Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 201712 Beiðni barst til KM þjónustunnar í Búðardal síðastliðinn miðvikudag um flutning á bíl sem hafði kvikn- að í hjá Staðarskála í Hrútafirði. Slökkviliðið á Hvammstangi hafði þá slökkt eldinn á vettvangi. Flytja átti bifreiðina til Reykjavíkur en þegar komið var að Hreðavatns- skála blossaði eldurinn í bílnum upp að nýju, en bílstjóranum tókst að slökkva hann með slökkvitæki úr dráttarbílnum. Óskað var eftir aðstoð frá Slökkviliðinu í Borgar- nesi sem kom til móts við bílinn og lauk við að slökkva í glæðunum. Bifreiðin sem kviknaði í er gjöró- nýt. sm Eldur blossaði upp í bíl á dráttarbíl Þessa skemmtilegu mynd birti Halla Steinólfsdóttir sauðfjárbóndi í Fagra- dal á Skarðsströnd á Facebook síðu sinni á mánudaginn. Þessi einstaka reglusemi helgast af því að komið var að rúningi á bænum og auðveld- ar þessi uppröðun fjárins flokkun ull- arinnar, mórauðar fremst, þá svartar og innst hvítar. Eftir að Halla birti myndina fékk hún ýmsar skemmti- legar athugasemdir frá vinum sínum. Grípum niður í nokkrar þeirra: „Eru fordómar milli þeirra, eða er þetta nýtt munstur á peysu?“ „Skemmtilegt, flokka í arma eftir lit“ „Fín settering.“ „Nú er útlitið frekar dökkt“ „Birtir þegar fj-ær dregur.“ mm Röð og regla í krónum Íslandspóstur sendi í janúar síðast- liðnum Póst- og fjarskiptastofn- un skýrslu þar sem farið er yfir áhrif þess að fækka dreifingardög- um póstsendinga í dreifbýli en Póst- og fjarskiptastofnun veitti leyfi til þess í lok ársins 2015. Ákvörðunin byggði m.a. á breytingu sem gerð var á reglugerð um alþjónustu þar sem sett voru ákveðin kostnaðar- viðmið fyrir fækkun dreifingardaga í dreifbýli. Í ákvörðuninni var m.a. óskað eftir að fyrirtækið tæki sam- an skýrslu um endanlegan sparnað fyrirtækisins af breytingunum, sem og helstu vandamál sem upp hafi komið og hvernig Íslandspóstur hafi brugðist við þeim. Sú skýrsla hefur nú verið birt. Þar kemur meðal ann- ars fram að Íslandspóstur áætlar að spara um 200 milljónir króna með fækkun dreifingardaga í dreifbýli. Þá færist það til tekna að mikil fjölg- un er á bögglasendingum erlend- is frá, meðal annars frá Kína. Tölu- vert hefur verið kvartað yfir þessari skertu þjónustu og kemur m.a. fram í skýrslunni að áskrifendur Morgun- blaðsins sætta sig illa við breytinguna sem felur í sér að þeir fá í mörgum tilfellum nokkurra daga gömul blöð þegar dreifingardagar eru fáir. Sendingar of stórar í póstkassana Í skýrslu Íslandspósts kemur fram að 1. apríl 2016 var þjónusta í dreif- býli takmörkuð við dreifingu ann- an hvern virkan dag. „Reiknað var með að spara um 50% af kostnaði við þessa aðgerð og má segja að það markmið hafi náðst frá fyrsta degi. Beinn sparnaður vegna færri vitjana nemur 170 mkr. árlega. Auk þess hefur svigrúm til flokkunar auk- ist sem leitt hefur til sparnaðar sem erfitt er að setja nákvæma tölu á. Sparnaðar áhrif eru í kringum 200 mkr. árlega,“ segir í skýrslunni. Þá segir einnig að frá því að ákvörðun var tekin um fækkun dreifingardaga í sveitum hefur orðið veruleg aukn- ing í skráðum sendingum á lands- vísu. „Þannig voru skráðar sending- ar um 20% fleiri á árinu 2016 en árið 2015, mest á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallsleg aukning í dreifbýli er á bilinu 10 - 15% og hefur hún haft nokkur áhrif á ákveðnar akstursleið- ir, bæði hvað varðar ferðatíma og rýmisnýtingu í bílum. Aukið magn skráðra sendinga hefur í för með sér að aka þarf heim að fleiri bæjum en áður, þar sem sendingar komast ekki í póstkassa. Þetta leiðir til þess að ferð landpósts tekur lengri tíma sem á lengri leiðum hefur stundum leitt til of langs ferðatíma. Bregðast hef- ur þurft við þessu á einstaka stöðum með endurskipulagningu landpósta- leiða og aukaferðum í einhverjum tilfellum, m.a. frá miðjum desember síðastliðnum.“ Kvartanir færri en búist var við Kvartanir sem borist hafa Íslands- pósti í kjölfar fækkunar dreifingar- daga í sveitum, eru aðallega vegna óreglulegra afhendingardaga, þar sem þeir eru ekki þeir sömu milli vikna. Íslandspóstur taldi nauðsyn- legt að hafa dreifingarfyrirkomulag með þeim hætti til að jafna út frídaga, sem koma upp, milli landpóstaleiða sem og til að ná auknum sparnaði í rekstri dreifikerfis, þar sem tekjur af rekstri þess nægja ekki til þess að standa undir kostnaði. „Miðað við umfang framan- greindra breytinga er það mat póst- húsasviðs Íslandspósts að fram- kvæmd þeirra hafi almennt gengið vel. Einnig hefur sú kostnaðarlækkun sem áætluð var gengið eftir. Kvart- anir eru mun færri frá móttakendum sendinga en búist var við. Rétt þykir að taka fram, að Íslandspóstur er vel í stakk búinn til þess að sinna aukinni þjónustu svo framarlega sem tekjur standa undir kostnaði.“ mm Íslandspóstur sparaði stórlega með skertri þjónustu Síðastliðinn sunnudag fór Frið- jón Guðmundsson bóndi á Hóli í Svínadal við fjórða mann frá Hóli til smalamennsku á Botnsheiði. Sést hafði til útigenginna kinda. Að sögn Friðjóns fundu þeir átta kindur syðst á afréttinum við Sellæk skammt frá Hvalvatni. Kindurnar reyndust vera frá tveimur bæjum í Hvalfjarðar- sveit og einum bæ í Lundarreykja- dal, tvær fullorðnar og sex lömb. Var féð í prýðilegu ástandi enda ekki jarðbönn á fjalli fyrr en um næstsíð- ustu helgi. Farið var á snjósleða og tveimur fjórhjólum. Færið var erf- itt, að sögn Friðjóns, mikill lausa- snjór og því ekki hægt að koma fjór- hjólum við nema á hluta leiðarinnar. Fjórhjól á beltum var það ökutæki sem best reyndist við þessar aðstæð- ur. Féð var ferjað niður að Draghálsi á snjósleðum og fjórhjólum þar sem það var sett á bíl. mm/ Ljósm. Jón Guðmundsson. Heimtu átta kindur af Botnsheiði Tvær fullorðnar og sex lömb Féð var ferjað á snjósleðum niður að Draghálsi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.