Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 20178
Vísa til sam-
félagsábyrgðar
LANDIÐ: Á fundi stjórnar
Samtaka sjávarútvegssveit-
arfélaga, sem haldinn var
fimmtudaginn 30. mars,
var m.a. rætt um þá stöðu
sem upp var komin á Akra-
nesi vegna fyrirhugaðra að-
gerða HB Granda. Stjórn
samtakanna bókaði eftir-
farandi: „Í ljósi umræðu
seinustu daga vill stjórn
Samtaka sjávarútvegssveit-
arfélaga lýsa yfir ánægju
sinni með þá ákvörðun HB
Granda um að fresta því að
loka botnfiskvinnslu félags-
ins á Akranesi og ganga til
viðræðna við bæjarstjórn
Akranesbæjar. Stjórnin
leggur einnig áherslu á að
jafn stórar ákvarðanir sem
þessar séu ekki teknar án
þess að búið sé að ræða
við fulltrúa þess sveitar-
félags sem um ræðir. Það
að tæplega 100 starfsmenn
fyrirtækisins og nærsam-
félagsins þurfi að búa við
þessa óvissu er óviðunandi
ástand og verða útgerðar-
fyrirtæki að horfa til sam-
félagslegrar ábyrgðar sinn-
ar þegar kemur að byggð-
arlögum sem byggja allt
sitt upp á sjávarauðlind-
inni. Að gefnu tilefni vill
stjórnin því einnig ítreka
kröfu sína um að sjávarút-
vegssveitarfélög fái hluta af
veiðigjöldum til sín svo þau
geti betur tekist á við ef slík
áföll verða að veruleika.“
-mm
Jafnrétti,
virðing og
fjölbreytileiki
AKRANES: Mánudag-
inn 27. mars var haldinn
„þjóðfundur“ í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akra-
nesi. Tilgangur fundarins
var að finna út hvaða gildi
FVA ætti að hafa að leiðar-
ljósi. Fundargestum, nem-
endum og starfsmönnum,
var skipt niður í 40 hópa
og voru um níu manns í
hverjum þeirra. Á mörg-
um borðum skapaðist líf-
leg umræða um raungildi
og óskagildi skólans. Hver
hópur valdi fimm gildi og
þurfti að skilgreina fyr-
ir hvað þau standa. Það
komu fram margar góðar
hugmyndir en niðurstað-
an var skýr þegar kom að
samantektinni. Ingrid Ku-
hlman, framkvæmdastjóri
Þekkingarmiðlunar, stjórn-
aði fundinum og tók saman
niðurstöður ásamt fulltrúa
frá hverjum hópi. Jafnrétti
hlaut flest atkvæði en þar á
eftir komu virðing og fjöl-
breytileiki. Í framhaldi af
þessari vinnu verður unn-
ið markvisst með hin nýju
gildi og merkingu þeirra
fyrir skólastarfið, segir í til-
kynningu frá FVA.
-mm
Námskeið til
þjálfunar í
ferðaþjónustu
LANDIÐ: Háskólinn á Bif-
röst hefur ákveðið að koma til
móts við aukningu í ferðaþjón-
ustu með ýmsum námskeiðum.
Fimmtudaginn 27. apríl næst-
komandi fer af stað námskeið
sem byggt er á erlendri hugmynd
og kallast TTRAIN. Það er ætl-
að fyrir fólk sem þjálfa starfsfólk
innan ferðaþjónustufyrirtækja.
„Á námskeiðinu kynnast þátt-
takendur mismunandi kennslu-
aðferðum og mikilvægi skapandi
aðferða í námi og kennslu. Einn-
ig er farið í gegnum leiðtoga-
hlutverk starfsþjálfans og hvern-
ig hægt sé að hvetja starfsfólk
til þátttöku og ábyrgðar í sinni
vinnu. Samhliða fræðslunni fá
þátttakendur tækifæri til þess að
skipuleggja og framkvæma þjálf-
un á vinnustað þar sem aðferð-
ir og hugmyndir af námskeiðinu
eru notaðar. Þetta fyrirkomu-
lag styrkir verðandi starfsþjálfa í
sjálfstæðum vinnubrögðum und-
ir handleiðslu,“ segir í kynningu
á TTRAIN. Þjálfunin fer fram í
sex lotum þar sem áhersla verður
lögð á þjálfun ákveðinna hæfni-
þátta undir handleiðslu kennara.
Þrjár staðlotur fara fram í Reykja-
vík og þá mæta þátttakendur í 6
klst. í senn. Þess á milli er gert
ráð fyrir að þeir vinni sjálfstætt
að verkefnum á vinnustað sem
tengjast þeirra starfssviði. Þátt-
tökugjald er 115.000 krónur og
innifalið eru námsgögn, veiting-
ar og handleiðsla kennara. Nán-
ari upplýsingar á vef Háskólans á
Bifröst. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 25.-31. mars
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu:
Akranes, 9 bátar.
Heildarlöndun: 85.392 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF: 42.490
kg í fimm róðrum.
Arnarstapi, 10 bátar.
Heildarlöndun: 67.732 kg.
Mestur afli: Bárður SH: 35.598
kg í fjórum löndunum.
Grundarfjörður, 7 bátar.
Heildarlöndun: 219.597 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
68.463 kg í einni löndun.
Ólafsvík, 17 bátar.
Heildarlöndun: 466.818 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarnason
SH: 68.581 kg í fjórum róðrum.
Rif, 13 bátar.
Heildarlöndun: 411.496 kg.
Mestur afli: Örvar SH: 93.118
kg í einni löndun.
Stykkishólmur, 4 bátar.
Heildarlöndun: 46.364 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
43.416 kg í tveimur löndunum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Örvar SH - RIF:
93.181 kg. 26. mars.
2. Hringur SH - GRU:
68.483 kg. 28. mars.
3. Rifsnes SH - RIF:
51.163 kg. 29. mars.
4. Farsæll SH - GRU:
46.307 kg. 28. mars.
5. Grundfirðingur SH - GRU:
44.724 kg. 29. mars.
-kgk
Þessa stundina standa yfir fram-
kvæmdir á útivistarsvæðinu á Breið
á Akranesi. Verið er að koma fyr-
ir tveimur litlum húsum í nágrenni
Akranesvita. Annars vegar er um
að ræða þjónustuhús með aðstöðu
fyrir vitavörð og hins vegar sal-
ernishús. Síðastliðinn fimmtu-
dag var verið að grafa fyrir lögn-
um inn í húsið, bæði rafmagns-
og vatnslögnum. Framkvæmdirn-
ar eru hluti af frekari uppbyggingu
sem staðið hefur yfir á undanförn-
um árum í samræmi við nýtt deili-
skipulag og hönnun Landslags ehf.
fyrir Breiðarsvæðið. Er þeim ekki
lokið, því til dæmis stendur til að
reisa skjólveggi kringum húsin og
koma upp upplýsingaskiltum og
merkingum á Breið. „Síðan stend-
ur til að lagfæra vitann í maí, fara
í múrviðgerðir og mála og gera
hann eins og nýjan,“ segir Hilm-
ar Sigvaldason vitavörður í sam-
tali við Skessuhorn. „Þessar fram-
kvæmdir allar eru æðislegt framtak
og bænum til sóma,“ sagði Hilm-
ar.
kgk
Þjónustuhúsi komið fyrir á Breið
Þjónustuhúsið verður nær vitanum en salernishúsið fjær.
Ljósm. Hilmar Sigvaldason.
„Verði virðisaukaskattur á ferðaþjón-
ustu tvöfaldaður eins og forystumenn
ríkisstjórnarinnar hafa boðað mun
það hafa í för með sér grafalvarlegar
afleiðingar fyrir fyrirtæki og starfsfólk
í ferðaþjónustu um land allt,“ segir í
ályktun frá fundi sem Samtök ferða-
þjónustunnar boðuðu til síðastliðinn
fimmtudag. „Afleiðingarnar verða al-
varlegastar fyrir landsbyggðina sem
á nú þegar undir högg að sækja þeg-
ar kemur að ferðaþjónustu. Mikil
gengisstyrking og kostnaðarhækkan-
ir stefna nú þegar afkomu fyrirtækja
í greininni í mikla hættu. Með boð-
uðum skattahækkunum ríkisstjórn-
arinnar versnar samkeppnishæfni Ís-
lands til mikilla muna.“
Þá segir að ferðaþjónustan sé
grunnstoð í íslensku atvinnulífi og
með óyfirveguðum aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar sé vegið að framtíð-
armöguleikum greinarinnar og ís-
lensku efnahagslífi. „Ferðaþjónusta
er í eðli sínu alþjóðleg atvinnugrein.
Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki starfa
því á alþjóðlegum markaði og í sam-
keppni við erlenda áfangastaði þar
sem ferðaþjónustan er almennt í
lægri þrepum virðisaukaskattskerfis-
ins. Það hefur sýnt sig að þau lönd
sem eru t.a.m. með gististaði í efri
skattþrepum hafa lotið í lægra haldi
í samkeppni við aðra áfangastaði. Til-
lögur um hækkun á virðisaukaskatti
vega þannig alvarlega að samkeppnis-
hæfni Íslands.“ Þá lýsa Samtök ferða-
þjónustunnar yfir miklum vonbrigð-
um með samráðsleysi stjórnvalda
þegar kemur að eins umfangsmiklum
breytingum og fyrirhugaðar hækk-
anir eru. „Fjölmennur félagsfundur
Samtaka ferðaþjónustunnar skorar á
ríkisstjórnina að láta af áformum um
hækkun virðisaukaskatts á íslenska
ferðaþjónustu.“
mm
Segja boðaða virðisaukaskattsbreytingu
reiðarslag fyrir ferðaþjónustu
Á þessari mynd sést hvernig virðisaukaskattsprósenta í ferðaþjónustu hér á landi
mun fara úr að vera með því lægsta sem gerist í Evrópu og upp í þriðja efsta sætið.
Einungis Danmörk og Rúmenía verða með hærra skatthlutfall.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra
og Benedikt Jóhannesson fjármála-
ráðherra kynntu á föstudaginn fyrir-
ætlun ríkisstjórnarinnar um breyting-
ar á virðisaukaskattskerfinu og öðrum
sköttum. Breytingarnar voru kynntar
sem fimm ára áætlun í ríkisfjármálum.
Samkvæmt tilkynningu frá fjármála-
ráðuneytinu verður sérstök áhersla
lögð á uppbyggingu innviða og efl-
ingu velferðarkerfisins. Stjórnvöld
hyggjast einfalda skattkerfið, auka út-
gjöld til heilbrigðis- og menntamála
og greiða hratt niður skuldir. Breyt-
ingar eiga að miða að því að einfalda
skattkerfið og fækka undanþágum.
Lagt er til að almenn skattprósenta
virðisaukaskatts verði lækkuð frá 1.
janúar 2019 í 22,5% í stað 24% nú.
Frá 1. júlí 2018 verður virðisauka-
skattur á ferðaþjónustu hins vegar
hækkaður í efra skattþrep á öllu nema
veitingaþjónustu sem áfram verður
11% í lægra skattþrepinu.
Breyting á skattprósentu á að
leiða til hærri skatttekna ríkissjóðs
sem flýta á niðurgreiðslu skulda og
skapa grundvöll fyrir lækkun vaxta.
Þá verður stefnt að lækkun trygg-
ingagjalds sem fyrirtæki greiða af
launum starfsfólks, en ekki er þess
getið hvenær eða hversu mikil sú
lækkun gæti orðið. Loks er lagt til
í fimm ára fjármálaáætlun ríkis-
sjóðs að kolefnisgjald verði tvöfald-
að, vörugjald lagt á bílaleigubíla en
bankaskattur lækkaður.
Á meðal þeirra verkefna sem rík-
isstjórnin hyggst ráðast í er bygg-
ing nýs Landspítala, stytta á biðl-
ista, lækka kostnað sjúklinga, hækka
greiðslur til foreldra í fæðingaror-
lofi og hækka í skrefum frítekjumark
vegna atvinnutekna eldri borgara. Þá
á að stíga markviss skref til að leysa
húsnæðisvandann og lögfesta not-
endastýrða persónulega aðstoð.
mm
Verulegar breytingar boðaðar á skattkerfinu
Ríkisstjórn Íslands á ríkisráðsfundi. Ljósm. forsætisráðuneytið.