Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 201724 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness LYFTULEIGA - ÞUNGAFLUTNINGAR DRÁTTARBÍLL - BÍLAFLUTNINGAR Síðastliðið föstudagskvöld fór fram lokakeppni í Vesturlandsdeild- inni í hestaíþróttum í vetur þegar keppt var í tölti og skeiði. Í keppni föstudagsins var það Konráð Val- ur Sveinsson frá Laugarvöllum sem sigraði næsta örugglega á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu í flugskeiði. Tíminn var 4,89 sek. Í öðru sæti varð Styrm- ir Sæmundsson á Skjóna frá Stapa á tímanum 5,26 sek. Þriðja varð Þór- dís Fjeldsted á Glóru frá Skógskoti, fjórði Jón Bjarni Þorvarðarson á Haka frá Bergi og fimmti Hauk- ur Bjarnason á Þórfinni frá Skán- ey. Leikar fóru þannig að Sigurodd- ur Pétursson sigraði í einstaklings- keppninni, hélt forystu sem hann náði eftir fyrsta keppniskvöld og hélt henni allan tímann. Yfirburðir liðs Leiknis/Skáneyjar héldu sömu- leiðis áfram í liðakeppninni allt til loka en Reykdælingarnir hömpuðu liðakeppnisplatta fyrir öll keppnis- kvöldin og röðuðu sér svo í hnapp í 2.-5. sæti í keppni einstaklinga. Árangur Sigurodds Péturssonar var glæsilegur á mótinu. Hann sigr- aði bæði í fjórgangi og tölti, hafnaði í þriðja sæti í fimmgangi og gæðinga- fimi, í sjötta sæti í slaktaumatölti og níunda sæti í flugaskeiði sem var því eina greinin sem hann gekk stiga- laus frá. 19 af 24 keppendum kom- ust á blað í einstaklingskeppninni en endanleg staða var sem hér segir: 1. Siguroddur Pétursson - 35 stig 2. Randi Holaker - 29 stig 3. Haukur Bjarnason - 28 stig 4. Konráð Valur Sveinsson - 27 stig 5. Berglind Ragnarsdóttir - 20,5 stig 6. Heiða Dís Fjeldsted - 15 stig 7. Þórdís Fjeldsted - 11,5 stig 8. Jón Bjarni Þorvarðarson - 11 stig 9. Styrmir Sæmundsson - 10 stig 10. Þorgeir Ólafsson - 9,5 stig 11.-12. Benedikt Þór Kristjánsson - 6 stig 11.-12. Guðný Margrét Sigurodds- dóttir - 6 stig 13.-14. Bjarki Þór Gunnarsson - 5 stig 13.-14. Anna Dóra Markúsdóttir - 5 stig 15. Iðunn Silja Svansdóttir - 4,5 stig 16. Halldór Sigurkarlsson - 3,5 stig 17.-18. Guðbjartur Þór Stefánsson - 3 stig 17.-18. Linda Rún Pétursdóttir - 3 stig 19. Guðmundur M. Skúlason - 1,5 stig Úrslit í liðakeppninni: 1. Leiknir/Skáney - 268,5 stig 2. Berg/Hrísdalur - 216,5 stig 3. Snókur/Cintamani - 168,5 stig 4. Fasteignamiðstöðin - 161,5 stig 5. Gufudalur/Arnbjörg/Söðulsholt - 145 stig 6. KB/Fígaró/Mosi ehf - 64 stig. Liðin Gufudalur/Arnbjörg/Söð- ulsholt og KB/Fígaró/Mosi ehf falla því úr leik og þurfa að fara í gegnum úrtöku fyrir næsta tímabil, en liðin í efstu fjórum sætum halda keppnis- rétti fyrir næsta mót svo framarlega sem meirihluti liðsmanna heldur áfram keppni. mm/ Ljósm. iss. Keppni í Vesturlandsdeildinni lokið Siguroddur sigurvegari í einstaklingskeppni en Skáney/Leiknir í keppni liða Leikni/Skáney var með afgerandi forystu í liðkeppninni. F.v. Konráð Valur, Berglind, Haukur og Randi. Haukur, Randi og Siguroddur, efst í einstaklingskeppninni. Siguroddur Pétursson sigraði örugglega í einstaklingskeppninni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.