Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2017, Qupperneq 30

Skessuhorn - 07.06.2017, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 201730 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Þegar ekin er Ólafsbrautin í Ólafs- vík blasir við manni stórt og mik- ilfenglegt, hvítt og rautt hús sem starir út á hafið. Svava Alfonsdótt- ir, annar íbúi hússins, þekkir ekki annað útsýni en það sem blasir við út um stofugluggann. „Ég átti heima í Dvergasteini hérna aðeins fyrir innan. Svo átti ég annað hús við Ólafsbrautina og svo byggðum við maðurinn minn okkur þetta hús árið 1981,“ segir Svava. „Ég fór ekki neitt. Ég er svo föst,“ seg- ir hún og hlær og minnist þess hve skemmtilegt það hefur verið fyr- ir börnin í lífi hennar að leika sér í fjörunni, sem er rétt við húsið, í gegnum árin. Fiskur út um allt Svava man tímana tvenna í Ólafs- vík. Hún er fædd árið 1940 og er alin upp í Dvergasteini ásamt sex systkinum sínum. Pabbi henn- ar stundaði sjóinn en dó ungur, aðeins 55 ára að aldri. Hún seg- ist ekki muna eftir fátækt á þess- um tíma. Mamma hennar saum- aði á þau systkinin fötin úr klór- uðum hveitipokum, ræktaði hæn- ur og átti kú í félagi við svilkonu sína. Pabbi hennar átti svo nokkr- ar kindur. „Við liðum aldrei skort. Það var alltaf nægur matur til. En það var auðvitað mikið fiskur. Það var mikið borðaður fiskur.“ Svava rifjar upp þegar hún byrj- aði að vinna í fiski. Þá var hún að- eins ellefu ára gömul. „Þá fór ég að vinna í skreið,“ segir Svava og bætir við að pabbi hennar hafi ver- ið verkstjóri yfir hópi af ellefu ára krökkum sem voru liprir og lið- ugir og hoppuðu upp á bílana og hentu skreiðinni niður. Krökkun- um þótti vinnan skemmtileg. Hún hugsar til baka og man eftir bátum sem rétt náðu að sigla að bryggju, fullfermdir af síld. „Þá var maður að vinna fyrir sér,“ segir Svava og bætir við að hún hafi verið 14 ára þegar hún byrjaði að vinna í frysti- húsinu. „Það var náttúrulega voða- lega mikill fiskur úr um allt og við vorum að vinna dag og nótt og á páskum og alla daga.“ Hún segir að bæjarbragurinn sé ekki sá sami og áður í Ólafsvík. „Það breyttist voðalega mikið með kvótakerfinu.“ Hún viðurkennir þó að breytingin hafi ekki verið alslæm. Alltof mik- ill fiskur hafi verið veiddur áður. Sjóveik til Siglufjarðar Svava hefur sjálf sjaldan farið á sjó. Eins og hún segir sjálf þá hugsaði hún um sjómennina í landi, eld- aði fyrir þá og þreif af þeim á milli þess sem hún vann í fiskinum. Hún segist nokkrum sinnum hafa far- ið á trillu út á fjörðinn með son- um sínum, en ekki verið úti á sjó í lengri tíma. Þegar hún var 18 ára hafi hún, í félagi við þrjár vinkon- ur og systur sína, þó látið til leiðast í eitt sinn og farið með 40 tonna skipi til Siglufjarðar til að vinna í síld. „Ég varð svo sjóveik! Og syst- ir mín var sjóhrædd,“ segir hún og hlær og man ekki eftir að hafa fengið annað að borða á leiðinni en kringlur til að stemma við sjó- veikinni. „Systir mín bað meira að segja skipstjórann að hægja á skip- inu.“ Þetta var eina skiptið sem hún fór á sjó. Mikil vinna en skemmtileg Hér áður fyrr voru margir Færey- ingar í Ólafsvík. „Stundum segi ég að ég hafi verið í ástandinu,“ segir Svava og hlær. „Færeyska-ástand- inu.“ Svava giftist einum þeirra, Finni Gærdbo sem kom til lands- ins 1955 og ílentist hér. Kom frá Vogi í Suðurey í Færeyjum árið 1955, þá á 16. ári. Þau hófu búskap og börnin urðu fjögur. Svava segir að á þessum árum hafi verið meira líf á bryggj- unni. „Það var mikið af Færey- ingum hérna, mikið af fólki. Fólk alls staðar að af landinu vinnandi í fiski og á sjónum og mikið fjör og svo var ball um helgar.“ Vinn- an hafi verið mikil. „Þeir fiskuðu eins mikið og þeir vildu og það var einum of mikið, því það var fiskur út um allt. Út um allt planið og al- veg niður að sjó. Þetta var allt of mikið. Við urðum bara að vinna þetta.“ Svava hugsar þó með hlýju til þessara ára. „Það var gaman. Þetta var svona líf, eins og maður myndi segja.“ Með tilkomu kvóta- kerfisins hafi hægst á framleiðsl- unni. Ekki var fiskað eins grimmt úr sjónum. Svava og maðurinn hennar, Finn, voru í hópi þeirra sem hófu að halda Færeyska daga í Ólafs- vík. Hún hugsar til þeirra ára með miklu stolti. „Þetta var mikil vinna að skipuleggja þetta, en rosalega gaman.“ Stoppar á barnabörnunum Eins og áður sagði hefur Svava búið í Ólafsvík öll sín ár. Pabbi hennar var sjómaður, eiginmaður hennar líka og synir hennar þrír enduðu allir á sjó. Hún man ekki eftir því að hafa ótt- ast um pabba sinn þegar hann stund- aði sjóinn. „Ég var náttúrulega lít- il þá og hafði ekkert vit. En mamma var stundum hrædd um pabba þegar hann var á sjónum í litlum báti. Hann hét Víkingur báturinn.“ Svava giftist sjálf sjómanni seinna meir. „Hann fór með strákana mína á sjóinn. Mér fannst það svolítið leiðinlegt, fannst þeir of ungir. Þetta er bara sjómanns- líf.“ Barnabörnin hennar hafa ekki sýnt því mikinn áhuga að stunda sjó- inn, þó einhver þeirra fari út í félagi við eldri kynslóðina af og til. Svövu finns eilítil eftirsjá af því og hefði vilj- að sjá eitthvert barnabarnanna halda áfram á sjónum. klj Man þrjár kynslóðir af sjómönnum Spjallað við Svövu Alfonsdóttur í Ólafsvík Svava Alfonsdóttir hefur allt sitt líf búið við sjóinn, unnið í fiski, gift sjómanni og átt syni til sjós. Þessi mynd var tekin árið 2005 þegar eiginmaður Svövu; Finnur Gærdbo var heiðraður á sjómannadaginn. Svava ásamt fermingarsystkinum sínum frá 1954. Fleytifullur Halldór Jónsson SH. Myndin er tekin í september 1962. Halldór Jónsson SH-217 við bryggju og löndun framundan. Hér voru 1800 fiskar búnir að veiðast í eina trossu. Myndin er frá því í maí 1960 og tekin um borð í Jóni Jónssyni SH.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.