Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2017 21 Það var nóg að gera hjá þeim Erlu Gunnlaugsdóttur og Ásdísi Lilju Pétursdóttur en þær eiga og reka Matvagninn sem opnaður var í Sáinu í Ólafsvík á laugardaginn. Í matvagninum ætla þær stöllur að selja fisk og franskar eða „fish and chips” og einnig pylsur með fjöl- breyttu meðlæti, bæði djúpsteikt- ar og hitaðar. Nóg var að gera hjá þeim og líklegt þykir að markaður sé fyrir svona vagn í Ólafsvík. Þessi opnun á laugardaginn var nokkurs konar prufudagur hjá þeim en þær munu hafa matvagninn opinn í allt sumar, alla daga vikunnar. þa Hafa opnað matvagn í Sáinu í Ólafsvík Það er yfirleitt líf og fjör fyrir há- degi á laugardögum í íþróttahúsi Grundarfjarðar. Þá fyllist húsið af fjörugum leikskólabörnum sem fá útrás fyrir hreyfiþörfina. Það eru nokkrir foreldrar í Grundarfirði sem skiptast á að sjá um íþróttaskól- ann undir merkjum Ungmenna- félags Grundarfjarðar. Þar af leið- andi vantar ekki fjölbreytileikann í tímana. Þegar ljósmyndari leit inn í tíma þá var búið að gera heilmikla þrautabraut sem krakkarnir þurftu að fylgja og komast í mark. Miðað við ærslaganginn þá leiddist þeim ekkert að leysa þrautirnar sem for- eldrar höfðu undirbúið. tfk Íþróttaskólinn vinsæll Pennagrein Laun á Íslandi hækkuðu um 66,2% í evrum talið frá febrúar 2014 til febrú- ar í ár. Launavísitalan hækkaði um 26,5% á þessu þriggja ára tímanbili sem eru rausnarlegustu launahækk- anir í okkar heimshluta en á sama tíma lækkaði evran í verði um tæp 24%. Þjóðin hefur lifað mikinn upp- gangstíma þessi þrjú ár með ferða- þjónustuna í fararbroddi, en hlutdeild hennar í útflutningstekjum var 39% á síðasta ári, hærri en samanlögð hlut- deild áliðnaðar og sjávarútvegs. Hagvöxtur á Íslandi hefur verið ótrúlega mikill á alla mælikvarða en á þremur síðustu árum jókst lands- framleiðslan um 13,7% sem þætti alls staðar fagnaðarefni meðal nágranna okkar. Verðbólgan hefur verið um og innan við 2% allan þennan tíma en slíkum verðstöðugleika hefur þjóðin ekki átt að venjast. Þau vandamál sem mest svigrúm fá í opinberri umræðu virðast flest frekar léttvæg í alþjóðlegum saman- burði enda eru friðsæld, innra öryggi, hreint loft og vatn, almenn velferð og velmegun ekki í boði fyrir stór- an hluta jarðarbúa. Ísland stendur í fremstu röð í öllum samanburði milli þjóða í velferð, jöfnuði og jafnrétti. Í mælingum á alþjóðlegri samkeppnis- hæfni hafa efnahagslegri þættir hing- að til verið stóra fyrirstaðan fyrir því að Íslandi væri meðal 10 bestu. Það gæti jafnvel farið að breytast líka. Er þá búið að marka vegferðina til samfelldrar hagsældar, lífskjarabata og velferðar? Á ársfundi Seðlabankans var bankastjórinn í ræðu sinni jafn- vel farinn að gæla við að lækka vexti sem er sjálfsagt marktækasti mæli- kvarðinn á bjartsýni þar á bæ þar sem varfærni hefur verið öðrum dyggðum æðri. Allavega eru allir ráðamenn þjóðarinnar fullir sjálfstrausts þessa dagana. Fjármálaáætlun ríkisstjórn- arninnar er stefnumarkandi plagg og lýsir viðleitni hennar til að sækja fram með ábyrgum hætti. Það er einmitt á svona stundum sem nauðsynlegt er að staldra við og spá í hvort rétt sé að láta sig berast með straumnum eða hvort í allri vel- gengninni leynist hættur sem geta spillt gleðinni svo um munar. Get- ur t.d. verið að árangur í hagstjórn og endurreisn íslenska fjármálakerf- isins hafi fyrst og fremst snúist um að koma í veg fyrir kreppuna 2008? En að ekki sé nægilega gætt að því að næsta samdráttarskeið verður allt öðruvísi en það síðasta? Nú er framundan ný lota kjara- samninga. Ekki virðist skorta vænt- ingar eða rök fyrir áframhaldandi umtalsverðum hækkunum hjá þeim hópum á vinnumarkaðnum sem eru að undirbúa nýja samningagerð. Þrátt fyrir ábyrga viðleitni stærstu heildarsamtakana á vinnumarkaðn- um til að haga kjarasamningum með sambærilegum hætti og annars stað- ar á Norðurlöndum virðast fleiri og fleiri hópar ekki telja sig geta tekið þátt í slíku verkefni nema með skil- yrðum sem ekki sýnast raunhæf í flestum tilvikum. Stórhætta er á því að sundrung muni einkenna þróun mála á vinnu- markaði. Hver hópurinn eftir annan stígur fram og ítrekar að hann semji fyrir sjálfan sig og vilji sem minnst samstarf við aðra hópa hafa. Þeir ítreka sjálfstæði sitt og telja sér ekki koma við hvað aðrir hópar vilja eða gera. En samt skiptir höfuðmáli að fá meira en aðrir. Það er líka um- hugsunarefni að verkfallsvopnið hef- ur snúist uppí andhverfu sína. Nú er það fyrst og fremst orðið tæki fyrir hálaunahópa til að brjóta niður við- leitni til að hækka lægri endann á vinnumarkaðnum meira en aðra. Það blasir við að ekki er endalaust hægt að teysta á að laun á Íslandi geti hækkað á hverju ári um langleiðina í 20% í evrum. Útflutningsfyrirtækin hafa misst verulega samkeppnishæfni vegna hærri launakostnaðar og það er örugglega lítill áhugi frá erlendum viðskiptavinum Íslendinga að greiða fyrir launahækkanir landsmanna langt umfram það sem þeir eru sjálf- ir að fá. Þegar ekki er hægt að koma kostnaðarhækkunum út í verðlag á erlendum mörkuðum stöðvast aflvél hagvaxtarins á Íslandi. Ef ferðamönnum hættir að fjölga vegna mikilla verðhækkana á Íslandi hefur það ótrúlega snögg áhrif til hins verra. Margir sem hafa fjárfest og veðjað á áframhaldandi vöxt munu lenda í vandræðum sem smitar út frá sér t.d. inn á fasteignamarkaðinn og fjármálastofnanirnar fara að halda að sér höndum. Ofrisið á vinnumarkaði er langlíklegasta ástæðan fyrir næsta samdráttarskeiði. Því er ekki fráleitt að láta sér detta í hug að það sé skynsamlegt fyrir þjóð- ina að fara í 3 – 4 ára kjarasamninga- bindindi. Leyfa núverandi stöðu að halda sér meðan atvinnulífið og hið opinbera er að jafna sig á ótrúleg- um hækkunum síðustu missera. Því má auðveldlega halda fram að kjara- samningabindindi væri í raun besta leiðin til að verja og festa lífskjarabat- ann í sessi og skapa grunn til frekari sóknar á traustum grunni. Á meðan þarf líka að nota tímann til þess að styrkja samstarf allra aðila á vinnu- markaðnum og enginn hópur getur skorast undan því að taka þátt. Vilhjálmur Egilsson. Höf. er rektor Háskólans á Bifröst. Kjarasamningabindindi? „Þegar ekki er hægt að koma kostnaðarhækkunum út í verðlag á erlendum mörkuðum stöðvast aflvél hagvaxtarins á Íslandi“ Góðir lesendur Skessuhorns! Nú hef- ur Skipulagsstofnun skilað af sér áliti vegna vegagerðar frá Bjarkarlundi til Skálaness. Sveitarstjórn Reykhóla- hrepps stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun hvort hún á að gefa fram- kvæmdaleyfi fyrir leið Þ-H eða horfa til framtíðar og velja leið D2. Það má telja stórundarleg vinnubrögð Vega- gerðar ríkisins að gefa út sitt álit ein- ungis nokkrum dögum fyrir niður- stöðu Skipulagsstofnunar. Vegagerðin einblínir á leið Þ-H og segist ætla að „rýna“ í niðurstöður Skipulagsstofn- unar. Með öðrum orðum þeir ætla að virða niðurstöðu Skipulagsstofn- unar að vettugi. Ég vona að sveitar- stjórnarmenn í Reykhólahreppi hafi ekki gert upp hug sinn. Margir halda að allt snúist um Teigsskóg en svo er alls ekki. Misþyrming hans væri enn eitt umhverfisslysið, en margt kemur til er hvetur til gangagerðar til fram- tíðar. Þar verður að ríkja víðsýni og fyrirhyggja. Vegagerðin gekk gegn áliti Skipu- lagsstofnunar við þveranir Kjálka og Mjóafjarðar og sveik loforð um báts- gengar brýr svo hægt væri að slá þang með viðunandi hætti. Lokuðust þar inni u.þ.b. 2% af þangafla Breiða- fjarðar. Það ætti sveitarstjórn Reyk- hólahrepps að hafa áhyggjur af. Ekki síst ætti hún að hafa áhyggjur af því að með framkvæmd á leið Þ-H er verið að loka inni jafnmikið magn eða meira 2-3% af þangbreiðum Breiða- fjarðar. Þess má geta að ef þessi svæði eru lögð saman með því er lokað- ist inni í þverun Kolgrafarfjarðar eru þetta rúmlega 6% af þangbreið- um Breiðafjarðar. Það kann ekki að vera stór prósenta á prenti, en „dýr myndi Hafliði allur“. Þörunga- verksmiðjan á Reykhólum er stærsti vinnuveitandinn í hreppnum og dýr- gripur í vinnslu sjávarfangs. Hennar veiðilendur ber að vernda og það er óskynsamlegt að gelda bestu mjólk- urkúna. Skýrsla Hafrannsóknastofn- unar um svæðið tekur af allan vafa um slæm og ófyrirséð áhrif á lífríkið. Ekki sé hægt að segja til um skaðann vegna straumhraða á seti. Það er talað um að brunaslys séu hættuleg þegar 9% líkamans séu brunnin. Í samlíkingunni er búið að brenna Breiðafjörð um rúmlega 10 -15% og hætta á ferðum. Er ekki rétt að umhverfið njóti vafans og við keyrum frekar eftir góðum göngum í stað þess að flengjast út um nes? Með leið Þ-H verða tún og rækt- unarmöguleikar bænda á Skálanesi lögð í rúst. Búskap trúlega sjálfhætt. Er það enn eitt örið í þessa fallegu jörð en vegurinn fyrir nesið er eitt samfellt umhverfisslys. Farsælla hefði verið að gera stutt göng frá Gufudal til Galtarár eins og ég hef áður komið að. Leiðir skólabíla munu víða lengj- ast og er ekki á bætandi. Leið barna til skóla mun verða rúmlega klukku- tími við bestu aðstæður. Ekki er snjó- mokstur og hálkuvarnir til þess falln- ar að batna nema síður sé. Það eru nefnilega börn í hreppnum og mik- ið af þeim miðað við íbúafjölda. Ekki horfir vænlega fyrir íbúa í Djúpadal og Gufudal með lengri tengingar við aðalveginn með tilheyrandi þjón- ustuleysi við þá vegi. Ætlar sveit- arstjórn að leggja til tvo skólabíla á svæðið? Það er undarlegt að gera leið D2 tortyggilega með veghalla og sker- ingum. Hver hannaði veglínuna? Var haft samband við heimamenn? Var tekið inn í myndina að nota vegs- kála eftir nýjustu tækni? Sporin frá Klettshálsi hræða. Rætt var við ágæt- an vörubílstjóra í útvarpi um daginn. Hann tók dæmi um veginn um Arn- kötludal, eða Þröskulda. Hann væri það hátt uppi að þar væri alltaf kol- vitlaust veður og ófært, þó ágætt væri í byggð. Líkti því við nýja veglínu og hæð á Ódrjúgshálsi. Hann gleymdi að minnast á það að á Þröskuldum var ekki farið eftir ráðleggingum heimamanna sem gjörþekktu svæð- ið. Niðurstaðan var „vitlaust“ veg- stæði sem skapar hættu og kostnað, gríðarlegan kostnað við snjómokst- ur, slys og örkuml. Hví hefur Vega- gerðin hundsað ráð heimamanna er gjörþekkja svæðið bæði á láði og legi? Er hægt að fullyrða að ný vegl- ína upp Ódrjúgsháls yrði með 8% halla? Hvers vegna hefur Vega- gerðin stungið ofan í skúffu veglínu um Ódrjúgsháls er nær aðeins í 90 metra hæð og er því alls ekki fjall- vegur. Samt kemur vegamálastjóri í fjölmiðla og fyllyrðir að aðeins sé ein leið á láglendi (til samanburðar er Ártúnshöfði í 70 metra hæð yfir sjó). Einnig hefur verið á teikniborð- inu mun styttri göng sem hafa farið í skúffuna líka. Er hugsanlegt að verið sé að láta eina veglínu líta illa út til að hygla annarri? Svari nú hver fyrir sig. Kunnugir telja vel framkvæmanlegt að bættur vegur á Ódrjúgshálsi yrði tilbúinn síðla árs 2018. Það er einfaldur fyrirsláttur að segja að ekki séu til peningar fyrir göngum í leið D2. Eru til peningar í framtíðinni til snjómoksturs eða hálkuvarna á leið Þ-H? Svo ekki sé minnst á viðhald. Hvað hefur sparast í minni snjómokstri í vetur á lands- vísu? Er það kannski ein göng eða svo? Þær álögur sem lagðar eru á bíleigendur fara létt með að bæta vegakerfið svo um munar. Það eina sem vantar er kjarkur að taka á mál- unum. Vegagerð ríkisins ætti að bjóða út 15-20 jarðgöng til að ná fram góðum samningum og stíga inn í nýja öld. Ég óska sveitarstjórn Reykhólahrepps velfarnaðar í störf- um sínum og bið hana að gæta vel að ákvörðunum sínum er gengið verður til verka. Verka sem munu hafa áhrif á lífríki og mannlíf í Reykhólahreppi um aldir alda. Virðingarfyllst, Stefán Skafti Steinólfsson. Breiðfirðingur. Ögurstund í Reykhólahreppi Pennagrein www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.