Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 23 Randi Holaker á Skáney hafði sig- ur í hnífjöfnum fimmgangsúrslitum Vesturlandsdeildarinnar í hesta- íþróttum, en keppt var á föstudag- inn í Faxaborg. Lið Leiknis/Skán- eyjar hafði sigur í liðakeppninni þriðja mótið í röð og bætir því enn við forystu sína. Í einstaklingskeppninni urðu úr- slit þessi: 1. Randi Holaker - Þytur frá Skán- ey - 6,38 2. Konráð Valur Sveinsson - Þel- dökk frá Lækjarbotnum - 6,36 3. Siguroddur Pétursson - Prestur frá Borgarnesi - 6,31 4. Anna Dóra Markúsdóttir - Urð frá Bergi - 5,81 5. Haukur Bjarnason - Gýgur frá Skáney - 5,45. Staða efstu einstaklinga Siguroddur Pétursson leiðir enn einstaklingskeppnina. Sem fyrr eru þau svo í þéttum pakka fyrir neðan hann liðmenn Leiknis/Skáneyjar. Enn er mögulegt að næla sér í 30 stig til viðbótar og því ljóst að hver sem er getur unnið deildina. 1. Siguroddur Pétursson - 19 stig 2. Konráð Valur Sveinsson - 17 stig 3. Randi Holaker - 16 stig 4. Haukur Bjarnason - 14 stig 5. Berglind Ragnardóttir - 10 stig Staðan í liðakeppninni þegar mótaröðin er hálfnuð. 1. Leiknir/Skáney - 140 stig 2. Berg/Hrísdalur - 117 stig 3. Fasteignamiðstöðin - 78,5 stig 4. Snókur/Cintamani - 77 stig 5. Gufudalur/Arnbjörg/Söðulsholt - 68,5 stig 6. KB/Fígaró/Mosi ehf. - 32 stig. mm Randi sigraði í fimmgangskeppninni Randi Holaker á Þyt frá Skáney. Ljósm. iss. Tengdamæðgurnar Margrét Magnúsdóttir á Hvítanesi í Hval- fjarðarsveit og Þorbjörg Eva Ell- ingsen ætla í sumar að bjóða upp á sveitanámskeið á Hvítanesi fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára. Þar fá börn að kynnast lífinu í sveitinni; umgangast dýr, fara í fjöruferð, á hestbak, í leiki og fleira skemmti- legt. Námskeiðin verða sett þann- ig upp að þau verða á virkum dög- um frá klukkan 8 til 17 og flest þeirra standa yfir í fimm daga, en þó verður það fyrsta og síðasta í níu virka daga. Boðið verður upp á systkinaafslátt. Innifalið verður morgunkaffi, heitur hádegismatur og síðdegiskaffi. Fyrsta námskeiðið hefst 6. júní og síðan verða þau haldin reglu- lega fram í ágúst. mm Bjóða upp á sveitanámskeið á Hvítanesi Margrét á Hvítanesi hefur áralanga reynslu í að halda leikjanámskeið í sveitinni. Á einu þeirra sem haldið var 2004 kom Þorbjörg Eva sjálf á námskeið en hún átti síðar eftir að verða tengdadóttir Margrétar. Um helgina voru æfingabúðir í frjálsum íþróttum á vegum Sam- Vest samstarfsins haldnar á Laug- um í Sælingsdal. 32 krakkar mættu frá fjórum félögum; HSS, Skipa- skaga, Víkingi Ólafsvík og UDN. Æfingabúðirnar gengu mjög vel að sögn forsvarsmanna sam- starfsins. Þeir Hermann og Kor- mákur frá FH sáu um æfingarn- ar á laugardeginum og Eva Krist- ín frá Víkingi Ólafsvík, Sigríð- ur Drífa frá HSS og Kristín Halla frá Umf. Grundarfirði sáu um æf- ingarnar á sunnudeginum. Kennd voru grunnatriði í spretthlaupi, hástökki, langstökki, langstökki án atrennu og kúluvarpi. Einnig fengu krakkarnir að kynnast fjöl- breyttum styrktaræfingum. mm Æfingabúðir í frjálsum haldnar á Laugum Miðvikudaginn 1. mars síðastlið- inn undirrituðu Ragnheiður Guð- mundsdóttir, f.h. körfuknattleiks- deildar Skallagríms og Óskar Sig- valdason, f.h. Borgarverks, sam- starfs- og styrktarsamning til þriggja ára. Undirrituðu þau samn- inginn í hálfleik leiks Skallagríms og Grindavíkur sem mættust í Dom- ino‘s deild kvenna í Borgarnesi. „Borgarverk hefur verið og verður nú áfram einn af öflugustu styrktar- aðilum körfuknattleiksdeildarinnar og er það deildinni mikið fagnaðar- efni að þessi undirskrift hafi nú átt sér stað,“ segir í tilkynningu á Fa- cebook-síðu Skallagríms. kgk Borgarverk styrkir Skallagrím Nýverð var Guðmundur M. Skúla- son reiðkennari með námskeið í nýju reiðskemmunni í Ólafsvík. Var hann með sýnikennslu þar sem hann fór yfir þjálfunarferl- ið frá frumtamningu til reiðhests. Sömu helgi voru einstaklingstímar í reiðmennsku auk þess sem boð- ið var upp á barnanámskeið. Þátt- takendur voru mjög ánægðir með námskeiðið og var mikill áhugi að fá aftur slíkt námskeið í vor. Þarna sannaðist vel notagildi nýja húss- ins en það var hesteigendafélag- ið Hringur í Ólafsvík sem réðist í byggingu reiðskemmunnar síðast- liðið haust og var húsið að stórum hluta byggt í sjálfboðavinnu félags- manna. þa Nýja reiðskemman sannar gildi sitt Keppt var í KB móta- röðinni í liðinni viku. Skessuhorni hafa ekki borist úrslit mótsins, en myndir sem sýna bræðurna Ísólf og Þor- geir Ólafssyni sem sigr- uðu sitthvorn flokkinn á mótinu. Ísólfur í ung- mennaflokki og Þorgeir í unglingaflokki. Báðir kepptu þeir á hestum frá Leirulæk á Mýrum. mm/ Ljósm. iss. Bræður sigursælir á hrossum frá Leirulæk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.