Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 201710 Stjórn HB Granda hefur ákveð- ið að setja í útboð smíði nýs frysti- togara. Togarinn er hannaður af Rolls Royce í Noregi og verður 81 m langur, 17 m breiður og hef- ur lestarrými fyrir um þúsund tonn af frystum afurðum á brettum. Gert er ráð fyrir að ákvörðun um smíð- ina liggi fyrir í byrjun maí næst- komandi og að smíðinni ljúki í árs- lok 2019. „Ekki eru fyrirhugaðar frekari nýsmíðar af hálfu félagsins að svo stöddu en félagið gerir nú út þrjá frystitogara sem eru smíðaðir á árunum 1988-1992, fjóra ísfisktog- ara og tvö uppsjávarveiðiskip,“ seg- ir í tilkynningu frá fyrirtækinu. mm HB Grandi býður út smíði á nýjum frystitogara Teikning af frystitogaranum sem hannaður er af Rolls Royce. . Haraldur Bene- diktsson fyrsti þing- maður Norðvestur- kjördæmis og odd- viti Sjálfstæðis- manna sendi stjórn HB Granda sameig- inlega ályktun fyr- ir hönd allra þingmanna kjördæm- isins síðastliðið þriðjudagskvöld. Þar er skorað á fyrirtækið að ganga þegar til viðræðna við bæjaryfirvöld á Akranesi og falla frá áformum um lokun fiskvinnslu á Akranesi: „Til stjórnar HB Granda Þingmenn NV kjördæmis hafa á undanförnum árum fylgst með áformum um uppbyggingu fyrir- tækisins á Akranesi, til framtíðar. Bæjarstjórn Akra- nes hefur á fundum kynnt þingmönn- um þau áform og þann undirbúning sem unninn hef- ur verið af þeirra hendi. Það kom því á óvart að fyrirtæk- ið kynnti í gær áform um að draga verulega úr starfsemi sinni á Akra- nesi. Ljóst er að það hefur í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið á Akranesi. Þingmenn kjördæmisins skora á stjórn HB Granda að fresta að- gerðum um skerðingu á starfsemi og taka upp viðræður við bæjar- yfirvöld á Akranesi um áform þau sem hafa verið í undirbúningi um framtíðaruppbygginu fyrirtækisins á Akranesi.“ mm Allir þingmenn NV kjördæmis sendu HB Granda áskorun Stjórn HB Granda ákvað síðastlið- inn miðvikudag að ganga til við- ræðna við bæjarstjórn Akraness um bætta aðstöðu í Akraneshöfn með tilheyrandi vinnu við skipu- lag, uppfyllingur og sjóvarnir. Um leið sló fyrirtækið á frest til 1. september nk. boðuðum uppsögn- um 93 starfsmanna í fiskvinnslu á Akranesi. Á fundi trúnaðarmanna HB Granda og forsvarsmanna fyr- irtækisins um miðjan dag var rætt um áform félagsins að loka botn- fiskvinnslu félagsins á Akranesi. Þar kom fram vilji forsvarsmanna HB Granda um að ganga til við- ræðna við bæjarstjórn Akraness í samræmi við viljayfirlýsingu henn- ar frá því deginum áður og sagt var frá í síðasta Skessuhorni. Reynt verður að ljúka þessum viðræð- um sem fyrst. Náist ekki jákvæð niðurstaða þá verður að óbreyttu botnfiskvinnslu HB Granda hætt á Akranesi 1. september 2017. Þessi niðurstaða þýðir að fyrir- tækið frestar um a.m.k. tvo mánuði að segja starfsfólki á Akranesi upp með lögbundnum þriggja mánaða fyrirvara. Vilhjálmur Vilhjálms- son forstjóri tekur skýrt fram að ef viðræður við bæjaryfirvöld leiða ekki til jákvæðrar niðurstöðu, svo sem um bætta hafnaraðstöðu, þá verði starfsfólki sagt upp með lög- bundnum uppsagnarfresti fyrir lok maí, þannig að þær taki gildi 1. september. „Nú er málið í skoðun og verður unnið eins hratt og vel og okkur er unnt. Það er vilji okk- ar hjá HB Granda að vinna þetta mál af alvöru og af fullri einurð. Hafa ber þó í huga að til lausnar á þessu máli HB Granda og Akra- neskaupstaðar þarf þriðji aðili að koma að borðinu,“ sagði Vilhjálm- ur og á þar við Faxaflóahafnir sem Reykjavíkurborg á meirihluta í og fara með eignarhald Akraneshafn- ar. Þá mun Orkuveita Reykjavíkur einnig þurfa að ljúka við tenging- ar og lagningu veitukerfis á hafn- arsvæðinu ef af framkvæmdum verður. „Okkar stærsta áskorun er að standa fyrir rekstri sem stend- ur undir sér,“ sagði forstjóri HB Granda við þetta tilefni og ítrek- aði að endanleg ákvörðun í málinu liggur ekki fyrir. Í viljayfirlýsingu bæjarstjórn- ar Akraness frá því 28. mars kom m.a. fram að lýst er eindregnum vilja til að ganga frá samkomulagi við HB Granda og Faxaflóahafnir um gerð landfyllingar og nauðsyn- legar endurbætur á hafnaraðstöðu við Akraneshöfn til að unnt sé að koma til framkvæmda áformum fyrirtækisins frá 2007 og 2014 um uppbyggingu á Akranesi. Í því felst að gerð verður um það bil fjögurra hektara landfylling í Akraneshöfn með tilheyrandi sjóvörn. Á land- fyllingunni verða skipulagðar lóð- ir fyrir starfsemi HB Granda m.a. fyrir fiskvinnsluhús, frystigeymslu og uppsjávarvinnsluhús. Akranes- kaupstaður skuldbindur sig til að gera nauðsynlegt skipulag svæðis- ins, aðalskipulag og deiliskipulag. Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA sat ásamt trúnaðarmönn- um starfsfólks HB Granda fund með forstjóra fyrirtækisins á mið- vikudag, en í framhaldi þess fund- ar mætti starfsfólk fyrirtækisins einnig til fundar. Vilhjálmur fagn- aði niðurstöðu dagsins og sagði um áfangasigur að ræða og fagnaði því jafnframt að hlustað hafi verið á Skagamenn í þessu máli; verka- lýðsfélag, bæjarstjórn og þing- menn sem hafa beitt sér til lausnar. Starfsfólki HB Granda var augljós- lega einnig mjög létt við þessi tíð- indi. Fólk sem blaðamaður ræddi við gat þess að nú gæfist bæjar- yfirvöldum svigrúm til að standa við stóru orðin og fyrirheitin sem gefin voru daginn áður. Jafnframt þótt mál fari á versta veg gæfist fólki þó í það minnsta lengri tími til að skoða aðra kosti í atvinnu- málum. mm Fresta uppsögnum og taka upp viðræður um bætta aðstöðu Ef stækka á hafnarsvæðið á Akra- nesi til að koma til móts við þarf- ir HB Granda til uppbyggingar fiskvinnslu á Akranesi þarf að búa til nýtt fjögurra hektara land og hlaða nýjan sjóvarnagarð. Þegar stækkun hafnarsvæðisins var síð- ast til umræðu, árið 2014, var enn meiri stækkun til umræðu, eða allt að sjö hektarar. Áætlað er að kostnaður Faxaflóahafna við verk- ið gæti numið um eða yfir tveim- ur milljörðum króna. Á móti þeim kostnaði verða vissulega til verðmætar lóðir á hafnarsvæð- inu. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að auk þess verði að ráðast í gerð nýs aðalskipulags fyrir svæðið og í framhaldi þess vinna deiliskipu- lag. Loks þarf Skipulagsstofnun að skera úr um hvort verkefnið sé umhverfismatsskylt. „Fastlega má gera ráð fyrir að þessi vegferð öll taki langan tíma, eða allt upp í fjögur ár taki menn ákvörðun um að ráðast í verkið og HB Grandi undirriti viljayfirlýsingu um upp- byggingu á Akranesi,“ segir Gísli. Faxaflóahafnir yrðu fram- kvæmdaaðili við stækkun Akra- neshafnar ef til þessa kemur. „Það er forsenda ákvörðunar um fram- kvæmdir að samkomulag liggi fyr- ir milli Faxaflóahafna, HB Granda og Akraneskaupstaðar enda um stóra framkvæmd að ræða. Nú eigum við eftir að fá viðbrögð bæði hvað það varðar og hvort fyrirliggjandi útfærsla uppfylli þarfir HB Granda,“ segir Gísli. Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri Akraneskaupstaðar sagði síðastliðinn föstudag að bæjaryfir- völd hafi þegar átt einn fund með stjórnendum HB Granda vegna undirbúnings málsins og þá hafi verið rætt við hafnarstjóra. Fund- ur er síðan boðaður í stjórn Faxa- flóahafna 12. apríl nk. og verð- ur málið tekið til umræðu þar, að sögn Gísla Gíslasonar. Hann segir jafnframt að fyrir liggi sam- þykkt stjórnar Faxaflóahafna frá árinu 2014 um að ganga til við- ræðna við Akraneskaupstað og HB Granda um uppbyggingu Akraneshafnar sem fiskihafnar. Í því leiðarljósi hafi verið gert ráð fyrir að Reykjavíkurhöfn sé skil- greind sem farþegahöfn og höfn- in á Grundartanga sem stórskipa- og iðnaðarhöfn. mm Langt ferli og kostnaðarsamt að stækka hafnarsvæðið Á meðfylgjandi drögum að skipulagi er gert ráð fyrir 39.000 fm. landfyllingu. Heimild. Faxaflóahafnir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.