Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2017, Page 22

Skessuhorn - 07.06.2017, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 201722 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Þorgeir Guðmundsson úr Borgar- nesi rær á báti sínum Þyt MB frá Arnarstapa eins og hans vani er á sumrin. Hann segir í samtali við Skessuhorn að aflabrögð í sumar hafi verið afskaplega léleg. „Bless- aður vertu þetta er hörmung mið- að sé við síðasta sumar,“ segir Þor- geir; „en fiskurinn er stærri núna. Hann vill ekki bíta á gúmmíið og verðið það er bara brandari,“ seg- ir hann. „Ég get sagt þér það að það mætti halda að Góði hirðirinn væri með útibú hérna, svo lágt er fiskverðið. Það er 100 krónum lægra en í fyrra. Svo kostar það 30 krónur að selja hvert kíló og þá er eftir að greiða auðlindagjaldið. Eftir það stendur ekki mikið eftir,“ segir Þorgeir sem kveðst ætla að ná veiðiskyldunni og sjá svo bara til hvað hann geri í framhaldinu. Aðspurður um aflabrögð dagsins sagði Þorgeir: „Æ, æ, þetta var ekkert, bara leiðinlegur dagur.“ af Útibú frá Góða hirðinum Þorgeir Guðmundsson landar á Arnarstapa. „Það kemur oft á óvart hversu litlu þarf að breyta til að fyrirbyggja slys,“ segir Auður Björk Guðmundsdótt- ir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs VÍS. Tryggingafélagið VÍS hefur um árabil lagt metnað í að miðla þekk- ingu og reynslu hvað forvarnar- og öryggismál varðar til viðskiptavina sinna. ,,Við verðum að læra af reynsl- unni þar sem slys gera oftast boð á undan sér. Þar er markviss skráning atvika lykilatriði,“ segir Auður Björk. Sem hluti af tryggingaþjónustu VÍS býður félagið fyrirtækjum í forvarn- arsamstarfi að taka upp atvikaskrán- ingarforrit þeim að kostnaðarlausu. Forritið einfaldar skráningu og gefur stjórnendum góða yfirsýn á helstu at- vikum, vinnuslysum og hættum sem skráð eru í kerfið. Út frá upplýsing- um úr forritinu geta fyrirtæki svo far- ið í markvissar úrbætur til að draga úr líkum á slysum og tjónum. Allir eiga að koma heilir heim VÍS heldur árlega forvarnarráðstefnu þar sem einnig eru veittar viðurkenn- ingar fyrir góðan árangur í forvörn- um og öryggismálum. Á síðasta ári hlaut Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði slíka viðurkenningu fyrir góðan árangur. Mikið hefur verið lagt upp úr öruggu vinnuum- hverfi hjá fyrirtækinu og endurspegl- ast þær áherslur í mjög lágri slysa- tíðni, bæði í landvinnslu og til sjós. ,,Stuðningur og eftirfylgni æðstu stjórnenda hvað forvarnir og örygg- ismál varðar er helsta forsendan fyrir góðum árangri í þessum efnum. Það er líka samfélagsleg skylda okkar að miðla okkar þekkingu til að hægt sé að lækka slysatíðni og stuðla þannig að því að allir komi heilir heim,“ seg- ir Auður Björk. Til hamingju með daginn sjómenn! ,,Við óskum sjómönnum innilega til hamingju með sjómannadag- inn. Í auglýsingum frá VÍS sendum við kveðju að þessu sinni með tákn- máli þeirra. Þannig bregðum við á leik með merkjafána sem tákna stafi í stafrófinu og eru notaðir til að koma skilaboðum frá skipum. Við bend- um öllum sem vilja senda sjómönn- um kveðju í tilefni dagsins á að heim- sækja vis.is/sjomenn,“ segir Auður Björk að lokum. Kynning: Viljum lækka slysatíðni til sjós og lands Á síðasta ári hlaut Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði viðurkenningu fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum. Ljósm. úr safni; af. Auður Björk Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs VÍS.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.