Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 201726 Þriðjudaginn 14. mars næstkomandi skoðar Guðmundur Þorsteinsson á Skálpastöðum borgfirska ljóðagerð á 20. öld og deilir hugmyndum sín- um með gestum Snorrastofu. Hann nefnir fyrirlestur sinn „Ljóðmæl- endur í Borgarfirði á 20. öld“ og fjallar þar fyrst um ljóðagerð al- mennt og skiptar skoðanir um mis- munandi ljóðform. Þá kynnir hann einnig drög sín að skrá yfir höfunda ljóðabóka, sem komu út á síðustu öld og tengjast héraðinu á einhvern hátt. Kristín Á. Ólafsdóttir í Véum í Reykholti les nokkur ljóð og gerir fyrirlesari stuttlega grein fyrir höf- undum þeirra. „Óbætt liggja hjá þessum garði nokkur kunn ljóðskáld, sem telja má þjóðareign í bókmenntalegum skilningi,“ segir fyrirlesarinn sjálf- ur, sem er fæddur á Skálpastöð- um 18. ágúst 1937. Hann gekk í Menntaskólann að Laugarvatni og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1959. Frá árinu 1962 hefur hann verið bóndi á Skálpastöðum í félagsbúi með föður og bróður. Guðmund- ur hefur jafnan látið sig málefni samfélagsins varða og tekið virkan þátt í verkefnum á þeim vettvangi. Margir muna framlag hans við leik og starf í Dagrenningu, ungmenna- félagi íbúa í Lundarreykjadal. Fyrirlesturinn er í röð fyrirlestra Snorrastofu, Fyrirlestrar í héraði, og hefst að venju kl. 20:30. Boðið verður til umræðna og kaffiveit- inga. Aðgangseyrir er kr. 500. -fréttatilkynning Fyrirlestur í Snorrastofu um borgfirska ljóðagerð Guðmundur Þorsteinsson. Síðastliðinn fimmtudag hófst skráning í sumarbúðir og leikj- anámskeið KFUM og KFUK á Ís- landi fyrir sumarið 2017. Sumar- búðirnar hafa verið hluti af sum- arupplifun íslenskra barna í bráð- um heila öld en árlega dvelja hátt á þriðja þúsund börn í sumarbúðun- um sem er á fimm stöðum; í Vatna- skógi, Vindáshlíð, Ölveri, Kaldárseli og Hólavatni. Í sumarbúðunum er sem fyrr lögð áhersla á útivist, hóp- efli, leiki, listir, íþróttir og náttúru- pplifun. Sumarbúðirnar kenna jafn- framt um kristna trú og mikilvægi þess að rækta í senn líkama, sál og anda. Nánari upplýsingar má finna á kfum.is. mm Skráning hafin í sumarbúðir KFUM Svipmynd frá sumarbúðunum í Ölveri. Kammerkórinn Schola Canorum flytur kórtónlist af nýútkomnum geisladiski sínum Meditatio í Reyk- holtskirkju laugardaginn 11. mars kl. 17.00. Stjórnandi og stofnandi kórs- ins er Hörður Áskelsson. Aðgangs- eyrir er 1.000 kr og eru allir vel- komnir á þennan listviðburð. Schola Cantorum var valinn tón- listarflytjandi ársins 2016 og geisla- diskurinn Meditatio tilnefndur sem plata ársins. Um diskinn seg- ir á heimasíðunni Íslensku tónlist- arverðlaunanna: „Stórglæsilegur hljómdiskur Schola cantorum, Me- ditatio, trónir sem krúna á tuttugu ára starfstíð eins helsta kammerkórs landsins. Metnaður og heildarhugs- un skín gegnum verkefnaval sem og uppröðun, og stórbrotin hljómgæði færa hljómdiskinn í hásæti út fyrir landsteina á meðal þess besta sem gerist.“ Hörður Áskelsson hefur verið organisti og kantor Hallgrímskirkju frá því hann lauk framhaldsnámi í Düsseldorf í Þýskalandi árið 1982. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu listalífs kirkjunnar og stóð meðal annars að stofnun List- vinafélags Hallgrímskirkju, Kirkju- listahátíðar og Alþjóðlega orgelsum- arsins. mm Schola Cantorum í Reykholtskirkju Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli hefur tekið við vefstjórn Reyk- hólavefsins. Sveinn tekur við um- sjón vefsins af Hlyni Þór Magnús- syni sagnfræðingi, en Hlynur fór með umsjón hans frá vordögum árið 2008 en lét af störfum í haust. Hann hefur þó aðstoðað sveitar- stjóra með vefinn fram til þessa. „Við óskum Sveini velgengni í nýju starfi. Þá eru Hlyni þökk- uð vel unnin störf í þágu sveitar- félagsins á liðnum árum. Á tvenn- um tímamótum er honum ósk- að alls velfarnaðar, en hann verð- ur sjötugur núna á sunnudaginn,“ ritaði Ingibjörg Birna í tilkynn- ingu á vefsíðu sveitarfélagsins í liðinni viku. „Leiðist ekkert að pára niður“ Aðspurður segir Sveinn að sér lít- ist ágætlega á verkefnið sem fyr- ir höndum er. „Það væri undarlegt ef ég segði að mér litist illa á það,“ segir hann léttur í bragði þegar Skessuhorn sló á þráðinn til hans. „Mér líst ágætlega á að vera tekinn við umsjón vefsins þó ég eigi ým- islegt ólært,“ bætir hann við. En þrátt fyrir að hafa ekki reynt vef- umsjón eða fréttaskrif áður kveðst hann strax hafa verið til í að prófa. „Ég var spurður hvort ég væri til í að taka þetta að mér og þá hugsaði ég með mér að þetta væri dálítið öðruvísi en annað sem maður fæst við dag frá degi. Ég sá þetta sem skemmtilega tilbreytingu og var strax til í að prófa,“ segir hann. Sveinn hefur í gegnum tíð- ina fengist við skrif, en segir flest þeirra vera tækifærisskrif, annála á Þorrablótum, erindi á samkom- um og samantektir sem tengjast heimabyggð við ákveðin tilefni. „Mér leiðist ekkert að pára eitt- hvað niður en ég hef aldrei sett mig í spor fréttamanns áður og lít svo sem ekki á mitt hlutverk sem fréttamann, heldur meira að halda utan um vefinn og reyna að koma því áleiðis sem mér þyk- ir eiga erindi við fólk. Hins vegar reikna ég ekki með að vera bein- línis í fréttaleit,“ segir hann. Þá er Sveinn áhugaljósmyndari, hefur tekið fjölda mynda og birt í gegn- um tíðina, einkum í heimabyggð. Telur hann víst að það muni koma sér vel í störfum hans við vefinn. „Ég sé fram á að geta verið að ein- hverju leyti sjálfbjarga með mynd- ir. En síðan náttúrulega ef eitthvað gerist, einhvers staðar í sveitinni þar sem ég er ekki, þá er gott að geta leitað til annarra. Það er fólk sem hefur haft á orði að ég megi hringja og hafa samband ef eitt- hvað er um að vera,“ segir hann. Vefur með svipuðu sniði Sveinn segir að lesendur vefsins megi eiga von á Reykhólavef með svipuðu sniði og verið hefur. „Það var allavega meiningin að vera ekki með neinar áherslubreyt- ingar. Það væri helst að lesendur megi búast við því að formið verði einfaldara en verið hefur, einfald- lega vegna þess að ég kann ekki jafn vel til verka og Hlynur for- veri minn. Hann hefur varið í vef- inn mörgum sinnum meiri vinnu en kannski gert var ráð fyrir. Ég sé hreinlega ekki fram á að geta það,“ segir Sveinn. „Hann hafði í upp- hafi mikinn metnað fyrir því að koma hreppnum á kortið og nota til þess vefinn. Ég held að það hafi tekist framúrskarandi vel hjá hon- um og er ekki viss um að við, þess- ir heimalningar, hafi séð þau tæki- færi. Hann aftur á móti gerði það, kunni til verka og vissi hvað hann var að gera frá fyrsta degi,“ seg- ir Sveinn og kveðst ætla að byggja á þeirri vinnu Hlyns. „Ég stefni á að reyna að halda þessu í horfinu og síðan kvikna kannski einhverj- ar hugmyndir í framhaldi af því. Fyrst um sinn bind ég vonir við að fæla ekki mikið af lesendum frá vefnum,“ segir Sveinn að lokum, léttur í bragði. kgk Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli. Nýr umsjónarmaður Reykhólavefsins Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hef- ur nú fengið lógó og opnað heima- síðu. „Lengi hafa fundargerðir heilbrigðiseftirlitsins verið birtar á heimasíðu SSV, en heilbrigðisteftir- litið sjálft ekki verið með slíka síðu. Markmiðið með nýrri heimasíðu er að bæta upplýsingastreymi til íbúa á Vesturlandi ásamt því að fræða og leiðbeina fólki hvert það skal snúa sér þegar kemur að heilbrigðis- og hollustuháttum,“ segir í tilkynningu af þessu tilefni. Á nýju síðunni má m.a. nálg- ast upplýsingar um hlutverk heil- brigðiseftirlitsins, fundargerðir heil- brigðisnefndar, ýmis eyðublöð og kvartanaform. Einnig má nálgast þar þau lög og reglugerðir sem heil- brigðiseftirlitið starfar eftir. „Fyrst og fremst á síðan að vera einföld og aðgengileg fyrir íbúa Vesturlands og aðra þá sem vilja fræðast um starf- semi heilbrigðiseftirlitsins á Vestur- landi.“ Slóð nýrrar heimasíðu heil- brigðiseftirlitsins er: hev.is mm Heilbrigðiseftirlit Vesturlands opnar heimasíðu og kynnir lógó

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.