laugardaginn 11. mars. Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA er ánægður með liðsstyrkinn. „Mér líst mjög vel á þennan leikmann, hann er öflugur hafsent sem kemur með hæð inn í liðið og er vel spilandi á boltann. Þessi strákur kemur vel fyrir og ætti að henta okkar liði virkilega vel,“ segir Gunnlaugur. mm Robert Menzel gengur til liðs við ÍA Hulda Birna Baldursdóttir, framkvæmdastjóri KFÍA, Robert Menzel og Gunnlaugur Jónsson þjálfari. Ljósm. kfia. Flest stig liðs í áratug Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skilaði einnig þrennu gegn Grindavík, en afar sjald- gæft er að tveir leikmenn í sama liði nái þrennu í sama leiknum. Tavelyn Tillman fór á kostum í fyrsta leikhlut- anum og lauk leik með þrennu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.