Skessuhorn - 31.05.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 201726
Ætlar þú að fylgjast með
EM kvenna í sumar?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Fylkir Jóhannsson:
„Já, alveg pottþétt eitthvað.“
Harpa Sif Þráinsdóttir:
,,Já, það ætla ég að gera. Ég fer
út til Hollands á tvo leiki Ís-
lands.“
Snorri Kristleifsson:
„Já, að sjálfsögðu.“
Sveinn Logi Kristinsson:
,,Já, örugglega.“
Valgerður Janusdóttir:
„Já, ég ætla að fylgjast með af
áhuga.“
Víkingur Ó. mætti Þrótti R. í
þriðju umferð 1. deildar kvenna í
knattspyrnu á sunnudag. Leikið var
í Reykjavík.
Víkingsliðið kom mun ákveðnara
til leiks og réði ferðinni í upphafi,
án þess þó að skapa sér afgerandi
marktækifæri. Eftir því sem leið á
komst Þróttur betur inn í leikinn
og það voru þær sem áttu bestu
færi fyrri hálfleiks. Þær fengu t.a.m.
dauðafæri á 26. mínútu þegar Mic-
haela Mansfield fékk góða sendingu
fyrir en Birta Guðlaugsdóttir varði
vel í marki Víkings. Besta færi Vík-
ings í fyrri hálfleik fékk Unnbjörg
Jóna Ómarsdóttir. Hún fékk bolt-
ann eftir gott þverhlaup á vörnina
en náði ekki nógu góðu skoti.
Þegar stutt lifði fyrri hálfleiks
áttu Þróttarkonur góða sókn. Sierra
Marie Lelii lék á varnarmann Vík-
ings, renndi boltanum út í teiginn
á Álfhildi Rósu Kjartansdóttur sem
átti skot sem fór af varnarmanni og
rétt framhjá markinu. Staðan í hálf-
leik markalaus.
Þróttarliðið var ákveðið í byrj-
un síðari hálfleiks og átti nokkr-
ar góðar sóknir sem ullu Víkingi
vandræðum. Víkingskonur vörðust
hins vegar ágætlega og gættu þess
að hleypa heimaliðinu ekki í nein
dauðafæri. Færi Víkings voru aftur
á móti færri. Þannig gekk leikur-
inn lengst framan af síðari hálfleik
og leit út fyrir að Víkingur myndi
ná að hanga á jafnteflinu. Það var
ekki fyrr en á lokamíntú leiksins að
mark var skorað. Þróttur fékk auka-
spyrnu af 25 metrum og boltinn var
sendur í teiginn. Birta kom út úr
markinu en náði ekki að halda bolt-
anum sem barst á Sóleyju Maríu
Steinarsdóttur sem náði að koma
honum yfir línuna og Þrótti yfir.
Strax eftir markið fengu lið-
in síðan sitt hvort dauðafærið en
fleiri mörk voru ekki skoruð. Þrótt-
ur hafði 1-0 sigur og Víkingskon-
ur svekktar að fá ekkert fyrir sinn
snúð.
Víkingur Ó. er eftir leikinn með
eitt stig í 9. og næstneðsta sæti
deildarinnar eftir fyrstu þrjá leik-
ina, tveimur stigum á eftir næstu
liðum en stigi ofar en Tindastóll
sem vermir botninn.
Næst leikur Víkingur þriðjudag-
inn 6. júní, þegar liðið heimsækir
HK/Víking.
kgk/ Ljósm. úr safni.
Mark á lokamínútunni
réði úrslitum
ÍA tók á móti HK/Víkingi í stórleik 1.
deildar kvenna í knattspyrnu á laug-
ardag, en því var spáð fyrir tímabilið
að bæði lið yrðu í toppbaráttu í deild-
inni í sumar. Þrátt fyrir að gestirnir
hafi verið meira með boltann í upp-
hafi leiks voru Skagakonur sprækari
á upphafsmínútunum. Mátti engu
muna að þær kæmust yfir strax á 5.
mínútu. Eftir góða sókn og gott skot
sem markvörður gestanna varði vel
fékk ÍA hornspyrnu. Upp úr horn-
inu náðu Skagakonur öðru skoti sem
bjargað var á marklínu.
Eftir því sem leið á sóttu gestirnir
í sig veðrið, án þess þó að skapa sér
mörg færi. En þær héldu áfram og
uppskáru mark á 30. mínútu. Þær
náðu góðri sókn upp hægri kantinn
og boltinn var sendur fyrir mark ÍA.
Milena Pesic kastaði sér fram, skall-
aði boltann í netið og kom HK/Vík-
ingi í 0-1 og þannig var staðan í hálf-
leik.
Snemma síðari háflleiks fengu
gestirnir dauðafæri en skutu yfir úr
markteignum eftir góða sendingu frá
hægri. Eftir rúmlega klukkustundar
leik átti Aníta Rún Ágústsdóttir frá-
bæran sprett fyrir ÍA. Hún náði bolt-
anum á miðjunni, fór framhjá tveimur
varnarmönnum en Björk Björnsdótt-
ur, markvörður gestanna, kom út og
lokaði á hana. Björk fékk hins vegar
höfuðhögg því hún lenti á eigin varn-
armanni og þurfti að fara af velli.
Gestirnir bættu öðru marki sínu
við á 82. mínútu þegar Margrét Sif
Magnúsdóttir átti gott hlaup upp
völlinn, lék á varnarmann ÍA og klár-
aði færið vel. Skagakonur voru hins
vegar rétt búnar að taka miðju þegar
þær minnkuðu muninn í 1-2. Miðjan
var tekin til baka, langur bolti sendur
fram völlinn beint á kollinn á Maren
Leósdóttir sem skallaði boltann í net-
ið. Margrét Eva Sigurðardóttir fékk
skömmu síðar sitt annað gula spjald
fyrir brot rétt utan vítateigs og var
vikið af velli. Skagakonur voru einni
fleiri síðustu mínútur leiksins og
þjörmuðu vel að gestunum. Þær fóru
meira og minna allar fram og freist-
uðu þess að jafna metin en allt kom
fyrir ekki, HK/Víkingur sigraði með
tveimur mörkum gegn engu.
ÍA situr í þriðja sæti deildarinnar
með sex stig eftir fyrstu þrjár um-
ferðirnar, jafn mörg stig og Keflavík
og Þróttur R. í sætunum fyrir neðan.
Næst leikur ÍA á morgun, fimmtu-
daginn 1. júní, þegar liðið tekur á
móti Keflvíkingum á Akranesi.
kgk
Naumt tap í stórleik
umferðarinnar
Maren Leósdóttir í baráttunni við leikmenn HK/Víkings. Maren skoraði eina mark
ÍA í leiknum. Ljósm. gbh.
Um síðustu helgi var leikin fimmta
umferð í Pepsideild karla í knatt-
spyrnu. Í Vestmannaeyjum fór
fram leikur ÍBV og ÍA. Fyrir leik-
inn voru Eyjamenn með sjö stig en
Skagamenn sátu stigalausir á botni
deildarinnar. Skagamenn voru því í
erfiðri stöðu fyrir leikinn og ræddu
knattspyrnuspekingar það fyr-
ir leikinn að Skagamenn yrðu að
sigra ætluðu þeir sér að vera með
í mótinu. Skagamenn náðu í sín
fyrstu stig á mótinu í Eyjum með
góðum 4-1 sigri.
Eftir mikla baráttu í fyrri hálf-
leik var það miðjumaðurinn Arnar
Már Guðjónsson sem braut ísinn
fyrir Skagamenn með stórkostlegu
marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Boltinn var skallaður í burtu úr
teig Eyjamanna eftir fyrirgjöf Ras-
hid Yussuff; boltinn barst til Arnars
sem átti viðstöðulaust þrumuskot
fyrir utan teig upp í bláhornið. Eitt
af mörkum sumarsins. Staðan var
því 1-0 fyrir Skagamenn eftir fyrri
hálfleik.
Síðari hálfleikur fór hressi-
lega af stað. Tvö aukaspyrnumörk
voru skoruð á fyrstu fimm mínút-
unum. Fyrst skoraði Þórður Þor-
steinn Þórðarson fyrir Skagamenn
og tveimur mínútum síðar skor-
aði Pablo Punyed fyrir Eyjamenn.
Eftir mark Pablos tóku Eyjamenn
yfir leikinn næstu tuttugu mínút-
urnar eða svo og reyndu allt hvað
þeir gátu til þess að jafna metið
en þeir nýttu ekki færin sín. Á 81.
mínútu urðu Eyjamenn fyrir áfalli
þegar Hafsteinn Briem miðvörður
braut á Alberti Hafsteinssyni innan
vítateigs Eyjamanna. Skagamenn
fengu víti og Hafsteinn sitt annað
gula spjald í leiknum og þar með
rautt. Þetta er annað sinn í þeim
fjórum leikjum sem Hafsteinn hef-
ur spilað í sumar sem hann er rek-
inn af velli. Tryggvi Hrafn Haralds-
son tók vítaspyrnu Skagamanna en
Halldór Páll Geirsson í marki Eyja-
manna varði slaka spyrnu Tryggva.
Á 85. mínútu skoruðu Skagamenn
sitt þriðja mark en þar var á ferð-
inni Albert Hafsteinsson sem skor-
aði með viðstöðulausi skoti rétt
fyrir utan teig eftir sendingu Ólafs
Vals Valdimarssonar. Albert hefur
farið mjög vel af stað á tímabilinu
þar sem hann hefur lagt upp þrjú
mörk og skorað eitt. Tryggvi Hrafn
bætti svo upp fyrir vítið þegar mín-
úta var kominn fram yfir venjuleg-
an leiktíma með marki eftir send-
ingu Ragnars Más Lárussonar.
Lokatölur 4-1 fyrir Skagamenn
sem með því sóttu sín fyrstu þrjú
stig í deildinni.
Næstu leikur Skagamanna í
Pepsideildinni er næstkomandi
mánudag, 5. júní á Akranesi gegn
liði Breiðabliks.
bþb
Skagamenn sóttu þrjú stig til Vestmannaeyja
Albert Hafsteinsson
hefur farið vel af stað í
deildinni. Hann skoraði
þriðja mark Skagans af
fjórum á laugardaginn.
Ljósm. Guðmundur
Bjarki Halldórsson.