Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2017 13
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga
auglýsir stöðu félagsráðgjafa
lausa til umsóknar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Umsækjandi skal hafa starfsbundin réttindi félagsráðgjafa.
Laun skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og
viðkomandi stéttarfélags.
Skriflegar umsóknir er tilgreini nöfn a.m.k. 2ja umsagnaraðila,
menntun, fyrri störf og sakavottorð berist undirrituðum
sem jafnframt veitir frekari upplýsingar.
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS) annast félags- og
skólaþjónustu og barnavernd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi,
þeirra Snæfellsbæjar, Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar,
Helgafellssveitar og Eyja-og Miklaholtshrepps.
Hjá FSS starfa auk forstöðumanns, 2 sálfræðingar,
2 félagsráðgjafar, 2 þroskaþjálfar, náms- og starfsráðgjafi,
talmeinafræðingur auk starfsfólks dagþjónustu-
og hæfingarstöðva, heimaþjónustu og annarra þjónustu- þátta
fatlaðs fólks.
Umsóknarfrestur er til 18. apríl.
Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður Klettsbúð 4,
360 Snæfellsbæ sveinn@fssf.is; s. 430-7800 og 861-7802
Næstu blöð af Skessuhorni:
Þriðjudaginn 11. apríl
Miðvikudaginn 19. apríl
Miðvikudaginn 26. apríl
Vegna páskavikunnar sem framundan
er verður Skessuhorn næstu viku gefið
út degi fyrr en venjulega og kemur út
þriðjudaginn 11. apríl. Fyrsta blað eftir
páska kemur út miðvikudaginn 19. apríl.
Aðsent efni og auglýsingar til birtingar
óskast sendar fyrr en venjulega með
tilliti til þessara útgáfudaga.
www.skessuhorn.is
Uppbygging ferðaþjónustu stend-
ur nú yfir á jörðinni Þórdísarstöð-
um í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Það
er félagið Dísarbyggð ehf. sem
stendur að framkvæmdunum en
félagið festi nýlega kaup á jörðinni.
Að sögn Sæmundar Runólfsson-
ar, forsvarsmanns Dísarbyggðar
ehf. og eins eigenda félagsins, eru
fimm smáhýsi í byggingu á Þórdís-
arstöðum. „Í hverju húsi eru tvær
gistieiningar en gert er ráð fyrir að
heildar gistirými verði 20. Þetta er
fyrsti áfangi framkvæmdanna en ef
vel gengur munum við fjölga hús-
unum,“ segir Sæmundur sem von-
ast til að lokið verði við þau hús
sem eru í byggingu í júní.
„Frekari uppbygging hefur ekki
verið ákveðin. Á Þórdísarstöðum
er hins vegar gamalt íbúðarhús og
útihús sem bjóða upp á ákveðna
möguleika. Fyrst um sinn munum
við gera þau snyrtileg að utan og
taka til í kringum þau.“
Sæmundur segir Eyrarsveit-
ina mjög hentugan stað fyrir upp-
byggingu af þessu tagi. „Snæfells-
nesið hefur upp á margt að bjóða.
Hér eru margar náttúruperlur,
söguslóðir og fjöldi áhugaverðra
gönguleiða. Frá Þórdísarstöðum
er svo mjög gott útsýni að Kirkju-
fellinu, einu mest myndaða fjalli á
landinu,“ segir hann og bætir því
við að aðstandendur Dísarbyggða
bindi vonir við að ferðamönnum
muni fjölga á Vesturlandi. „Suð-
urlandið er afar þétt setið og því
sjáum við fyrir að straumurinn
muni liggja hingað enda nóg að
gera og sjá.“
hlh
Byggja upp ferðaþjónustu
á Þórdísarstöðum
Kirkjufellið blasir fallega við frá Þórdísarstöðum í Eyrarsveit. Ljósm. tfk.
Leikdeild Ungmennafélags Staf-
holtstungna í Borgarfirði er fjörutíu
ára á þessu ári. Á þessum fjórum ára-
tugum hefur deildin fært upp fjöl-
mörg verk, stór og smá, ýmist eftir
heimafólk eða aðra. Nú á afmælis-
árinu var ákveðið að færa á fjalirn-
ar franskan ærslaleik sem í íslenskri
þýðingu nefnist Einn koss enn og ég
segi ekki orð við Jónatan. Sýnt er í
félagsheimilinu Þinghamri og leik-
stjóri er Hörður Sigurðarson leik-
listargúrú úr Kópavogi. Höfund-
ur verksins er Mark Camoletti sem
er eitt afkastamesta leikritaskáld
Frakka á liðinni öld. Á frummálinu
nefnist verkið Boeing-Boeing og er
þar vísað til þekktrar flugvélateg-
undar sem einmitt var verið að taka
í gagnið um svipað leiti og verkið
var fyrst fært á fjalirnar ytra. Ærsla-
leikur þessi fjallar um karlmann sem
ekki er við eina fjölina felldur. Hann
heldur við þrjár konur sem eiga
það sameiginlegt að vera flugfreyj-
ur, en starfa hjá sitthvoru flugfélag-
inu. Í „landlegum“ dvelja konurnar í
góðri trú hjá unnusta sínum. Engin
þeirra veit af hinum. Málin flækjast
því töluvert þegar flugfélögin sem
konurnar starfa hjá kaupa hljóðfráar
farþegaþotur þannig að gömlu flug-
áætlanirnar breytast og óregla kemst
á skipulag unnusta þeirra til að koma
í veg fyrir „árekstra“ á heimilinu.
Töluvert mikið koma síðan við sögu
úrræðagóð ráðskona á heimilinu,
sem leikin er af Ásu Erlingsdóttur,
og vinur heimilisföðursins sem Ás-
geir Ásgeirsson formaður leikdeild-
ar túlkar. Hinn fjöllyndi heimilisfað-
ir er leikinn af Birgi Haukssyni en í
hlutverki flugfreyjanna eru þær Sig-
urlaug Kjartansdóttir, Sigrún Bára
Gautadóttir og Hrefna Þorbjarnar-
dóttur.
Verk þetta byggir á stuttum sen-
um, fjölmörgum innkomum og
flóknu samspili herbergja á heim-
ilinu. Oft má litlu muna að árekstr-
ar verði þegar allt upp í þrjár unn-
ustur dvelja á sama tíma á heim-
ilinu án þess að vita af hver annarri
og allt virðist vera að fara úr bönd-
unum í skipulagningu hins fjöllynda
heimilisföðurs. Líklega á vel við að
nota heitið ringulreið um ástandið
þegar leikar taka að æsast. Leikar-
ar og starfsfólk sýningarinnar unnu
sitt verk af kostgæfni og úr varð hin
skemmtilegasta kvöldstund þegar
verkið var frumsýnt síðastliðið föstu-
dagskvöld. Alltaf dáist ég af því góða
fólki sem tekur frá allar frístundir
í tvo eða þrjá mánuði til að æfa og
setja upp leikrit. Borgfirðingar virð-
ast vera sérlega iðnir við kolann, því
nokkur verk hafa verið í sýningu í
vetur, hvert öðru betra. Ástæða er til
að hvetja héraðsbúa til að fjölmenna
í Þinghamar og samfagna með leik-
deild Tungnamanna á afmælisárinu.
Næstu sýningar verða fimmtudag,
föstudag og á pálmasunnudag. Hefj-
ast þær allar klukkan 20:30.
mm
Frumsýndu franskan
spuna á afmælisári
Að lokinni frumsýningu á föstudaginn var leikurum og starfsfólki í sýningunni færð blóm og risastór veisluterta í tilefni
áfangans.
Leikarar í sýningunni. Eftri röð f.v. Sigurlaug Kjartansdóttir, Sigrún Bára Gauta-
dóttir og Hrefna Þorbjarnardóttir. Neðri röð f.v. Birgir Hauksson, Ása Erlingsdóttir
og Ásgeir Ásgeirsson.