Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 7 VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Kosningar VR eru hafnar Nú er komið að því að félagsmenn VR velji formann og stjórn fyrir kjörtímabilið 2017 til 2019. Hægt er að kjósa til hádegis þriðjudaginn 14. mars á vr.is. Nýttu rétt þinn og hafðu áhrif! Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Næstkomandi föstudag, þann 10. mars milli klukkan 10 og 12, verð- ur Háskóladagurinn í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Þar munu allir háskólar landsins kynna námsleiðir sínar, sem eru yfir 500 talsins, og námsráðgjaf- ar og nemendur verða á staðnum. „Kynningin hér á Akranesi tókst frábærlega í fyrra og því erum við sérstaklega spennt að koma aft- ur,“ segir Hjördís Guðmunds- dóttir, verkefnastjóri Háskóla- dagsins í samtali við Skessuhorn. Hún segir að allir séu velkomn- ir að kíkja við á kynninguna. „Við viljum gjarnan að allir þeir Vest- lendingar sem hafa áhuga á há- skólanámi, hvort sem þeir eru framhaldsskólanemendur eða búa á svæðinu, mæti og kynni sér það sem er í boði. Það kemur á óvart hve fjölbreytileikinn er ótrúlega mikill í háskólanámi hér á landi, en hægt er að velja úr yfir 500 námsleiðum í sjö háskólum.“ Hjördís segir að heimsóknin á Akranes gefi einnig þeim sem mæta tækifæri til að hitta náms- ráðgjafa, kennara, starfsmenn og nemendur háskólanna svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun um námsvalið, sem vissulega er mjög stór ákvörðun. „Allir háskólar á Íslandi standa í sameiningu fyr- ir Háskóladeginum sem fór fram í Reykjavík síðasta laugardag. Núna tekur við að heimsækja átta skóla á sjö stöðum utan höfuð- borgarsvæðisins og er heimsókn- in á Akranes hluti af því,“ segir Hjördís. Ástæða er til að geta þess að í fyrra var Háskóldagurinn einnig haldinn í FSN í Grundar- firði en verður ekki þar að þessu sinni. mm Háskóladagurinn haldinn á Akranesi á föstudaginn Fjölmenni mætti á kynningu íslensku háskólanna á Akranesi í fyrra. Ljósm. arg. Háskólarektorar landsins ásamt Guðna Th Jóhannessyni forseta sem setti Há- skóladaginn 2017. Nú verður flakkað með kynningarnar í átta framhaldsskóla dagana 7.-29. mars. Á Háskóladeginum í Reykjavík um síðustu helgi kynntu allir háskólarnir námsframboð sitt. Hér eru fulltrúar Háskólans á Bifröst, þau Ingi Gunnar Kristbergsson viðskiptafræðinemi og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir námsráð- gjafi á góðri stund. Leikdeild Umf. Skallagríms kynnir gamanleikinn: Saumastofan Höfundur: Kjartan Ragnarsson- Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson Sýnt í Lyngbrekku 6. sýning  mmtudaginn 9. mars kl. 20:30 7. sýning laugardaginn 11. mars kl. 20:30 8. sýning sunnudaginn 12. mars kl. 20:30 9. sýning  mmtudaginn 16. mars kl. 20:30 10. sýning föstudaginn 17. mars kl. 20:30 Lokasýning laugardaginn 18. mars kl. 20:30 Miðapantanir í síma 846 2293 og leikdeildskalla@gmail.com Miðaverð kr. 3.000 - Veitingasala á sýningum - posi á staðnum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.