Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 13 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar hjá Akraneskaupstað Leikskólinn Garðasel Starf leikskólakennara Sumarstörf Starf bókavarðar á Bókasafni Akraness Störf á tjaldsvæðinu í Kalmansvík Störf flokkstjóra (100% og 50% störf) við Vinnuskólann, fyrir 20 ára og eldri. Nánari upplýsingar um fyrrgreind störf er að finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is en þar skal jafnframt sækja um störfin rafrænt á þar til gerðum eyðublöðum. Laus störf hjá Akraneskaupstað Sagna- og hagyrðingakvöld verður haldið föstudaginn 10. mars og hefst kl. 20:00 í sal Brákarhlíðar, Borgarnesi. Unnur Halldórsdóttir verður kynnir kvöldsins og auk hennar koma fram Snorri Jóhannesson sem sýnir m.a. hluta af byssusafni sínu og segir veiðisögur og hagyrðingarnir Þórdís Sigurbjörnsdóttir, Helgi Björnsson og Dagbjartur Dagbjartsson koma fram. Til fjáröflunar verða uppboð á völdum skopmyndum eftir Bjarna Þór sem birst hafa í Skessuhorni. Aðgangur 2.500 kr. Veitingar innifaldar. Ekki posi á staðnum. Allur ágóði rennur til líknarmála. Lionsklúbburinn Agla Skemmtikvöld í Borgarnesi SK ES SU H O R N 2 01 7 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 1250. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 14. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Stúkuhúsinu, • laugardaginn 11. mars kl. 10.30. Björt framtíð að Smáraflöt 1, mánudaginn • 13. mars kl. 20.00. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, • laugardaginn 11. mars kl. 11.00. Frjálsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara, • gengið inn frá palli, mánudaginn 13. mars kl. 20.00. Bæjarstjórnarfundur Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Þjóðlagasveitin Slitnir Strengir undir stjórn Skúla Ragnars Skúla- sonar hefur unnið hörðum hönd- um að útgáfu nýs geisladisks und- anfarið ár. Diskurinn kemur út föstudaginn 17. mars og mun sveitin halda tvenna útgáfutón- leika á Akranesi helgina 17. - 18. mars á Akranesi. Verkefnið var fjármagnað með styrkjum í gegn- um styrktarsíðuna Karolinafund, ásamt styrki frá Uppbyggingar- sjóði Vesturlands. Almenningur tók vel í söfnunina og seldust til að mynda miðar á fyrri útgáfutón- leikana upp á met tíma. „Söfnun- in gekk glimrandi vel. Við vorum með þrjú pakkatilboð á Karolina- fund og þetta gekk vonum fram- ar,“ segir Arna Pétursdóttir með- limur Slitinna Strengja í samtali við Skessuhorn. Slitnir Strengir hafa verið starf- andi frá árinu 2001, áður undir nafninu Þjóðlagasveit Tónlistar- skólans á Akranesi, og saman- standa af 16 syngjandi fiðluleik- urum og undirleikurum. Hljóm- sveitin leikur írska og skoska tón- list í bland við þjóðlög frá öll- um heimshornum, ásamt nútíma poppi í nýjum búningi. Hljóm- sveitin hefur markað sér ákveðinn sess á Akranesi og í nærsveitum og hlutu Slitnir Strengir útnefn- ingu sem bæjarlistamaður Akra- ness árið 2016. Hljómsveitin hef- ur haldið fjölmarga tónleika hér- lendis, meðal annars á stóra og nýja sviði Borgarleikhússins og vorið 2015 fyrir fullum sal í Norð- urljósasal Hörpu. Þá hefur sveitin einnig haldið tónleika erlendis við góðar undirtektir. „Við stefnum að því að fara í aðra utanlandsferð fljótlega. Við vonumst til þess að komast til Glasgow í haust með nýja sýningu til að kynna disk- inn,“ segir Arna. Blönduð tónlist Diskurinn sem kemur út núna í marsmánuði er önnur plata hljómsveitarinnar og ber hann sama heiti og sveitin. Arna segir hann samanstanda af fjórtán fjöl- breyttum lögum. „Þetta er rosa- lega blandað. Við spilum írska og skoska tónlist í bland við þjóð- lög frá öllum heimshornum og svo erum við með þekktar ballöð- ur, til dæmis eftir Adele. Við ger- um lögin að okkar en Ragnar er duglegur að útsetja lögin á nýj- an hátt. Vinnslan á plötunni tók töluverðan tíma, þetta var mik- il nákvæmnisvinna en upptöku- stjórinn okkar, Baldur Ketilsson, er mikill snillingur og þetta kem- ur mjög vel út. Svo fengum við grafíska hönnuðinn Pétur Guð- mundsson til að gera „artwork- ið“,“ segir Arna. Diskurinn kem- ur til landsins í vikunni en form- legur útgáfudagur er föstudag- urinn 17. mars. Hægt verður að nálgast hann í öllum helstu plötu- verslunum, í Tónlistarskólanum á Akranesi og á stafrænu formi á vefsíðu Slitinna Strengja, www. slitnirstrengir.com, þar sem einn- ig má finna upplýsingar um tón- leika hljómsveitarinnar og fylgjast með fréttum af sveitinni. Tónleikar framundan Útgáfutónleikar Slitinna Strengja verða sem áður segir haldnir 17. og 18. mars í Tónbergi á Akra- nesi. Þar verður flutt efni af nýju plötunni í bland við önnur lög. Undanfarið hefur hljómsveit- in æft stíft fyrir tónleikana. „Við erum búin að vinna mikið í þessu. Við munum flytja sambland af nýjum lögum og eldri lögum sem okkur hefur þótt sérlega vænt um. Þetta verður sýning, við ætl- um bæði að spila tónlist og flytja ljóð. Lögin eru í mörgum röddum og svo erum við með frábæra ein- söngvara og kór ásamt því að við fáum til liðs við okkur gestaleik- arana Eðvarð Þór Lárusson á gít- ar og Rut Berg Guðmundsdóttir á þverflautu og harmónikku,“ út- skýrir Arna. Uppselt er á fyrri tón- leikana en enn er hægt að nálgast miða á tónleikana á laugardegin- um. Miðasala fer fram í Eymunds- son á Akranesi og í Tónlistarskól- anum á Akranesi. Einnig er hægt að taka frá miða í síma 540-2115 en frátekna miða þarf að nálgast að minnsta kosti klukkutíma fyr- ir sýningu. „Við hvetjum alla til að koma og sjá sýninguna,“ segir Arna að endingu. grþ Slitnir Strengir gefa út nýjan disk Slitnir Strengir gefa nú út sinn annan geisladisk og framundan eru tvennir útgáfutónleikar á Akranesi. Ljósm. Ómar B. Lárusson. Geisladiskurinn Slitnir Strengir verður fáanlegur í öllum helstu plötuverslunum frá og með 17. mars næstkomandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.