Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 201712 Í sumar mun nýr sérútbúinn bíll á vegum já, í samstarfi við Toyota, taka 360° myndir við helstu kenni- leiti og götur bæja hér á landi fyrir kortavefinn á já.is. Um er að ræða umhverfisvænan Toyota Yaris Hy- brid bíl. já-bíllinn verður á ferð- inni á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum í júní en fer síðan um Suðurland, Austurland, Norð- urland, Vestfirði og Vesturland í júlí og ágústmánuði. Hægt verð- ur að fylgjast með ferðum bílsins á Facebooksíðu já og á já.is er hægt að nálgast ferðaáætlun bílsins. Sér- stakur hugbúnaður er notaður við verkefnið og á bílnum er áföst 360° myndavél. Öll myndagögnin eru með GPS hnitum og verða þau tengd kortavefnum á já.is. Fyrir utan götumyndir á kortavefnum þá er einnig hægt að skoða 360°mynd- ir innandyra hjá fyrirtækjum. Notendur já, íslenskir sem er- lendir, nýta kortavefinn til skoða götumyndir áður en lagt er af stað í ferð um landið. Með aukinni notk- un snjallsíma hefur notkun korta- vefsins aukist verulega en um 240 þúsund manns nota kortvef já.is. 360° myndirnar eru opnaðar um 80- 90 þúsund sinnum í hverjum mánuði. „Þetta er algjört draumastarf, ég fæ tækifæri til að ferðast um allt landið í sumar, skoða helstu nátt- úruperlurnar og heimsækja af- skekkta staði. Verkefnið fléttast einnig skemmtilega saman við mitt helsta áhugamáli sem er ljósmynd- un. Það verður hægt að fylgjast með ferðalaginu mínu á Facebook síðu já en við munum vera dugleg að setja efni þar inn,“ segir Frí- mann Kjerúlf Björnsson bílstjóri já-bílsins. mm Já 360° bílinn myndar um allt land í sumar Síðastliðinn laugardag voru tvær sumarsýningar opnaðar í Norska húsinu í Stykkishólmi. Að þessu sinni verða sýningarnar tvær tals- ins; myndlistarsýning eftir Ernu Guðmarsdóttur, Fuglar og Fantasí- ur og ljósmyndasýning eftir Hjör- dísi Eyþórsdóttur af Snæfellsnesi. Báðar sýningarnar standa til 31. ágúst 2017. Erna Guðmarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1940 og stundaði fyrst listnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og lauk svo prófi með kennsluréttindum frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Erna hef- ur mikla tengingu við Stykkishólm og á hún hús þar ásamt eiginmanni sínum Steinþóri Sigurðssyni. Á sýningunni Fuglar og Fantasí- ur gefur að líta nýjustu verk Ernu þar sem efniviðurinn er sóttur í margbreytilegan og litríkan heim fuglanna. Fuglar Ernu eru ýmist af tegundum sem við þekkjum vel eins og hrafnar, lóur, gæsir og tjaldar en sjálf hefur listakonan farið á hugar- flug og skapað nýjar tegundir sem mæla sér mót við kirkjuglugga eða eiga fagnaðarfund á grein. Hjördís Eyþórsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1991. Hún hef- ur undanfarin tvö ár verið búsett í Stykkishólmi. Sýningin Snæfells- nes er fyrsta sýning Hjördísar. Hún hóf að taka ljósmyndir árið 2016 og hefur lengi haft mikinn áhuga á ljósmyndun. Hún tekur oftast ljós- myndir af nærumhverfi sínu sem er Snæfellsnes. Í janúar síðastliðinn fór hún til Kína og dvaldi þar í sex vikur, ferðaðist og ljósmyndaði það sem fyrir augu bar. Ljósmyndirnar á sýningunni eru teknar á árunum 2016 og 2017. -fréttatilkynning Tvær sumarsýningar í Norska húsinu í Stykkishólmi Í vetur hefur verið unn- ið við stækkun á veiðihúsi Þverár við Helgavatns- múla í Þverárhlíð. Var 250 fermetra stækkun tekin í notkun um liðna helgi þeg- ar fyrstu veiðimenn mættu á svæðið, en veiði hófst í ánni á laugardaginn. Við- byggingin er öll hin glæsi- legasta. Í henni eru sjö rúmgóð tveggja manna herbergi með baði en auk þess er ýmis aðstaða bætt, svo sem heitur pottur og sauna á sólpalli. Þessi her- bergi bætast við önnur sjö sem veiðimenn geta nýtt, til dæmis í þeim tilfell- um þegar tveir deila sömu stönginni, en alls er veitt á sjö stangir í hverju holli. Yfirverktaki í framkvæmd- unum var Hlynur Kárason byggingameistari en undir- verktakar í héraði tóku að sér ýmsa verkþætti. Ragna Þórisdóttir innanhússarki- tekt hannaði húsið að innan og er það allt hið smekkleg- asta eins og sjá má á með- fylgjandi myndum. Leigutaki Þverár og Kjar- arár er einkahlutafélagið Starir sem er í eigu þeirra Davíðs Mássonar, Halldórs Hafsteinssonar og Ingólfs Ásgeirssonar. Ingólfur sagði í samtali við Skessuhorn að prýðilega hafi gengið að selja veiðileyfi í ána í sumar og eru þau uppseld. mm Stækkað veiðihús tekið í notkun við Þverá Horft heim að veiðihúsinu við Helgavatnsmúla. Aðstaðan öll er hin myndarlegasta, hér er pallur með sauna og heitum potti. Útsýni úr einu herbergjanna. Herbergin í nýja veiðihúsinu eru öll hin smekklegustu, um 20 fm hvert og öll með baði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.