Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 201712
Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir
forstöðumaður fór yfir ársskýrslu
Starfsendurhæfingar Vesturlands á
aðalfundi sem haldinn var síðast-
liðinn miðvikudag. Í máli henn-
ar kom fram að á árinu 2016 var
heildarfjöldi tilvísana 120 vegna
70 einstaklinga. Tilvísanirnar bár-
ust vegna einstaklinga sem búsettir
eru á Akranesi, Dalabyggð, Borg-
arbyggð og Hvalfjarðarsveit. Karl-
ar eru aðeins þriðjungur þeirra
sem nýta sér þjónustu StarfVest
og hefur hlutfall þeirra lækkað frá
fyrra árinu 2015.
Thelma taldi að þetta hlutfall
endurspeglaði skjólstæðinga Virk
starfsendurhæfingasjóðs. Það væri
þekkt að konur væru líklegri til
að þiggja og vilja þjónustu starfs-
endurhæfingar. Þá sagði hún að
vinnuprófun hefði leitt í ljós vilja
fólks í starfsendurhæfingu til að
vera á vinnumarkaði. Þó fólk gæti
aðeins verið í 15 til 20 prósent
starfshlutfalli þá væri skýr vilji til
að vera á vinnumarkaði. Hún sagði
fólk eiga auðveldara með að finna
hlutastarf en síðustu ár, ástandið í
þjóðfélaginu hefði farið batnandi
og það leiddi til þess að fólk hefði
ef til vill fleiri tækifæri til að starfa
í hlutastarfi. Sömuleiðis væri meiri
eftirspurn og auðveldara að koma
fólki í starfsendurhæfingu innan
fyrirtækja.
Því næst steig Inga Dóra Hall-
dórsdóttir stjórnarmaður Starf-
Vest í pontu og fór yfir ársreikn-
inginn. Rekstrartekjur Starfs-
endurhæfingar Vesturlands voru
rúmar 42 milljónir árið 2016 sam-
anborið við 31 milljón árið áður.
Taldi Inga Dóra það til marks um
að greinilega væri þörf fyrir þjón-
ustu starfsendurhæfingarinnar. Að
sama skapi hækkuðu rekstrargjöld
og voru tæpar 42 milljónir saman-
borið við 28 milljónir árið 2015.
Rekstrarniðurstaðan að teknu til-
liti til fjármagnsgjalda var því rétt
rúmlega 1400 þúsund krónur.
kgk
Skýr vilji til að vera
á vinnumarkaði
Svipmynd frá fundinum.
Inga Dóra Halldórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Símenntunarmið-
stöðvar Vesturlands, flutti greinar-
gerð um starsemi miðstöðvarinnar
á aðalfundi síðasta miðvikudag. Í
máli hennar kom fram að töluverð-
ar breytingar hefðu orðið á starfs-
mannahaldi á liðnu ári, en stöðu-
gildin eru rétt tæplega fimm á árs-
grundvelli. Auglýst var eftir starfs-
manni í Snæfellsbæ og ákvað Sí-
mennt að láta staðsetningu starfs-
stöðvarinnar ráðast af því hvar við-
komandi væri búsettur. Ráðinn var
starfsmaður búsettur í Ólafsvík og
því leigir Símennt starfsaðstöðu
þar. Starfsstöðvar Símennt eru
þrjár, en auk ofangreindrar starfs-
stöðvar í Ólafsvík eru stöðvar í
Borgarnesi og á Akranesi.
Rekstrartölur, bæði tekjur og
gjöld, lækka frá fyrra ári og skýrist
það af því að árið 2015 tók Símennt
þátt í stóru samstarfsverkefni sem
miðaði að því að hækka mennt-
unarstig í Norðvesturkjördæmi.
Því lækka allar tölur um nokkrar
milljónir frá árinu 2016. Tap varð á
rekstrinum upp á tæpar fimm millj-
ónir króna, en er það engu að síð-
ur í samræmi við fjárhagsáætlun.
„Í öllum rekstri, eins og fólk þekk-
ir, tökum við dýfur inn á milli. Við
höldum ró okkar þó að ekki ári al-
veg nógu vel núna. Ég er full bjart-
sýni,“ sagði Inga Dóra á fundin-
um. Hún bætti því við að framlag á
fjárlögum væri 21% af rekstri. Það
væri svipað og verið hefði en færi
þó frekar minnkandi en sértekjur
væru að aukast.
Mikill ávinningur
Tæknimessu
Á árinu 2016 voru 735 þátttakend-
ur í námskeiðum og lengra námi
hjá Símenntunarmiðstöð Vestur-
lands og fækkaði þeim örlítið á
milli ára. Fjöldi nemendastunda var
37.692, en það er er fjöldi nemenda
margfaldaður með fjölda kennslu-
stunda. Er það rétt rúmlega þús-
und nemendastundum færra en á
síðasta ári. Þegar hlutfall nemend-
astunda er skoðað eftir flokkum þá
kemur í ljós að um 46% er starfs-
tengt nám á borð við stóriðjuskóla
Norðuráls og fiskvinnslunámskeið,
30% er nám fyrir innflytjendur og
það hefur færst í aukana undanfar-
ið. Alls 16% er dreifnám og fimm
prósent er Fjölmennt, nám fyr-
ir fólk með fötlun. Það sagði Inga
Dóra hafa verið að aukast en Sí-
mennt vildi gjarnan gera enn betur.
Hún taldi hins vegar vanta stefnu-
mótun af hálfu stjórnvalda og vildi
gjarnan sjá fleiri menntunarúrræði
og -tækifæri fyrir fólk með fötlun.
Náms- og starfsráðgjöf hefur
færst í aukana sem og raunfærni-
mat. Til dæmis þreyttu ellefu raun-
færnimat í matartækni á síðasta
ári og tíu í skrifstofugreinum. Var
matið framkvæmt í samstarfi við
Menntaskólann í Kópavogi.
Símenntunarmiðstöðin kom
að skipulagningu og framkvæmd
Tæknimessu sem haldin var í Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á síðasta
ári. Markmið hennar var að kynna
ungmenni möguleika á góðum
störfum innan iðnaðar, hvaða iðn-
nám er í boði við Fjölbrautaskóla
Vesturlands og kynna gesti öflug-
an iðnað í landshlutanum. Tækni-
messu sóttu um 700 ungmenni í
8.-10. bekk grunnskóla á Vestur-
landi. „Ég held að ávinningur af
Tæknimessu hafi verið mikill. Hún
fékk góð viðbrögð og af henni má
draga lærdóm. Vonandi heldur hún
áfram,“ sagði Inga Dóra.
kgk
Rannsóknarnefnd Alþingis hef-
ur sannreynt að þýski bankinn
Hauck & Aufhäuser var aldrei í
reynd fjárfestir í Búnaðarbankan-
um þegar 45,8% hlutur ríkisins í
honum var seldur í janúar 2003,
ólíkt því sem haldið var fram allt
frá upphafi. Það er afdráttarlaus
niðurstaða rannsóknarnefndar
Alþingis að stjórnvöld hafi skipu-
lega verið blekkt í aðdraganda og
kjölfar sölunnar. „Ítarleg skrifleg
gögn sýna með óyggjandi hætti
að þýski bankinn Hauck & Auf-
häuser, Kaupþing hf. á Íslandi,
Kaupthing Bank Luxembourg og
hópur manna sem vann fyrir og
í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfest-
is notuðu leynilega samninga til
að fela raunverulegt eignarhald
þess hlutar sem Hauck & Auf-
häuser átti í orði kveðnu,“ segir
í tilkynningu frá formanni rann-
sóknarnefndar Alþingis. „Í raun
var eigandi hlutarins aflandsfé-
lagið Welling & Partners, skráð
á Tortóla á Bresku Jómfrúareyj-
um. Með fjölda leynilegra samn-
inga og millifærslum á fjármun-
um, m.a. frá Kaupþingi hf. inn á
bankareikning Welling & Part-
ners hjá Hauck & Aufhäuser var
þýska bankanum tryggt skaðleysi
af viðskiptunum með hluti í Bún-
aðarbankanum.“
„Síðari viðskipti á grundvelli
ofangreindra leynisamninga
gerðu það að verkum, að Well-
ing & Partners fékk í sinn hlut
rúmlega 100 milljónir Banda-
ríkjadala sem voru lagðar inn á
reikning félagsins hjá Hauck &
Aufhäuser. „Snemma árs 2006,
eða um þremur árum eftir við-
skiptin með eignarhlut ríkisins
í Búnaðarbankanum, voru 57,5
milljónir Bandaríkjadala greidd-
ar af bankareikningi Welling &
Partners til aflandsfélagsins Mar-
ine Choice Limited sem stofn-
að var af lögfræðistofunni Mos-
sack Fonseca í Panama en skráð
á Tortóla. Raunverulegur eig-
andi Marine Choice Limited var
Ólafur Ólafsson. Um svipað leyti
voru 46,5 milljónir Bandaríkja-
dala greiddar af bankareikningi
Welling & Partners til aflandsfé-
lagsins Dekhill Advisors Limited
sem einnig var skráð á Tortóla.
Ekki liggja fyrir óyggjandi upp-
lýsingar um raunverulega eig-
endur Dekhill eða hverjir nutu
hagsbóta af þeim fjármunum sem
greiddir voru til félagsins.“
Ítarlega er fjallað um mála-
vexti í skýrslu rannsóknarnefnd-
ar Alþingis sem gerð var opinber
í síðustu viku. Hún er aðgengi-
leg á vef rannsóknarnefndar Al-
þingis og í henni er meðal annars
að finna tölvupóstsamskipti milli
ofangreindra aðila. Þau sýna
hvernig íslensk stjórnvöld voru
blekkt og hvernig rangri mynd af
viðskiptunum var haldið að fjöl-
miðlum og almenningi. „Á hinn
bóginn bendir ekkert til annars en
að öðrum aðilum innan fjárfesta-
hópsins sem keypti hlut ríkisins
í Búnaðarbankanum, S-hópsins
svokallaða, hafi verið ókunnugt
um leynisamningana og að þeir
hafi staðið í þeirri trú að Hauck
& Aufhäuser væri raunverulegur
eigandi þess hlutar sem hann var
skráður fyrir.“
mm
Stjórnvöld, fjölmiðlar
og almenningur blekkt
Símenntunarmiðstöð Vesturlands:
Nær helmingur nemendastunda í starfstengdu námi
Svipmynd af fiskvinnslunámskeiði sem Símennt stóð fyrir á Snæfellsnesi í janúar. Námskeið í ítalskri matargerð var á Akranesi í vor.