Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 05.04.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2017 25 Óska eftir húsnæði Óska eftir húsnæði til leigu sem fyrst á Akranesi eða rétt fyrir utan. arco1366@gmail.com. Óskum eftir húsnæði á Akranesi Hjón með tvö börn óska eftir 4 herbergja íbúð til leigu sem fyrst. Erum að flytja til Íslands frá Dan- mörku eftir 14 ára búsetu. Erum reglusöm og skilvís. Vinsamlegast hafið samband í síma 856-2999 Jörgen. Óskum eftir húsnæði í Borgar- nesi Hjón með eitt barn óska eftir 3-4 herbergja húsnæði, helst lang- tímaleigu. Erum reglusöm og skilvís. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 848-2318 Þórir eða 849-2835 María. Óska eftir húsnæði Erum hjón með 3 börn sem óska eftir húsnæði til leigu sem fyrst á Akranesi eða rétt fyrir utan, helst með 4 svefnherbergjum. rakel- osk92@hotmail.com. Heil húseign allt að 8 svefnher- bergi Til leigu er Heiðarbraut 57 Akranesi, um er að ræða hús með allt að 8 herbergjum, tvö baðher- bergi og eldhús. Gæti hentað fyrir verktaka eða fyrirtæki sem vantar húsnæði fyrir starfsfólk. Eignin er laus strax. upplýsingar í síma 775-3939 Geir. Óska eftir íbúð frá 1. júní Vil taka á leigu á Akranesi lágmark 3ja herbergja íbúð, til langtíma- leigu. Pottþéttar greiðslur alltaf 1. hvers mánaðar og meðmæli frá fyrrum leigusala (Íbúðalánasjóði). Ekkert rugl, drekk ekki og reyki ekki. Er 47 ára með barn í grunn- skóla. stellagudjons@simnet.is. Píanó með fallegum hljóm til sölu Til sölu vel með farið, nýstillt og yfirfarið píanó. Mjúkur hljómur. Hæð 108 cm og breidd 142 cm. Píanóið er tékkneskt, pólerað úr hnotu. Verð kr. 130 þús. Upp- lýsingar í síma 898-9416. Hnífabrýningar Brýni flestar gerðir bitjárna. Er á Akranesi. Uppl. í síma 894-0073. Markaðstorg Vesturlands LEIGUMARKAÐUR Stykkishólmur - miðvikudagur 5. apríl Úrslitakeppni Domino‘s deild kvenna: Stykkishólmur - Stjarnan kl. 19:15. Akranes - miðvikudagur 5. apríl Kajakróður - hvaða græjur þarf og hvaða reglur gilda? Almennur félagsfundur Sigurfara - siglinga- félagi Akraness, haldinn að Jaðarsbökkum, þar sem Gísli og Óskar Rafn ætla að miðla reynslu sinni í kajakróðri og öryggis- málum. Farið verður yfir hvað eigi að hafa í huga í tengslum við útbúnað og hvernig eigi að nota hann. En svo eru fleiri atriði sem þarf að huga að þegar komið er út á sjó, t.d. umgengni við aðra sjófarendur. Allir eru hvattir til að mæta. Við vonumst til að ná góðum umræðum. Þetta er ágætis undirbúningur fyrir vorið og sum- arið og gagnlegt öllum á sjó. Akranes - fimmtudagur 6. apríl Akraneskirkja: Opið hús kl. 13:30. Bingó og kaffi. Gestur: Þorvaldur Halldórsson. Allir velkomnir. Stykkishólmur - fimmtudagur 6. apríl Vortónleikar Lúðrasveitar Stykkis- hólms í Stykkishólmskirkju kl. 18. Borgarbyggð - fimmtudagur 6. apríl Prjóna-bóka-kaffi í Bókhlöðunni kl. 20. Kvöldstund við hannyrðir, bókaspjall og kaffisopa. Safnið er opið til útlána og gestir eru hvattir til að koma með uppskrift- ir og hugmyndir að hvers kyns handverki. Auk þess hafa kvöldin reynst góður vettvangur fyrir þá, sem hafa frá einhverju fróðlegu og skemmtilegu að segja eða vilja kynna viðfangsefni sín og hugðarefni á annan hátt. Allir eru hjartanlega velkomnir. Borgarbyggð - laugardagur 8. apríl Kvenfélag Hvítársíðu stendur fyrir félagsvist í Brúarási. Kaffi og kræsingar. Verðlaun. Njótið skemmtilegrar kvöldstundar í góðum hópi. Snæfellsbær - sunnudagur 9. apríl Páskabingó í félagsheimilinu Röst kl. 14. Verð á spjaldi kr. 300. Sjoppa verður á staðnum. Ath. enginn posi. Hlökkum til að sjá ykkur, Lionsklúbburinn Þernan. Borgarnes - mánudagur 10. apríl Úrslitakeppni Domino‘s deild kvenna: Skallagrímur - Keflavík í Fjósinu kl. 19:15. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is 27. mars. Drengur. Þyngd 3.786 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Ingibjörg Sumarliðadóttir og Einar Hjörleifsson, Ólafsvík. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 30. mars. Stúlka. Þyngd 3.632 gr. Lengd 50.5 sm. Foreldrar: Kolbrún María Ingadóttir og Gauti Sigurðarson, Reykjavík. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. TIL SÖLU ÝMISLEGT Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Auglýst eftir umsóknum í viðhaldssjóð fasteigna á Akranesi Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar auglýsir eftir umsóknum í viðhaldssjóð fasteigna á Akranesi. Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á ytra byrði húsnæðis eða öðrum mannvirkjum á Akranesi til að bæta ásýnd ákveðinna svæða í umdæmi Akraneskaupstaðar. Fasteignaeigendur neðangreindra svæða geta sótt um styrk að þessu sinni: Mánabraut• Suðurgata frá Akursbraut að Skagabraut• Merkigerði frá Suðurgötu að Kirkjubraut• Sunnubraut• Akurgerði frá Suðurgötu að Kirkjubraut• Opnað hefur verið fyrir umsóknir og skal sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Umsókn- inni skal fylgja greinargóð verklýsing/teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum ásamt kostnaðaráætlun. Fyrirspurnir um sjóðinn skulu berast til byggingarfulltrúa í síma 433-1000 eða í tölvupósti á akranes@akranes.is. Vakin er athygli á því að byggingarfulltrúi er með síma- og viðtalstíma alla daga frá kl. 11-12. Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar. 3. apríl. Stúlka. Þyngd 6.164 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Berglind Björk Gunnarsdóttir og Ólafur Elí Hjartarson, Akranesi. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. 3. apríl. Stúlka. Þyngd 4.396 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir og Magnús Ásgeir Elíasson, Hvammstanga. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. Snorrastofa í Reykholti hefur um árabil rekið þjónustu við gesti stað- arins og í gestastofu hennar er leit- ast við að koma sem best til móts við þarfir þeirra fjölmörgu sem heimsækja staðinn. Undanfarin ár hefur Snorrastofa skipt úr vetr- aropnunartíma yfir í sumartíma við mánaðamótin apríl og maí en nú hefur verið ákveðið að færa hann fram að nýliðnum mánaðamótum mars og apríl. Því er þjónusta fyr- ir ferðamenn nú opin alla daga frá 1. apríl til 31. september frá klukk- an 10 – 18. „Gestastofan veitir ferðamönn- um þjónustu og fræðslu á jarðhæð Reykholtskirkju-Snorrastofu, en þar er sýning um Snorra Sturluson auk þess sem boðið er upp á styttri og lengri kynningar um miðaldir, Snorra og Reykholt. Þar er rek- in verslun með úrvali af íslensku handverki, bókum, geisladiskum og smávöru fyrir ferðamenn. Sýning- in Saga Snorra hefur verið þýdd á ensku, norsku, þýsku og frönsku og fá gestir afhentar spjaldtölvur með viðbótartungumálunum, ítarefni um sýninguna og hljóðleiðsögn á íslensku og ensku. Það er varla ofsagt að Grettistaki hafi verið lyft í að fegra umhverfi Reykholts og gera minjar og mann- virki þess sem aðgengilegust fyrir gesti. Meðal annars hafa verið lagð- ir göngustígar, sem eru færir hjóla- stólum og svæðið hefur verið merkt með nýjum skiltum og vegvísum auk þess sem samið hefur verið fræðsluefni fyrir þá sem vilja ganga um sögustaðinn. Nú er unnið að hljóðleiðsögn, sem gestum mun bjóðast í sum- ar. Henni verður hlaðið niður í tæki gesta og þegar þeir ganga um staðinn njóta þeir leiðsagnar Guð- mundar Inga Þorvaldssonar leik- ara við helstu áningarstaði. Þar nýt- ist hin margrómaða staðsetningar- tækni GPS, sem skila sínu þó gestir séu ekki nettengdir,“ segir í tilkynn- ingu frá Snorrastofu. mm Sumaropnunartími Snorrastofu hafinn Reykholt í Borgarfirði. Ljósm. gó.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.