Skessuhorn


Skessuhorn - 07.06.2017, Side 49

Skessuhorn - 07.06.2017, Side 49
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2017 49 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Fisheries Training Programme Fjölmargir keppendur tóku þátt í sjóstangveiðimóti EFSA sem fór fram í Ólafsvík helgina 26.-27. maí. Alls voru 47 keppendur sem tóku þátt og þar af 36 erlendir gestir. Fyrirhugað var að róa í þrjá daga en vegna veðurs reyndist ekki unnt að róa á fimmtudeginum. Alls var róið á 12 bátum sem komu víðsvegar af Snæfellsnesi og var afli keppenda mjög góður. Erlendu keppendurn- ir rómuðu skipulag mótsins og voru ánægðir með aflabrögð. Að sögn Helga Bergssonar formanns EFSA var þetta mót notað sem æfinga- mót fyrir Evrópumót EFSA sem fer fram í Ólafsvík á næsta ári. Þá er von á annað hundrað keppendum til landsins. Stærsti þorskurinn sem fékkst á mótinu var 121 cm langur og afla- hæsti báturinn var Rún SH og var Arnór Guðmundsson skipstjóri, en þess má geta að Rún SH var minnsti báturinn í keppninni. Á laugardags- kvöldið var svo haldið lokahóf á hótelinu og afhent á þriðja tug verð- launa. af Fjölmennt sjóstangveiðimót EFSA í Ólafsvík Þessi Breti fékk spriklandi síld á sjó- stöngina. Áhöfnin á Kríu SH lentu í þriðja sæti yfir aflahæstu bátana og er það Albert Guðmundsson skipstjóri sem hampar Þorskinum og þarna bregður fyrir leikaranum Gunnari Jónssyni, einum helsta áhugamanni um sjóstangveiðar hér á landi. Helgi Bergsson veitir Arnóri Guðmundssyni skipstjóri á Rún SH verðlaun fyrir að vera aflahæsti báturinn. Erlendu keppendurnir voru yfir sig ánægðir með mótið og hér má sjá áhöfnina sem réri á Ingibjörgu SH., Þessir félagar fóru í æfingaferð með Frosta HF og skemmtu sér hið besta enda nógur afli. Á miðvikudeginum var farið í æfingferð og hér má sjá einn sem fékk væna lúðu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.