Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 31.05.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 19 Alltaf eru einhverjir sem skara framúr í námi. Nýver- ið voru útskrifaðir nýstúdent- ar frá þremur framhaldsskól- um á Vesturlandi. Allir nefna skólarnir þá sem bestum ár- angri náðu í námi. Skessuhorn heyrði hljóðið í þessu unga fólki sem og Dalamanni sem náði ótrúlegum árangri við út- skrift úr Tækniskólanum í síð- ustu viku. Besti leikmaður Snæfells dúxaði í FSN Dúx Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði á vorönn var Árni Elmar Hrafnsson sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut með með- aleinkunina 9,32. „Nám liggur vel fyrir mér og ég á oft auðvelt með það en maður þarf að leggja mikla vinnu á sig til að ná góðum árangri. Ég vil gera hlutina vel og það er líklega ástæðan fyrir því hvað þetta gekk vel hjá mér,“ seg- ir Árni aðspurður um hver sé lyk- illinn að svo hárri meðaleinkun. Árni Elmar er mikill íþrótta- maður og lék hann með liði Snæ- fells í vetur í Dominosdeildinni í körfubolta en hann er uppalinn hjá Fjölni. Árni er mjög efnilegur körfuboltamaður og hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og í vetur var hann valinn besti leik- maður meistaraflokks Snæfells. Í FSN eiga nemendur að skila inn lokaverkefni en viðfangsefni Árna í lokaverkefninu var að skrifa um markmiðasetningu í íþróttum sem hann þekkir nokkuð vel. „Ég ætla ekki í nám strax í haust, ég ætla allavega að bíða í ár með það. Eins og staðan er núna stefni ég að því að fara í stærð- fræði í háskóla. Það liggur ekkert fyrir eins og er en ég hef alltaf lit- ið til þess að fara á íþróttastyrk til háskóla í Bandaríkjunum. Ef ég fæ tækifæri til þess mun ég líklega grípa það en eins og ég segi þá liggur ekkert fyrir í þeim efnum,“ segir Árni að endingu. Náði besta árangri skólans í Gettu betur Anna Chukwunonso Eze útskrif- aðist með hæstu meðaleinkun nemenda Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi á vorönn 2017 en Anna útskrifaðist af náttúru- fræðibraut. „Ég bjóst í raun ekki við þessu. Ég legg mig samt allt- af alla fram þegar ég tek mér eitthvað fyrir hendur. Í mínum huga er bara tvennt í stöðunni, annaðhvort að gera hlutina vel eða sleppa því að gera þá,“ seg- ir Anna. Anna var alla sína skólagöngu í FVA tengd Gettu betur liði skól- ans. Hún kom inn í liðið á fyrsta ári en það ár náði FVA sínum besta árangri í sögu skólans þegar liðið komst í undanúrslit. Með Önnu í liðinu voru þeir Elmar Gísli Gísla- son og Jón Hjörvar Valgarðsson. „Það var mjög skemmtileg og góð reynsla að vera í Gettu betur. Það voru einhverjar svefnlausar næt- ur tengdar því en ótrúlega gaman samt sem áður,“ segir Anna en hún var formaður Viskuklúbbs síðustu tvö árin í FVA en sá klúbbur heldur m.a. utan um Gettu betur. Anna ætlar strax aftur í skóla í haust. „Ég er búin að skrá mig í Háskóla Íslands og ætla að læra raf- magns- og tölvunarverkfræði með áherslu á læknisfræðilega verkfræði. Ég kynntist tölvunarfræði aðeins í skólanum og þetta nám heillaði mig alveg á Háskóladeginum. Ég hlakka mikið til að byrja.“ Útskrifaðist með meðaleinkunina 9,93 Benedikt Máni Finnsson frá Háa- felli í Dölum útskrifaðist af raf- virkjabraut Tækniskólans í síðustu viku. Benedikt gerði sér lítið fyr- ir og varð dúx frá skólanum með meðaleinkunina 9,93. „Það virk- aði mjög vel fyrir mig að fylgjast vel með í tímum og vinna meira í skól- anum en heima. Ég sat oft lengur í skólanum til að þurfa ekki að læra eins mikið heima. Ég stefndi ekki að því að verða dúx heldur reyndi ég bara að sinna náminu samviskusam- lega. Námið var skemmtilegt sem og skólinn svo það hjálpar,“ segir Benedikt Máni. Benedikt og fjölskylda fögnuðu áfanganum í höfuðborginni en gátu ekki staldrað lengi við því sauð- burður var að klárast heimafyrir og þurftu þau að sinna því verkefni. „Það var nú svosem ekki mikið eft- ir af sauðburðinum. Hann var alveg að klárast.“ Aðspurður um hvort hann ætli sér í frekara nám segir Benedikt það vera óljóst enn. „Ég hef ekki ákveð- ið hvort ég ætli að fara í frekara nám strax. Ég ætla bara að reyna átta mig á því hvað ég vil gera í framtíð- inni áður. Núna er ég að vinna hjá Rarik fyrir vestan og kann vel við það,“ segir Benedikt að end- ingu. Stefnir á læknisfræði Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir heit- ir dúx Menntaskóla Borgarfjarð- ar skólaárið 2016-2017. Þóranna útskrifaðist af náttúrufræðibraut með meðaleinkunina 9,58. „Ég var ekki með það sem markmið að verða dúx. Ég hugsaði fyrst og fremst um að standa mig vel í náminu; ég vildi læra af nám- inu og græða á því. Ég er mjög sátt með tíma minn í MB það var bæði gaman og lærdómsríkt. Ég þroskaðist mikið á þessum árum og þá sérstaklega námslega,“ seg- ir Þóranna í samtali við Skessu- horn. Þóranna veit enn ekki hvað komandi vetur ber í skauti sér. „Nú er ég að undirbúa mig und- ir það að taka inntökuprófið fyr- ir læknisfræðina í júní. Ég stefni að því að fara í læknisfræði hvort sem ég þurfi að taka prófið einu sinni, tvisvar eða þrisvar. En von- andi kemst ég inn sem fyrst,“ segir Þóranna en það virðist vera nokkuð ljóst að læknisfræði er henni hugleikinn því lokaverkefni hennar úr MB fjallaði um Alzhei- mer‘s sjúkdóminn. „Ég var aðal- lega að skoða líffræðilega þætti sjúkdómsins og hvað gerist í heil- anum en fjallaði lítið um andlega þætti.“ Þóranna tók virkan þátt í félagslífi MB meðan hún var í námi og sat meðal annars sem gjaldkeri nemendafélagsins þegar hún var á öðru ári. „Það er gaman að taka þátt í félagslífi skólans og það getur einnig þroskað mann líkt og námið,“ segir Þóranna að endingu. bþb Dúxar úr fjórum framhaldsskólum Árni Elmar Hrafnsson dúx skólans fær hér viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Sólrún Guðjóns- dóttir aðstoðarskólameistari er með honum á myndinni. Ljósm. tfk. Anna Chukwunonso Eze hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi. Hér er hún ásamt Ágústu Elínu Ingþórsdóttur skólameistara. Ljósm. Myndsmiðjan Benedikt Máni Finnsson frá Háafelli í Dölum var dúx Tækniskólans. Ljósm. Tækniskólinn. Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir hlaut hæstu meðaleinkunn á stúdents- prófi. Hér er hún ásamt Guðrúnu Björg Aðalsteinsdóttur skóla- meistara. Ljósm. MB. Miðvikudaginn 24. maí brautskráð- ust 23 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. At- höfnin hófst á því að Stórsveit Snæ- fellsness flutti lag. Sveitin er skip- uð nemendum skólans og er jafn- an fengin til þess að koma fram við hátíðleg tækifæri, enda stolt skól- ans. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga brautskráði nemendur og flutti ávarp. Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari afhenti síð- an nemendum viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Sveitarfélögin sem standa að skólanum gáfu við- urkenningarnar auk Arion banka, Landsbankans, Háskólans í Reykja- vík og danska sendiráðsins. Nýstúdentinn Jón Glúmur Hólmgeirsson flutti lagið Autumn leafs ásamt kennara sínum Bent Marinóssyni. Loftur Árni Björg- vinsson flutti kveðjuræðu fyrir hönd kennara og starfsfólks og Silja Rán Arnarsdóttir flutti ræðu fyrir hönd fimm ára stúdenta. Nýstúd- entinn Karen Líf Gunnarsdóttir hélt kveðjuræðu fyrir hönd nýstúd- enta þar sem hún kvaddi skólann og starfsfólk hans. Að lokum sleit skólameistari skólaárinu 2016-2017 og bauð gestum í kaffi og kökur. Viðurkenningar fyrir góðan árangur Árni Elmar Hrafnsson var með hæstu einkunnina á stúdentsprófi og var meðaleinkunn hans 9,32. Fékk hann veglega bókagjöf frá sveitarfélögunum og peningagjöf frá Landsbankanum. Hann fékk einnig viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í stærðfræði, raun- greinum, ensku og þýsku. Háskól- inn í Reykjavík veitti Árna Elmari einnig viðurkenningu fyrir góð- an árangur í stærðfræði og eðlis- fræði. Karen Líf Gunnarsdótt- ir fékk viðurkenningu fyrir góð- an árangur í ensku og dönsku. Jón Glúmur Hólmgeirsson hlaut við- urkenningu fyrir góðan árangur í list- og verkgreinum frá kvenfé- laginu Gleym mér ei, en kvenfé- lagið gaf einnig öllum nýstúdent- um leiðbeiningar út í lífið. Haf- dís Helga Bjarnadóttir fékk við- urkenningu fyrir góðan árangur í íslensku og sálfræði. Rakel Arna Guðlaugsdóttir fékk viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í félags- fræði og sögu. Sanjin Horoz fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku og þýsku og Cyrenn Sarah Bernaldez Casas fékk verðlaun fyrir góðan árangur í tungumálum. Útskriftarhópurinn Af félags- og hugvísindabraut braut- skráðust: Arna Margrét Vignisdótt- ir, Dominik Bajda, Emilía Sara Bjarnadóttir, Hafdís Helga Bjarna- dóttir, Harpa Lilja Knarran Ólafs- dóttir, Kristín María Káradóttir, Melika Sule, Patrycja Pienkowska, Rakel Arna Guðlaugsdóttir, Sanj- in Horoz, Styrmir Níelsson, Svan- laugur Atli Jónsson, Særós Lilja T. Bergsveinsdóttir og Tinna Björk Stefánsdóttir. Af náttúru- og raun- vísindabraut brautskráðust: Árni Elmar Hrafnsson, Birna Sólbjört Jónsdóttir, Brynhildur Inga Níels- dóttir, Jón Glúmur Hólmgeirsson og Karen Líf Gunnarsdóttir. Af opinni braut brautskráðust: Berg- ur Einar Dagbjartsson, Cyrenn Miah Bernaldez Casas, Cyrenn Sa- rah Bernaldez Casas og Lára Marý Lárusdóttir. mm/fsn/ Ljósm. Tómas Freyr Kristjánsson. Útskrifað frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Á myndina vantar fjóra. Þau fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.