Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 201718 Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víðast hvar um landshlutann síðastliðinn sunnudag í blíðskaparveðri. Skipu- lögð dagskrá var alla helgina í Snæfellsbæ og í Grundarfirði, líkt og hefð gerir ráð fyrir. Hátíðahöld í Ólafsvík hófust á skemmtisiglingu á föstudag og í framhaldinu tók við hver við- burðurinn á fætur öðrum. Keppt var í hinum ýmsu keppnis- greinum á laugardeginum og um kvöldið fór fram sjómanna- hóf í félagsheimilinu Klifi. Á sunnudag söfnuðust gestir saman í Sjómannagarðinum í Ólafsvík þar sem sjómennirnir Víkingur Halldórsson, fyrrum skipstjóri, og Pétur jóhann Bogason vél- stjóri voru heiðraðir. Í Grundarfirði var margt til gamans gert til að fagna hátíð sjómanna. Meðal annars var keppt í skotfimi og golfi og var nóg um að vera fyrir bæði börn og fullorðna alla helgina. Á sunnu- dag var messað í Grundarfjarðarkirkju og lagður blómsveigur við minnismerkið við kirkjuna til minningar um látna sjómenn. Karlakórinn Kári söng við athöfnina. Hefðbundin dagskrá var í Stykkishólmi á sjómannadaginn. Líf og fjör var á bryggjunni þar sem keppt var í hinum ýmsu greinum og þyrla Landhelgisgæslunnar mætti á svæðið og sýndi björgun úr sjó. Þá var sjómaðurinn Hermann Bragason heiðraður í Stykkishólmskirkju. grþ Sjómannadagurinn á Snæfellsnesi Kappróður í Snæfellsbæ. Ljósm. af. Karlakórinn Kári söng við minningarathöfn við Grundarfjarðarkirkju. Ljósm. sk. Menn í keppnisskapi. Þeir Rúnar Hallgrímsson og Aron Baldursson kepptu í því að þræða nál, drekka kók og borða kókosbollu. Svo þurfti að fara í ískarið og ná í bjór sem var þar ofan í. Ljósm. af. Áhöfnin á Stakkhamri SH frá Rifi bauð upp á fiskisúpu og brauð og var löng biðröð gesta til þess að fá að smakka fiskisúpuna. Ljósm. af. Í Snæfellsbæ var vel tekið á í reiptogi. Ljósm. af. Krakkasprell var í Vélsmiðju Grundarfjarðar. Ljósm. sk. Mikið fjör var á bryggjunni í Grundarfirði í blíðskaparveðri. Ljósm. sá. Í Stykkishólmi var Hermann Bragason heiðraður. Matthías Þor- grímsson formaður Sjómannadagsráðs afhenti honum merki og blóm og Dagbjört Höskuldsdóttir fór yfir sjómannsferil Hermanns. Ljósm. sá. Nóg var um að vera í Stykkishólmi á sjómannadaginn. Hér má sjá tvo unga menn etja kappi í róðri. Ljósm. sá. Sjómannadagsmót í skotfimi var haldið í Grundarfirði. Í fyrsta sæti í karlaflokki lenti Unnsteinn Guðmundsson, Gísli Valur Arnarson í öðru og Guðmundur Andri Kjartansson í þriðja. Í fyrsta sæti í kvennaflokki var Mandy Nachbar, Karen Ósk Þórisdóttir í öðru og í þriðja lenti Heiða Lára Guðmundsdóttir. Ljósm. sk. Sjómenn hlutu farandbikarinn á sjómannadagsmóti í skotfimi í Grundarfirði. Ljósm. sk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.