Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson hlh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Glöðustu hundar í heimi Nýverið náði ég þeim merka áfanga að hafa verið átta ár á samskiptamiðl- inum Facebook. Líklega hafði ég í fyrstu, líkt og margir, ætlað mér að sporna gegn freistingunni og beðið með að skrá mig þarna inn í ein tvö eða þrjú ár. En svo varð forvitnin skynseminni sterkari og ómældar þús- undir stunda hafa síðan legið í valnum. Ennþá heyrir maður af fólki sem ætlar aldrei að láta glepjast af þessum ósóma og finnur þessu fyrirbrigði rafrænna samskipta flest til foráttu. Ég skil vel það sjónarmið. Ekki síst að vilja nýta frítímann í annað og gagnlegra en að hanga framan við tölvu- eða símaskjá. Þá eru vissulega til margir eldri sem leggja ekki í þessa veg- ferð af skorti á tölvuþekkingu. Þarna hefur fólk í flestum tilfellum val, sem betur fer, og ennþá er ekki skilyrði að vera skráður á samfélagsmiðla, þótt í mörgum tilfellum geti það verið býsna hentugt. Í mínu starfi er til dæmis alveg útilokað að vera án þess að hafa möguleika á að opna þessi samskiptaforrit til að leita upplýsinga um mann og annan. Smám saman, eftir því sem árunum á Facebook hefur fjölgað, fer mað- ur ómeðvitað að þekkja vinina, mannkosti þeirra og eiginlega, og jafn- vel einstaka löst. Maður sér hvað þeim líkar, veit jafnvel um stjórnmála- skoðanir þeirra, trúarbrögð eða lífssýn. Sumum kynnist maður þannig upp á nýtt. Ég hef stundum velt því fyrir mér að hægt er að líkja sumum þessum einkennum við ólík afbrigði og eiginleika hundategunda. Hver kannast til dæmis ekki við einstaklinga sem hafa eðli veiðihunda, nú eða varðhunda, árásarhunda eða jafnvel kjölturakka? Nokkra Facebook-vini á ég allavega sem hafa mjög ákveðna samsvörun við árásarhunda; eru ekki fyrr búnir að heyra eitthvað um náungann, en hjólað er í viðkomandi og hann bitinn í hækilinn. Svo eru náttúrlega fjölmargar samsvaranir hefð- bundinna smalahunda við fólk sem ætíð er tryggt sínu viðfangsefni, lítur aldrei út fyrir rammann, fremur en smalahundur sem veit um kindahóp sem beina þarf á rétta braut. Ofur-samviskusamt fólk finnst einnig, með eiginleika ekki ósvipað labradorhundi sem hægt er að þjálfa til leiðsagnar fyrir blint fólk. Hver kannast svo ekki við vini á Facebook sem eru líkt og illa gefnir íslenskir fjárhundar; sígjammandi af minnsta tilefni? Ekk- ert síður má líkja mörgum yfirveguðum einstaklingum við hina þekktu Sankti Bernhardshunda. Ekki af því þeir eru sífullir og með whiskykút um hálsinn, heldur af því þeir eru þessir traustu og húsbóndahollu. Fólk sem myndi fylgja foryngja sínum í stjórnmálum fram af bjargbrún ef því væri að skipta. Margar hefðbundnar hundategundir sem viðurkenndar eru af hunda- ræktarfélögum eru sagðar „hreinræktaðar“. Einungis þeir hundar sem eru komnir af tveimur hreinræktuðum hundum eru taldir uppfylla þetta skil- yrði og verðmiðinn hækkar í réttu hlutfalli við það. Ekki er loku fyrir það skotið að sumir þeirra sem maður hefur séð til á samskiptamiðlum hljóti sjálfir að flokkast undir slíkan eðalstofn og telja sig því „dýrari“ eða öllu heldur „æðri“. Þeir sem ekki þola líffræðilega blöndun framandi kynstofna og leggja því fæð á flóttafólk og aðra sem þeim eru ekki þókn- anlegir. En hugtakið um hreinræktun er afar umdeilt enda getur verið til staðar erfðafræðileg brenglun út frá smæð stofns. Ég kýs að fara ekki nánar út í það. En er samt ekki dálítið til í því að fasi fólks á samfélagsmiðlum megi líkja við hin ólíku einkenni og skapgerðir hunda? Ég hallast að því. Vin- um mínum til hughreystingar segi ég hins vegar að flestir eru þeir ýmist sauðtryggir St. Bernhards eða samviskusamir Labradorar. Einstaka síg- jammandi íslenskur fjárhundur er þó í hópnum. Þeir geta alltaf séð að sér og tekið upp boðskapinn í lagi Friðriks Dórs sem syngur um glaðasta hund í heimi. Þá verður jú veröldin öll svo miklu bjartari og fallegri. Magnús Magnússon. Leiðari Hæstiréttur sneri síðastliðinn fimmtudag við dómi Héraðsdóms Vesturlands frá 9. maí 2016 í máli sem snýst um veiðirétt í Staðará á Snæfellsnesi. Harðar deilur hafa verið um málið á liðnum árum, en Staðará er með bestu sjóbirtingsám landsins. Með dómi Hæstaréttar er eigandi jarðarinnar Traða, fyrirtæk- ið Á eyrunum ehf., sýknað af kröfu stefnda sem er Kirkjumálasjóður og eigandi prestsetursins á Staðastað. Ágreiningur aðila laut að því hvort jörðin Traðir ætti veiðirétt í Staðará eða hvort veiðirétturinn tilheyrði óskipt jörðinni og prests- setrinu Staðastað. Fyrir lá að Traðir og Traðabúð hefðu lengst af verið hjáleigur frá heimajörðinni Staða- stað og þær ekki notið annarra hlunninda en þeirra sem sérstak- lega hafði verið getið í heimildum, þar á meðal í landamerkjaskrá frá árinu 1884, og hefði réttur til lax- og silungsveiði í Staðará ekki verið á meðal þeirra. Í landskiptum árið 1939 var hjáleigunum skipt út úr Staðastað og þær sameinaðar í eina jörð undir nafninu Traðir. Í reifun Hæstaréttar um málið segir að virt- um gögnum þess væri ekki séð að á því sameignarfyrirkomulagi hefði síðar verið gerð breyting af hálfu þeirra sem til þess væru bærir og stæði það því óbreytt. Samkvæmt framansögðu var Á eyrunum ehf. sýknað af kröfu Kirkjumálasjóðs um viðurkenningu á því að all- ur veiðiréttur í Staðará fyrir landi Staðastaðar tilheyrði óskipt prests- setrinu. Hæstiréttur dæmir Kirkjumála- sjóð jafnframt til greiðslu tveggja milljóna króna í málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti. mm Kirkjumálasjóður tapar deilumáli um veiðirétt í Staðará Háskólinn á Bifröst ætlar í haust að bjóða upp á nýtt meistaranám í markaðsfræðum í fjarnámi með tilheyrandi vinnuhelgum í hverri lotu. Um verður að ræða 90 ein- inga nám sem hægt verður að ljúka með MS gráðu og einnig MMM (Master of Marketing Manage- ment) gráðu. Nám til MS gráðu verður þannig upp byggt að af 90 einingum ljúka nemendur tíu nám- skeiðum (60 einingar) og MS rit- gerð í lokin sem metin er til 30 ein- inga. Í MMM gráða felst hins veg- ar 90 eininga viðbótarnám á meist- arastigi án lokaritgerðar. Nemend- ur ljúka þá 15 námskeiðum. „Í tíu ár hefur BS markaðsfræði- nám á Bifröst verið í sérflokki á Ís- landi með fjölbreyttu úrvali mark- aðsfræðiáfanga og samhliða auk- inni eftirspurn eftir meistaranámi við viðskiptadeild verður meist- aranám í markaðsfræðum í boði frá og með haustönn 2017. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við markaðsmál og hafa þegar reynslu af markaðs- og sölumálum en vilja dýpka þekk- ingu sína á fjölbreyttri flóru mark- aðsfræðinnar,“ segir í frétt frá skól- anum. Þá segir að í öllu námi Há- skólans á Bifröst sé lögð áhersla á hagnýtt nám og meistaranám í markaðsfræðum veiti nemendum haldgóða og nauðsynlega þekkingu fyrir starfsumhverfi markaðsstjóra í dag. „Meistaranám í markaðsfræð- um er heildstætt nám sem inniheld- ur víðtæk námskeið, allt frá mark- aðslegri stefnumótun til stafrænna markaðssamskipta en slík kunnátta og þekking er sífellt mikilvægari í þjónustu og samskiptum við neyt- endur. Nemendur geta valið að skrifa lokaritgerð (MS eða sækja 5 valnámskeið (MMM gráða).“ Nánar er hægt að lesa um fyrir- komulag, inntökuskilyrði, skrán- ingarfrest og annað inni á vef skól- ans; bifrost.is. mm Bjóða upp á nýtt meistaranám í markaðsfræðum á Bifröst Malarvegurinn frá Hvanneyri að Hvítárvöllum í Andakíl er með þeim lélegri sem um getur, og er þó samanburð víða að finna. Íbúar á svæðinu eru langþreyttir á ástand- inu og segjast ekki geta orða bund- ist lengur um þá lítilsvirðingu sem Vegagerð og fjárveitingavaldið sýn- ir landsbyggðinni. Katrín Arna Ólafsdóttir á Hvítárvöllum tók meðfylgjandi mynd af veginum 26. mars síðastliðinn. Hún segir fróða menn hafa verið að reyna að rifja það upp hvenær vegurinn fékk síð- ast ærlegt viðhald með ofaníburði og endurbyggingu. „Þá rekur ekki minni til að nokkuð hafi verið gert í viðhaldi þessa vegar, utan einstaka heflun, síðan árið 1969, eða í 48 ár. Þá var ekið talsverðu efni í veginn og hann byggður upp. Bílstjóri sem verður að aka þarna um á hverjum degi segir að til séu tvær gerðir af malarvegum. Annars vegar venju- legir malarvegir með holum sem hægt er að laga tímabundið með vegheflun, en hins vegar drullu- slóðar eins og Hvítárvallavegurinn sem eru án efnis og verða því drullusvað við heflun. Hefl- un slíkra vega hjálpar því ekkert og hefur sömu áhrif og hræra í sósupotti,“ segir Katrín Arna. Katrín Arna kveðst vera orðin langþreytt á ástandinu. „Ég hef rætt við forsvarmenn sveitarfélagsins, ráðherra, fulltrúa Vegagerðarinnar og æðsta mann fjárveitinga- valdsins sem jafnframt er fyrsti þingmaður okkar. Allir fara þeir í vörn þegar mað- ur færir ástandið í tal. Sorg- legast af öllu er að búið var að ákveða fjárveitingu í við- hald vegarins sem síðan var blásin af með niðurskurði til vegamála. Ég segi einfald- lega hingað og ekki lengra! Við erum skattborgarar eins og aðrir landsmenn og get- um ekki sætt okkur við svona lagað lengur,“ segir Katrín Arna Ólafsdóttir. mm/ Ljósm. kaó Vegur án ofaníburðar í 48 ár

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.