Skessuhorn - 31.05.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 27
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Skallagrímur
tapaði gegn
Árborg
Skallagrímur lék sinn annan leik í C-riðli
fjórðu deildar karla í knattspyrnu síðast-
liðinn laugardag. Leikurinn var á Skalla-
grímsvelli gegn liði Árborgar og lauk
leiknum með 4-1 sigri Árborgar. Mark
Skallagríms kom á 62. mínútu en þar var
að verki Goran Jovanovski en Goran fékk
svo rautt spjald í lok leiks. Næsti leikur
Skallagríms er þriðjudaginn næstkom-
andi, 6. júní á útivelli gegn Létti. -bþb
Snæfell/UDN
tapaði stórt
Á þriðjudag í síðustu viku lék Snæfell/
UDN sinn fyrsta leik í A-riðli fjórðu deild-
ar karla í knattspyrnu. Leikurinn var gegn
Kórdrengjunum sem eru nýliðar í fjórðu
deildinni. Snæfell/UDN tapaði leiknum
stórt en hann fór 11-1 fyrir Kórdrengina.
Mark Snæfells/UDN skoraði Deividas Le-
skys í lok leiks úr víti. Næsti leikur Snæ-
fells/UDN er þriðjudaginn næstkomandi,
6. júní á heimavelli gegn Kríu. -bþb
Kári tapaði
Kári tók á móti Þrótti frá Vogum í stór-
leik 3. deildar karla í knattspyrnu á upps-
tigningardag. Leikið var í Akraneshöll-
inni. Um mikinn baráttuleik var að ræða
en að lokum fór svo að Þróttarar höfðu
betur með einu marki gegn engu. Mark
Þróttar skoraði Andri Björn Sigurðsson
á 57. mínútu. Kári hefur sex stig eftir
fyrstu þrjá leiki deildarinnar. Næst mætir
Kári liði KF í Akraneshöllinni laugardag-
inn 3. júní næstkomandi.
-kgk
Manuel Rodriguez mun ekki þjálfa
körfuboltalið kvenna hjá Skallagrími
á næsta keppnistímabili. Manuel
greindi sjálfur frá þessu á Facebook-
síðu sinni sl. miðvikudag. Þar segir
hann að forsvarsmenn félagsins hafi
greint frá ákvörðun sinni um að þeir
hyggðust leita annað eftir þjálfara.
Samningur hans við liðið yrði því
ekki endurnýjaður.
Manuel tók við þjálfun liðsins
fyrir tveimur árum, þegar meistara-
flokkur kvenna var endurvakinn eft-
ir að hafa legið í dvala árin á undan.
Á sínu fyrsta ári stýrði hann Skalla-
grími til sigurs í 1. deild kvenna og á
þessu ári í bikarúrslit og undanúrslit
Íslandsmótsins.
Í færslu sinni færir Manuel leik-
mönnum sínum þakkir fyrir erfið-
ið sem þeir voru tilbúnir að leggja
á sig, þakkar stuðningsmönnum og
Borgnesingum fyrir að hafa staðið
við bakið á liðinu og óskar Skalla-
grími góðs gengis í framtíðinni.
kgk
Manuel mun ekki þjálfa
Skallagrím áfram
Manuel Rodriguez körfuknattleiksþjálfari. Ljósm. jho.
ÍA mætti Þrótti frá Reykjavík á
Akranesvelli síðastliðið þriðju-
dagskvöld í Borgunarbikar kvenna.
Bæði lið leika í fyrstu deild; þar sem
ÍA er með sex stig eftir tvo leiki og
Þróttur þrjú. Leikurinn var jafn
og spennandi fram á síðustu mín-
útu en það var Þróttur sem sigraði
Skagakonur með þremur mörkum
gegn tveimur.
Það var strax á sjöundu mínútu
leiksins sem Skagakonur komust
yfir og þar var á ferðinni nýjasti
leikmaður Skagans; Ruth Þórðar
Þórðardóttir. Staðan var 1-0 í fyrri
hálfleik. Þróttur jafnaði metin á 59.
mínútu með marki frá Michaelu
Mansfield. Unnur Elva Trausta-
dóttir kom inn á sem varamaður
á 66. mínútu og var ekki lengi að
setja svip á leikinn því hún kom
boltanum yfir marklínuna þremur
mínútum síðar. Allt stefndi í sigur
Skagakvenna en á 89. mínútu náði
Þróttur að jafna metin með marki
Sierru Marie Lelli. Það þurfti því
að grípa til framlengingar.
Baráttan hélt áfram í framleng-
ingunni, liðin lögðu allt í sölurnar
til að komast áfram. Það var á 111.
mínútu framlengingar sem Sierra
Marie Lelli slökkti í bikarævin-
týri Skagakvenna með góðu marki.
Lokatölur 3-2 fyrir Þrótt og sem
kemst því áfram í næstu umferð.
bþb
Skagakonur féllu úr
í leik í bikarnum
Hér fagna Skagakonur marki Unnar Elvu Traustadóttur. Ljósm. gbh.
Ganverjinn Samira Suleman, sem
leikið hefur með kvennaliði Vík-
ings Ólafsvík undanfarin ár, hefur
greinst með stórt æxli í kviðarholi.
Samira er 26 ára gömul og við lækn-
isskoðun þegar hún kom aftur til
félagsins í vor kom æxlið í ljós. Það
er ljóst að Samira mun ekkert spila í
sumar en stjórn Víkings ákvað strax
að hún skyldi fá þá læknisþjónustu
sem hún þyrfti hérlendis. Samira
hefur gert mikið fyrir Víking Ólafs-
vík síðustu þrjú tímabil en hún hef-
ur skorað 23 mörk í þeim 30 leikj-
um sem hún hefur skorað. Hún hef-
ur einnig starfað við þjálfun yngri
flokka auk þess að vera leiðtogi inn-
an sem utan vallar. Framundan hjá
Samiru er erfið aðgerð og bataferli
eftir það. Ferlið verður fjárhagslega
erfitt fyrir Samiru og hefur félagið
sett af stað fjáröflun til að létta und-
ir með henni.
Öllum er frjálst að leggja söfnun-
inni lið með frjálsum framlögum
á eftirfarandi reikning: Reiknings-
númer: 0190-05-060550. Kenni-
tala: 470579-0139. bþb
Fyrirliði Víkings Ólafsvík
með æxli í kvið
Samira í leik með Víkingi Ólafsvík.
Í Kópavogi á sunnudag kepptu lið
Breiðabliks og Víkings Ólafsvíkur í
fimmtu umferð Pepsideildar karla í
knattspyrnu. Mikil eftirvænting var
fyrir leiknum og þá sérstaklega í
ljósi þess að Milos Milojevic, nýráð-
inn þjálfari Breiðabliks, stýrði lið-
inu í fyrsta sinn í leiknum en hann
hóf tímabilið sem þjálfari Víkings
Reykjavíkur. Það var slæmur kafli
í fyrri hálfleik sem varð Víkingi að
falli og lauk leiknum með 2-1 fyrir
Breiðabliki.
Víkingur var betri aðili leiksins á
upphafsmínútunum en eftir rúm-
ar tíu mínútur hrundi leikur liðsins
og við tók slæmur kafli. Blikar skor-
uðu fyrra mark sitt á 13. mínútu en
þar var á ferðinni Arnþór Ari Atl-
ason. Fimm mínútunum síðar skor-
uðu Blikar svo seinna mark sitt en
það mark skoraði fyrrum leikmað-
ur Víkings Ólafsvíkur, Hrovje To-
kic. Útlitið var svart fyrir Víkinga
eftir seinna mark Blika og var allt
eins útlit fyrir að Blikar myndu valta
yfir Víking. Það varð þó ekki svo og
Víkingur rétti úr kútnum þegar leið
á leikinn. Á 34. mínútu minnkaði
Kwame Quee muninn fyrir Víking
og staðan því 2-1 í hálfleik.
Ejub stillti upp þriggja manna
varnarlínu í upphafi leiks en í síð-
ari hálfleik skipti hann yfir í fjögurra
manna. Víkingar börðust vel í síð-
ari hálfleik en náðu ekki að skapa sér
nógu góð færi til þess að jafna met-
in. Blikar stóðu uppi sem sigurveg-
arar í leiknum, 2-1. Þetta þýðir að
Vesturlandsliðin tvö hlúa nú hvort
að öðru á botni deildarinnar.
Næsti leikur Víkings er í Ólafsvík
á mánudaginn, 5. júní þegar heima-
menn fá lið KA í heimsókn.
bþb
Víkingur Ólafsvík tapaði gegn Breiðabliki
Úr leik Víkings og KR fyrr í sumar. Ljósm. Alfons Finnsson.