Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 201726 Hvað getur Ísland tekið á móti mörgum erlendum ferðamönnum árlega? Spurning vikunnar (Spurt í KB í Borgarnesi) Hallur Pálsson: „Eins og er tveimur milljónum. Við getum þó tekið á móti fleir- um ef ríkið stendur sig betur.“ Guðsteinn Einarsson: „Hef ekki hugmynd. Það ræðst af skipulagi.“ Margrét Guðnadóttir: „Við getum örugglega tekið á móti 4-5 milljónum ef við hug- um að innviðunum og dreifum ferðamönnum um landið.“ Matthías Þorkelsson: „Þeir eru of margir miðað við núverandi skipulag.“ Vigfús Friðriksson: „Ég held að við getum tekið á móti jafn mörgum og kerfið leyfir en það er sprungið í dag.“ Hnefaleikasamband Ís- lands sendi 17 manna landsliðshóp á Norður- landamótið í Ólympískum hnefaleikum sem haldið var í Gilleleje í Danmörku helgina 31. mars - 2 apríl. Skagamennirnir Bjarni Þór Benediktsson, keppandi í 64 kg flokki ungmenna, og Örnólfur Stefán Þor- leifsson þjálfari voru með- al þátttakenda. Bjarni Þór lenti á móti mjög sterkum andstæðingi frá Svíþjóð. Sá er margfaldur Svía- meistari í sínum þyngdar- flokki og með meira en 50 viðureignir undir beltinu. Bjarni var að keppa sinn sjöunda bardaga á ferlin- um, en hafnaði engu að síður í 3.-4. sæti og hlaut brons verðlaun að launum. Á myndinni er Bjarni Þór ásamt Örnólfi. þit Hlaut bronsverðlaun á Norður- landamóti í hnefaleikum Fimmtudaginn 30. mars var 96. árs- þing Ungmennasambands Dala- manna og Norður-Breiðfirðinga haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ í Döl- um. Sérstakur gestur á ársþinginu var Hrönn Jónsdóttir, stjórnarmað- ur í UMFÍ, en þar afhenti hún þeim Arnari Eysteinssyni og Þórði Ingólfs- syni starfsmerki UMFÍ fyrir störf í þágu hreyfingarinnar. Arnar hefur verið formaður Ung- mennafélagsins Stjörnunnar um ára- bil. Hann á sæti í framkvæmdaráði SamVest og hefur lengi átt sæti í framkvæmdaráði. Þá er hann fulltrúi í samstarfsnefnd ungmennafélaganna í Dalabyggð sem sér um allt íþrótta- starf UDN í sveitarfélaginu fyrir hönd ungmennafélaganna þar. Þórður Ingólfsson hefur verið for- maður Hestamannafélagsins Glaðs síðastliðin fimm ár. Þar áður var hann til margar ára ritari félagsins og einn þeirra sem þróaði Sportfeng, skrán- ingarforrit Landsambands hesta- manna. Hann er jafnframt formað- ur tölvunefndar LH, sér um heima- síðu Glaðs auk annarra starfa fyrir félagið. kgk Arnar og Þórður sæmdir starfsmerki UMFÍ Hrönn Jónsdóttir sæmdi þá Arnar Eysteinsson og Þórð Ingólfsson starfsmerki UMFÍ á ársþingi UDN. Ljósm. UMFÍ. Síðastliðinn fimmtudag endur- nýjuðu Golfklúbburinn Leynir og Íslandsbanki Akranesi sam- starfssamning þess efnis að bank- inn styðji við barna- og unglinga- starf golfklúbbsins. Magnús D. Brandsson, útibússtjóri Íslands- banka á Akranesi og Guðmund- ur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Leynis, skrifuðu undir samning- inn. „Íslandsbanki hefur til margra ára stutt vel við barna- og ung- lingastarf félagsins en samstarfs- aðilar af þessu tagi eru afar mik- ilvægir þegar kemur að uppbygg- ingu á slíku starfi og færir Golf- klúbburinn Leynir Íslandsbanka kærar þakkir fyrir,“ segir í tilkynn- ingu á vef Leynis. kgk Íslandsbanki og Leynir endurnýja samstarfssamning Á Sundþingi sem fram fór helgina 23.-24. mars síðastliðinn var Trausti Gylfason formaður Sund- félags Akraness sæmdur Gull- merki Sundsambands Íslands. Það fær hann fyrir faglega mótsstjórn á Smáþjóðaleikum á Íslandi árið 2015 og störf í þágu sundíþróttar- innar á Íslandi. Trausti hefur gegnt starfi formanns SA síðan 2013. Trausti stendur lengst til vinstri á meðfylgjandi mynd. hhf Trausti sæmdur gullmerki Sundsambands Íslands Frá undirritun samningsins. Magnús D. Brandsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akranesi og Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis. Ljósm. GL. Sundfélag Akraness átti 37 unga og efnilega sundmenn á aldrinum 8 - 11 ára á innanfélagsmóti sem fram fór í Bjarnalaug á mánudaginn. Krakkarnir stóðu sig allir vel og þjálfararnir voru afar ánægðir með framfarirnar sem hafa orðið síðan á síðasta móti. Eftir mótið fengu allir veðlaunapening og pizzu. Framtíð- in er björt hjá Sundfélagi Akraness, segir í tilkynningu. hhf Miklar framfarir í sundinu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.