Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 2017 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímur sótti þrjú stig í vikunni BORGARNES: Á þriðjudaginn í síðustu viku lék Skallagrímur gegn Létti í þriðju umferð C-riðils fjórðu deildar karla í knattspyrnu. Leiknum lauk með 3-0 sigri Léttis en mörkin skoruðu Andri Magnús Eysteinsson, Ísleifur Gissurarson og Guð- mundur Gunnar Sveinsson. Skallagrímur lék svo aftur í C-riðli á mánudaginn síð- astliðinn gegn Úlfunum. Skallagrímur vann þann leik 6-2 en mörk Skallagríms skoruðu; Milos Bursac skoraði þrennu, Yngvi Magnús Borgþórsson, Elís Dofri G. Gylfason og Arnór Jónsson skoruðu allir eitt mark. Næsti leikur Skallagríms er föstudaginn, 16. júní, gegn Kormáki/ Hvöt á Hvammstanga. -bþb Snæfell tapaði tveimur leikjum SNÆF: Snæfell spilaði tvo leiki í A-riðli fjórðu deildar karla í sl. viku. Fyrri leik- urinn var síðastliðinn fimmtudag gegn Kríu og lauk 13-2 fyrir Kríu. Mörk Snæ- fells skoruðu Sindri Geir Sigurðarson og Einar Auðunn Finnbogason. Dar- iusz Krzysztof Wota og Deividas Leskys voru báðir reknir útaf með rautt spjald í liði Snæfells. Síðastliðinn mánudag lék Snæfell svo gegn liði Hamars og tap- aði Snæfell þeim leik 14-0. Næsti leikur Snæfells er á heimavelli gegn GG, þriðju- daginn 20. júní. -bþb Albert og Tryggvi léku í tapi U-21 AKRANES: Um liðna helgi lék íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu vin- áttuleik við U-21 árs lið Englands. Leik- urinn fór fram á St. George‘s Parks í Eng- landi og lauk með 3-0 sigri Englands. Lið Englands er mjög sterkt og má þar finna fastamenn í liðum í efstu deild en liðið hefur leik á Evrópumótinu á föstudaginn næsta. Tveir Skagamenn komu við sögu í leiknum. Tryggvi Hrafn Haraldsson var í byrjunarliðinu en hann var að spila sinn þriðja leik fyrir U-21 árs landsliðið auk þess sem hann á einn leik fyrir A-lands- liðið. Albert Hafsteinsson kom svo inn á fyrir Viktor Karl Einarsson á 50. mínútu leiksins og lék þar með sinn fyrsta leik fyrir yngri landslið Íslands. -bþb ÍA gerði jafntefli við Hamrana AKRANES: Um helgina var fimmta um- ferð leikin í fyrstu deild kvenna í knatt- spyrnu. Í Boganum á Akureyri mættust lið Hamranna og ÍA en eitt stig skildi lið- in að fyrir leikinn. Hamrarnir voru með sjö stig en Skagakonur sex. Leikurinn var sannkallaður baráttuleikur og lauk með 1-1 jafntefli. Hamrarnir komust yfir strax á níundu mínútu með marki frá Rakel Ólu Sigmundsdóttur. Birta Stefánsdótt- ir jafnaði metin á 37. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Fleiri mörk voru ekki skor- uð og jafntefli staðreynd. Eftir leikinn eru bæði lið við miðja deild, Hamrarnir með átta stig í fimmta sæti og Skagakonur með sjö stig í sjötta sæti. Næsti leikur Skagakvenna er á Akranesvelli á morg- un gegn Selfossi. -bþb Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnu- kylfingur hjá GKG og íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis, átti frábær- an lokadag í KPMG bikarnum í Belgíu á sunnudaginn, en mótið var hluti af evrópsku áskorendamóta- röðinni. Fyrir lokadaginn var Birg- ir Leifur í 14.-16. sæti á tíu högg- um undir pari. Eftir níu holur var hann tveimur höggum undir pari og var að missa af efstu mönnum. Hann átti hins vegar afar góðan lokasprett og setti niður fjóra fugla á seinni níu og lék á 66 höggum eða sex undir pari vallarins. Birgir klár- aði mótið á sextán höggum undir pari sem skilaði honum fjórða sæti á mótinu, þremur höggum lakari árangur en Austurríkismaðurinn Martin Wiegele sem sigraði á mót- ið. Birgir Leifur fékk 800 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir fjórða sætið en árangur hans mun líklega fleyta honum nokkuð ofar á stiga- lista áskorendamótaraðarinnar sem og heimslistans í golfi. bþb Birgir Leifur lék lokadaginn á sex höggum undir pari Víkingsstúlkur tóku á móti sterku liði Sindra í fimmtu umferð 1. deildarinnar í knattspyrnu á síðasta laugardag. Það var Salvör Dalla Hjaltadóttir sem gerði fyrsta mark leiksins fyrir Sindra á 15. mínútu og Phoenetia Browne setti svo annað mark fyrir Sindrastúlkur á 25. mín- útu. Víkingsstúlkur gáfust þó ekki upp og fengu víti á 35. mínútu sem Unnbjörg jóna Ómarsdóttir skor- aði úr og lagaði stöðuna í 1 - 2 og var hún þannig þegar flautað var til hálfleiks. Víkingsstúlkur héldu bar- áttu sinni áfram þó hún hefði ekki tilætlaðan árangur en á 75. mínútu bætti Inga Kristín Aðalsteinsdótt- ir þriðja markinu við fyrir Sindra. Það fór því svo að leikurinn endaði 1 - 3. Víkingsstúlkur eru því enn í neðsta sæti eftir fimm umferðir með eitt stig. Þær eiga næst leik við Tindastól á Sauðárkróki föstudag- inn 16. júní. þa Víkingsstúlkur þurftu að lúta í gras Í síðustu viku var dregið í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins í knatt- spyrnu karla. ÍA var eitt af þeim átta liðum sem voru í pottinum en sex úrvalsdeildar lið og tvö fyrstu deildar lið eru eftir. Skagamenn drógust á móti fyrstu deildar liðinu Leikni Reykjavík og fer leikurinn fram í Breiðholtinu mánudaginn 3. júlí. Skagamenn náðu sínum besta árangri í bikarkeppninni í áratug á dögunum þegar þeir slógu út lið Gróttu í 16-liða úrslitum. bþb Skagamenn mæta Leikni Úr leik ÍA og Gróttu í 16-liða úrslitum. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Golfklúbbur Leynir og kylfing- urinn Valdís Þóra jónsdóttir hafa skrifað undir afrekssamning. Það var gert um helgina þegar styrktar- mót fyrir Valdísar Þóru fór fram á Garðavelli. „Um er að ræða tíma- mótasamning sem innifelur stuðn- ing við atvinnukylfinginn Valdísi Þóru sem keppir á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour) og leikur undir merkjum Leynis. Golf- klúbburinn Leynir hefur markvisst síðustu misseri unnið að undirbún- ingi samninga við kylfinga Leynis og er þetta fyrsti samningurinn af þessum toga við afrekskylfing úr röðum Leynis. Með samningnum vill Golfklúbburinn Leynir gera af- rekskylfingum kleift að iðka golfí- þróttina og efla sig til að ná enn betri árangri,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Afrekssamningurinn felur m.a. í sér að Leynir styrkir Valdísi Þóru vegna mótahalds á Eimskipsmóta- röðinni og Evrópumótaröð kvenna ásamt öðrum stuðningi er varðar aðgengi að Garðavelli fyrir styrkt- armót og afnot af æfingasvæði og æfingaboltum Leynis án endur- gjalds. mm Golfklúbburinn Leynir gerir afrekssamning við Valdísi Þóru Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis við undirskrift afrekssamnings. Í vor greindist Samira Suleman fyr- irliði kvennaliðs Víkings Ólafsvíkur með æxli í kviðarholi. Samira fór í aðgerð á sjúkrahúsinu á Akranesi síðastliðinn fimmtudag þar sem æxl- ið var fjarlægt. Í fréttatilkynningu sem Víkingur sendi frá sér næsta dag er haft eftir lækninum sem framkvæmdi aðgerðina að hún hafi gengið afar vel og bjartsýni sé á að Samira nái góðum bata. Þegar ljóst var að Samira væri með æxli í kviðnum og þyrfti að fara í kostnaðarsama læknismeð- ferð ákvað félagið að stofna til söfn- unar til þess að létta undir með henni. Segir í fréttatilkynningu Vík- ings að sú söfnun hafi gengið von- um framan. Skessuhorn greindi frá því að önnur knattspyrnufélög hafi lagt sitt að mörkum; félögin FH og Valur gáfu allan ágóða af leik sínum í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og einnig styrkti kvennalið ÍR Samiru um 50 þúsund krónur. Stjórn Víkings Ólafsvíkur og Sam- ira vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra sem létu fé af hendi rakna til söfnunarinnar og einnig fyrir þann hlýhug sem henni var sýndur. Fram- undan hjá Samiru er endurhæfing og bataferli. „Hún er mikil keppnis- manneskja og efumst við ekki um að hún komi tvíefld til baka,“ segir lok fréttatilkynningar Víkings. bþb Bjartsýni á góðan bata Samiru Suleman Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verð- ur haldið opnunarmót frisbígolf- vallar sem nýverið var settur upp í Búðardal. Mótið hefur fengið tit- ilinn „Búðardalur Open“ í anda stórmóta í golfheiminum. Sindri Geir Sigurðarson heldur utan um mótshaldið og fer skráning fram í gegnum netfangið sindri- geir98@gmail.com Mótið er ein- staklingskeppni fyrir 6 ára og eldri en foreldrum er velkomið að að- stoða yngstu börnin. Keppt verð- ur til verðlauna í barna- og full- orðinsflokki. Vakin er athygli á því að keppendur þurfa að mæta með frisbídiska. sm Opnunarmót frisbígolfvallar - Búðardalur Open

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.