Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 201710 Alls voru 124 nemendur úr öll- um deildum útskrifaðir frá Há- skólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn síðastliðinn laugardag. Í ávarpi sínu vék Vilhjálmur Egils- son rektor að því að skólinn hafi treyst stöðu sína sem gæðaskóli og áfram verði sótt fram á þeim vett- vangi. Þá hafi aðsókn í meistara- nám verið sérstaklega góð og hóp- ur meistaranema sem kemur inn í haust verður væntanlega sá stærsti sem sést hefur. Þá ræddi Vilhjálm- ur um að stjórn skólans hafi ákveð- ið að boða til mikils stefnumótun- arfundar á Bifröst næsta haust og vonast sé eftir breiðri þátttöku úr hópi aðstandenda skólans; starfs- fólki og nemendum. Vonast sé til þess að fundurinn muni styrkja enn frekar innviði skólans og sam- stöðu. „Það er gaman að fylgjast með Bifrestingum á vinnumark- aðnum. Við sjáum víða fréttir af þeim og lesum um hvað þeir eru að gera og hvernig námið á Bifröst hefur gagnast. Við bíðum spennt eftir því að sjá hvaða afrek útskrift- arnemar okkar í dag eiga eftir að vinna. Þau munu örugglega láta að sér kveða,“ sagði Vilhjálmur í ávarpi sínu til útskriftarnema. Verðlaun og útskriftarræður útskriftarverðlaun hlutu í grunn- námi, Þórdís Sif Arnarsdóttir úr viðskiptadeild, Ásdís Hrönn Ped- ersen Oddsdóttir í lagadeild og Ingunn Bylgja Einarsdóttir félags- vísindadeild. útskriftarverðlaun hlutu í meistaranámi Helga Dröfn Þórarinsdóttir viðskiptadeild, Lilja Björg Ágústsdóttir lagadeild og Ása Fanney Gestsdóttir félags- vísindadeild. Að auki fengu eftir- farandi þrír nemendur felld nið- ur skólagjöld á haustönn í tilefni af framúrskarandi námsárangri: Vera Dögg Höskuldsdóttir við- skiptadeild, Sonja Hafdís Pálsdótt- ir lagadeild og Pétur Steinn Pét- ursson félagsvísindadeild. Þá var verðlaunanemandi í Háskólagátt Fanney Valsdóttir. Ræðumaður fyrir hönd grunn- nema viðskiptadeildar var Björgvin Ingi Pétursson, fyrir hönd grunn- nema lagadeildar jónas Halldór Sigurðsson og fyrir hönd grunn- nema í félagsvísindadeild Hallur Guðmundsson. Ræðumaður fyrir hönd meistaranema var Anna Mar- ín Þórarinsdóttir viðskiptadeild. Ræðumaður fyrir hönd Háskól- gáttarnema var Sigríður Hvönn Karlsdóttir. Karlakórinn Lóuþræl- ar sá um söngatriði við útskriftina. mm Brautskráð frá Háskólanum á Bifröst Vilhjálmur Egilsson rektor í ræðustól. Svipmynd frá gestum við athöfnina. Það var glatt á hjalla og skemmti- leg stund þegar sjötíu börn tóku fyrstu skóflustungurnar að nýju fiskvinnsluhúsi Guðmundar Run- ólfssonar hf. í Grundarfirði á laug- ardaginn. Samkvæmt heimildum Skessuhorns var lagerinn af hent- ugum skóflum tæmdur hjá helstu innflutningsaðilum í landinu. Á lóð við hlið núverandi vinnsluhúss verður byggt um tvö þúsund fer- metra hús sem tæknilega verður afar vel búið. Á föstudaginn var á árlegu golf- móti í tilefni sjómannadagshelg- arinnar skrifað undir samning við Marel um kaup á vélbúnaði í nýja vinnsluhúsið. Meðal annars verða keyptar tvær nýjar vatns- skurðarvélar, ný flæðilína fyrir bolfisk, pökkunarlína og vinnslulína fyrir karfa. Eftir stækkun verður hægt að vinna 75-80% meira en í nú- verandi vinnslu, eða 30 til 35 tonn á dag, en með svipuðum fjölda starfsfólks. Í nýja hús- ið verður keyptur nýr tækja- búnaður en einungis flök- unarvélar sem verða fluttar milli húsa. Alls er fjárfest- ing fyrirtækisins við þessa framkvæmd um einn milljarður króna. Stefnt er að því að vinnsla geti hafist í nýja húsinu síðla á næsta ári. Sigurður Ólafson sölu- stjóri hjá Marel gat þess við und- irritun samningsins á föstudaginn að hann væri sá stærsti sem fyrir- tækið hefur gert við íslenska fisk- vinnslu í einu lagi. jafnframt væri þetta samningur um fullkomnasta búnað sem Marel hefur hannað til fiskvinnslu. mm/ Ljósm. sá. Sjötíu skóflustungur að nýju fiskvinnsluhúsi F.v. Rósa Guðmundsdóttir, Guðmundur Jónsson yfirmenn ÍSÍ á Íslandi, Guð- mundur Smári Guðmundsson og Helgi Anton Eiríksson sem einnig er frá ÍSÍ. Skóflustungur teknar að nýja húsinu. Sigurður Ólason frá Marel, Guðmundur Smári framkvæmdastjóri GRun og Valdi- mar Sigurðsson frá Marel eftir að skrifað var undir samninginn um vélbúnaðinn. Verkið í öruggum höndum ungu kynslóðarinnar. Freyðivínið fékk að fljóta eftir að skrifað var undir samning um búnaðarkaupin á golfvellinum. Runólfur Guðmundsson mætir á svæðið með skóflurnar sjötíu í kari.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.