Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2017, Side 38

Skessuhorn - 07.06.2017, Side 38
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 201738 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Óhætt er að segja að Hjörleif- ur Guðmundsson í Ólafsvík hafi í nægu að snúast. Raunar er erfitt að átta sig á hvernig hann kemst yfir allt það sem hann gerir á hverj- um sólarhring. Hann er fæddur og uppalinn Ólsari. Hefur búið þar alla tíð og hefur að mestu stundað sjóinn en smíðar og grúskar í vél- um að auki. Hjörleifur var 16 ára þegar hann byrjaði á sjó og nú er hann fimmtugur þannig að árin í sjómennskunni eru orðin 34 en að vísu nokkur hlé þar inn í. „Ég klár- aði níunda bekkinn hérna og fór svo á sjóinn. Áður hafði ég alltaf verið að beita með skólanum. Ég byrjaði á vertíðarbáti sem hét Sig- urvík og var á netum.“ Hann seg- ir fyrstu kynninn af sjómennskunni alls ekki hafa verið skemmtileg. „Þetta var sjóveiki út í gegn, ég skil ekki hvernig ég tórði. Við byrjuð- um í kolvitlausu veðri og þetta var algjör viðbjóður. En sjóveikin rjátl- aðist svo af mér og fyrst ég hélt út fyrstu vertíðina var ekkert í vegi að halda áfram. Ég var á sjó í eitt til tvö ár en fór svo að vinna við smíð- ar, sem ég hef alltaf gert svolítið af þótt ég sé ekki lærður smiður.“ Eingaðist fyrstu trilluna 22 ára Eftir þessa slæmu reynslu af fyrstu vertíðinni var Hjörleifur síðan á vertíðarbátum og rækjubátum al- veg fram til 1989 en þá keypti hann sér sína fyrstu trillu tuttugu og tveggja ára gamall. „Þessi bátur hét Geisli og síðan hef ég átt marga báta og allir hafa þeir heitið Geisli nema þegar bátarnir hafa ver- ið tveir í minni eigu á sama tíma, þá hefur hinn heitið Smyrill. Mest hefur verið af trillum í minni eigu en ég hef samt átt stærri báta og allt upp í þrjátíu tonna. Þann bát keypti ég í frekar lélegu ástandi og gerði hann upp. Það vantaði mik- ið í hann og var frekar bágborinn þegar ég fékk hann en í góðu standi þegar ég seldi hann ári síðar. Framleiðir ísinn fyrir bátana Núna rekur Hjörleifur ísverk- smiðju sem hann keypti á sínum tíma auk þess að róa á strandveiði- báti. Hann sér í raun flestum ef ekki öllum bátum í Snæfellsbæ fyr- ir ís til að taka með í róðra en ís- inn selur hann þó allan í gegnum fiskmarkaðina tvo í Snæfellsbæ. Hann gerir ekki mikið úr vinnunni í kringum það þótt hann sé að selja 30-40 tonn af ís á dag þegar all- ir eru úti á sjó. „Þetta er fyrst og fremst lyftaravinna og yfirlega.“ Hjörleifur hefur þó ekki hætt á sjó þótt hann reki ísverksmiðjuna. „Ég hætti að vísu að róa á veturna og er nú á strandveiðinni einn á Geisla, þessum tólf tonna báti sem ég keypti sem skel með húsi og vél og kláraði að útbúa sjálfur. Þetta er breskur bátur og það vantaði allar innréttingar, rafmagn og annað.“ Hefur gert upp margar Yanmar vélar Hjörleifur segist kannski ekki vera þúsundþjalasmiður þótt hann inn- rétti báta, sjái um vélbúnaðinn og það sem þarf í þá . „Nei, ég hef bara verið að föndra við þetta allt og mikið gert af því að gera upp bátavélar, sérstaklega frá Yanmar.“ Hann segir marga leita til sín í dag með Yanmar vélar og hann taki oft vélar til sín og eigi varahluti á lager sem nýtist honum og öðr- um.“ Hann segir að sig skorti ekki tíma til strandveiðanna þrátt fyr- ir allt. „Nei, nei ég bý þá bara til tíma, þannig er það. Þessi bátur er nokkuð stór í þetta og rekur svolít- ið skart en ég er með tólf feta fall- hlíf sem ég set út ef rekið er mik- ið. Það má ekki vera mikið meira en ein míla svo fiskurinn hætti að taka. Þetta er misjafnt eftir árum og í hitteðfyrra var ég með fallhlíf- ina úti nána allt sumarið en þessi bátur rekur þó ekki mikið meira en Sómabátarnir. Það hefur gengið ótrúlega vel á strandveiðinni þetta árið miðað við veðurfarið og ég hef nánast alltaf náð skammtinum þeg- ar ég hef róið.“ Bens og BMW fyrir strákana Það má ætla að maður sem vinn- ur langt fram á kvöld sé ekki fjöl- skyldumaður en kona Hjörleifs umber þetta. Hún heitir Fríða Sveinsdóttir og sér um bókasafnið í Ólafsvík. Þau eiga þrjá syni, Sigur- laugur er elstur en unnusta hans er Guðrún Jónsdóttir og eiga þau tvö börn, Marinó og Jón Heiðar. Syn- irnir Arnleifur og Hjörvar eru svo sautján ára tvíburar. „Strákarnir eru að fá bílprófið núna í júlí svo nú eru það bílarnir fyrir þá sem ég er að vinna í fyrir utan allt annað. Ég er búinn að gera upp nokkra bíla og nú er ég með Bens og BMW sem ég er að gera klára fyrir strákana. Það eru harðar kröfur sem ungir menn gera núna um fyrstu bíla,“ segir Hjörleifur og hlær. hb/ Ljósm. af. Þúsundsþjalasmiðurinn Hjörleifur Hjörleifur Guðmundsson. Hjörleifur um borð í báti sínum Geisla. V M - F é l a g v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a - S t ó r h ö f ð a 2 5 - 1 1 0 R e y k j a v í k - 5 7 5 9 8 0 0 Landsfélag í vél- og málmtækni VM- Félag vélstjóra og málmtæknimanna óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn Sjómenn, til hamingju! Sjómannadagurinn

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.