Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2017 23 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinn- ingshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orða- bók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 44 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Ójarðbundin.“ Vinningshafi er Sigrún Dúna Karlsdóttir, Sóleyjargötu 4, 300 Akranesi. Máls- háttur Kænn Fas Serkur Ýtir Snúin Ógn Loforð Hætta Tón- tegund Grætur Svefn- laus Sól Lirfu Grett- ur Grip Hanki Svæfill Átt Lof- legir Titill Jötnar Aukasól Reyk- elsi Ræna Tvíhlj. Sund Leiðsla Tindur Önugur 51 Aðskor- inn Skír 5 Ikt Ljómi Fjórir Girnast Væta Fráleitt Ái Teppi Elfur Upptök Dáð Kantur Lítil 7 1 Þegar Fagur Móða Nýta Sægur Versnar Vekja Sterka Súld Skír Heilar Allsgáð Ríkt 2 Skógar- dýr Kvartil 2001 Erni Kúgar Vein Upphr. Skel Sérhlj. Menn 9 Óhóf Skip Tóm Sonur- inn Kjáni Lítill bor Lekur Innsigli Kefli Kriki Málfæri Fornar Deilir 4 Yndi Halur Spurn Fljót Manar Ófús Á fæti Eðli Marra Vesæl Rask Átt 8 Nestis- poki Börn Hress Vær Álasa Bindur Nettar Köngul 6 Band 3 Sér- hljóðar Hvíldu Kven- fugl Lausn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 F R J Á L S L E G Ó A L I N Ú Ð A O F M J A K A R L Ó N A Á K A F I O F N A N A V E R K R Ó L F R I Ð U R F Æ R N I L M T Ú Ð A Ð T O G A Ð Á T U F A U K S A L I R J A Ú R I Ð R U N R D R V A R P M E R K Ó L Í L A M A S L I A L T E L U N D U Á E N N I G U L L D Y N T I B I S A U N I L I N D A R K Ú P Á R K N Á U K A R F U R I L M A R Á M A R I L L A S N J Ó R K R A M L O S R Á N Ó T A L R M E L T A Á L L S A Ó S K A Ó J A R Ð B U N D I N L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Fréttir af kaupum er- lendra vogunarsjóða á hlutum í Arion banka hafa vakið nokkra athygli og óneitanlega um- ræðu. Magnús Halldórsson orti um þessa við- burði og þar með um gestrisni þeirra Engeyj- arfrænda: Býsn má hérna brask’og pretta. Bí mæ gest and fill jour tank. Hér má líka hitt og þetta. Há dú jú læk æsland bank? Egill Bjarnason var um tíma blaðamaður á Tímanum og um tíma auglýsingastjóri á þeim bæ en einnig fornbókasali og mikilvirk- ur þýðandi á söngtextum, óperum og óperett- um. Hafði því í mörg horn að líta og stundum óreglulegur opnunartími verslunarinnar enda orti hann: Ýmsu veldur annríkið illu á mínum högum ég er svona við og við við – á flestum dögum. Jón Bergmann var einn af okkar alsnjöll- ustu hagyrðingum og mátti raunar vel kallast skáld. Á þeim tímum var mikill siður að yrkja eftirmæli og sagt að sumum yrðu það nokkur búdrýgindi ef þeir tóku visst á vísuna. Ýmis- legt varð þó til án þess að gjald kæmi fyrir og síst lakari framleiðsla. Við lát Böðvars Þor- valdssonar á Barði orti Jón: Nú er autt og blásið Barð, Böðvar horfinn sýnum. Þar er fyrir skildi skarð skjólstæðingum þínum. Ræktir skyldur allar eins, unnir skýrum litum. Þú lést aldrei örbirgð neins olla vinaslitum. Sigur vann þitt sálarþrek, sjúkum skóp þér næði, vissir þó að lífið lék lengst á veikum þræði. Meðan yljast sólarsýn sérhver góður strengur geymast manndómsmerkin þín minnisvörðum lengur. Eitt er bót þótt hærri hljóð hæfði slíkum vini. Þetta er ekkert erfiljóð ort í krónuskyni. Það er sitt hvað gæfa og gjörfileiki og marg- ir af okkar bestu hagyrðingum hafa ekki alltaf siglt sléttan sjó í lífinu. Þó orðsnilld þeirra hafi máske verið nokkurs metin hefur hún oft ver- ið létt í vasa. Við andlát Jóns Bergmann orti Valdimar Benónýsson á Ægissíðu: Dauðinn leggur björk og blóm, blandar dregg í skálar, nærri heggur dauðadóm dult á vegginn málar. Dögum hljóðum dregur að dofnar gróður Braga, Jóns við ljóð er brotið blað Bergmanns þjóðarhaga. Hinstu njólu fékk hann frið feginn bóli náða. Bernskuhólinn heima við hlúði skjólið þráða. Ylur vaknar muna manns, margt úr raknar leynum, allir sakna söngvarans, svellin slakna á steinum. Þjóðin finnur að hún á yl frá kynningunni, ljóðin vinna löndin hjá ljúfu minningunni. Margan bjó hann góðan grip gjarnan sló í brýnu, á það hjó hann sverðsins svip sem hann dró í línu. Hreina kenndi lista leið, Ljóðin renndu af munni Orðin brenndu og það sveið undan hendingunni. Hans var tungan hörð og snjöll hneigð að Braga sumbli. Standa formanns stuðlaföll stolt á dáins kumbli. Þó allt, bæði menn og skepnur sé af Guði gjört hefur aldrei tíðkast að yrkja erfiljóð um sauðfé. (Skal þó ekki útiloka einstöku forystu- sauð þó ég þekki ekki þau dæmi). Að vísu tölu- vert um hross en fráleitt um tófuna sem marg- ir hafa þó verið fegnir að losna við. Á tímum fjárpestanna féll stundum til einn og einn rol- luskrokkur hjá bændum sem þeir þurftu að losa sig við og tilvalið að nota þá í refafóður en á þeim árum var einmitt fyrra refaeldisæð- ið. Guðlaugur Jóhannesson á Signýjarstöðum sendi Geir Péturssyni rolluskrokk eitt sinn sem oftar og þessar vísur með: Þér ég sendi þennan kropp með þeirri ósk og vonum að ekki verði alveg stopp á okkar viðskiptonum. Það góðan ávöxt gefur þér ef Guðlaugs ráð þú virðir, þó fáir viti að hann er afbragðs tófuhirðir: Ef að grátt þær geyma trýn Geir, það áttu að muna þeim veita brátt skal vítamín það vekur náttúruna. En hafi þær svartan hring um kjaft það heilsu lýsir góðri að þær hafi alltaf haft A.B.C. í fóðri. Stefán heitinn Jónsson fréttamaður var nokkur frumkvöðull þess bragarháttar sem nefndur er slitruháttur. Þegar orðin eru slitin sundur til að láta þau passa í formið. Ekki held ég samt að hann hafi ort þessa knattspyrnus- töku en gaman ef einhver vissi: - naldo svekktur nú er Ró - - nalegur þá verður dó- og - hnappa saman herpir þjó - hann er - ískur ekki stó -. Stundum er talað um þann mun sem er á körlum og konum og stundum líka rætt um launamun kynjanna og ýmsar tilraunir gerðar til að hrútskýra hann. Ein útgáfan kemur hér frá Antoni Helga Jónssyni: „Svo hissa ég höfðinu sný: Við heila er kvenþjóðin frí.“ „Sá vandi er slunginn. Þær vantar sko punginn sem vant er að geyma hann í“. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Þeim veita brátt skal vítamín - það vekur náttúruna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.