Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 201720 Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Akranesi eins og víða um land á sunnudaginn. Hátíð- arhöld voru öllu líflegri en ver- ið hafa síðustu ár og var ýmis- legt í boði fyrir bæjarbúa. Hin ár- lega sjómannadagsmessa fór fram í Akraneskirkju þar sem sjómað- ur var heiðraður. Í ár var Ingi- mar Magnússon fyrrverandi skip- stjóri heiðraður fyrir störf sín. Eftir athöfnina er hefð fyrir því að messugestir gangi fylktu liði að Akratorgi þar sem blómsveig- ur var lagður við styttuna af sjó- manninum. Sjóbaðsfélag Akraness hélt dýf- ingakeppni við Langasand þar sem keppendur stungu sér af hinum nýjan björgunarbáti jóni Gunn- laugssyni en áhorfendur söfnuð- ust saman á Aggapalli. Keppt var í tveimur flokkum; annars veg- ar í hefðbundinni stungu og svo stungu með frjálsri aðferð. Ald- ursflokkarnir voru einnig tveir en keppt var í flokki 49 ára og yngri og 50 ára og eldri. Hildur Björnsdóttir opnaði ljósmyndasýningu í Akranesvita og spiluðu Travels Tunes Iceland við opnunina. Mikið líf var við höfnina fyrir fólk á öllum aldri og mætti þyrla Landhelgisgæslunnar og sýndi björgun úr sjó. Börnin gátu valið um ýmislegt skemmti- legt að gera eins og kassaklifur, vatnsbolta og ýmsar þrautir. Lítill markaður var á svæðinu þar sem m.a. var hægt að kaupa afurðir unnar úr sjávarfangi og listmuni. Býsna margir voru á ferð um höfnina á kajökum meðan aðrir tóku þátt í róðrarkeppni á árabát- um. Meðan á þessu öllu stóð barst skemmtilegt harmónikkuspil til eyrna. Slysavarnadeildin Líf færði Akraneskaupstað gjöf með form- legum hætti niðri á Breið um morguninn. Deildin afhenti þá bæjarstjóranum, Sævari Frey Þrá- inssyni, tvo björgunarhringi sem staðsettir verða á Breið. bþb Sjómannadagurinn á Akranesi Slysavarnardeildin Líf færði Akraneskaupstað tvo björgunarhringi að gjöf. Björg- unarhringirnir verða á Breiðinni. Sjóbaðsfélagið stóð fyrir dýfingakeppni þar sem keppt var í hefðbundni stungu og stungu með frjálsri aðferð. Sjómannadagsmessa fór fram í Akraneskirkju. Eftir messuna gengu kirkjugestir að Akratorgi þar sem blómsveigur var lagður að styttunni af sjómanninum. Vil- hjálmur Birgisson leiddi gönguna. Dorgveiðikeppni var haldin á Sementsbryggjunni þar sem þessir hressu feðgar voru meðal keppenda. Ingimar Magnússon fyrrverandi skipstjóri var heiðraður fyrir störf sín. Við hlið hans er eiginkona hans Ásthildur Theódórsdóttir. Þyrla Landhelgisgæslunnar mætti á svæðið og sýndi björgun úr sjó. Krakkarnir gátu spreytt sig á ýmsum þrautum á bryggjunni, meðal þeirra var bátagerð sem þessi unga stúlka reyndi fyrir sér í. Nokkuð fjölmennt var á bryggjunni þar sem í gangi var lítill markaður, leiktæki fyrir börn og fleira. Á bryggjunni voru börnin hress og kát. Margir sigldu í rólegheitum á kajökum um Akraneshöfn. Harmónikkutónlist ómaði um hafnarsvæðið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.