Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 201722 Fimleikafélag Akraness bauð upp á tvær vorsýningar í Íþrótta- húsinu við Vesturgötu síðastliðinn laugardag. Sérstök ástæða er fyrir félagið til að fagna því nú hefur bæjarstjórn Akraness samþykkt að hefja byggingu nýs fimleikahúss við Vesturgötu. Um leið mun aðstaða þessa fjölmenna íþróttafélags batna til mikilla muna. Fullt var út úr dyrum á báðum sýningunum. Þar sýndu iðkendur frá félaginu tilfinningar, eða svokallað- an tilfinningarússibana, í ólíkum atriðum. Hópunum var lita- skipt eftir tilfinningum, allt frá gleði og til sorgar. Danshöf- undur var Stefanía Sól Sveinbjörnsdóttir. Krakkarnir túlk- uðu tilfinningaskalann með dansi, leik og æfingum á gólfi og áhöldum. Þetta var breyting frá síðari árum en félagið hefur fært upp ólíkar sýningar á borð við Lísu í Undralandi, Pétur Pan auk sirkussþema. Ljós og hljóð sköpuðu afar skemmtilega stemningu og gleðin skein úr hverju andliti. Sýningarnar voru félaginu til mikils sóma. Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur Bjarki Halldórsson á sýningunum. mm Stórsýning Fimleikafélags Akraness

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.