Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 2017 17
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Umhverfisviðurkenningar 2017
Eins og undanfarin ár vill Borgarbyggð veita viðurkenningar fyrir snyrtimennsku og hvetja íbúa til að hjálpa okkur
að gera Borgarbyggð að einu snyrtilegasta sveitarfélagi landsins.
Veittar verða umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð 2017 í eftirfarandi fjórum flokkum:
Snyrtilegasta bændabýlið1.
Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús2.
Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði3.
Sérstök viðurkenning umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála4.
Óskað er eftir tilnefningum í áðurnefndum flokkum og getur hver og einn sent inn margar tilnefningar.
Tilnefningar óskast sendar í Ráðhús Borgarbyggðar í bréfi eða tölvupósti á netfangið
borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en 15. ágúst 2017. SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
náð miklu í gegn og umgengnin
orðin mikið meiri. Hann er í leik-
skóla á Suðurnesjum svo ég þarf í
raun að fá frí heilu og hálfu dag-
ana og það er erfitt fyrir feður að
fá slík frí. Ég held að þessi rekstur
muni passa betur meðan við for-
eldrarnir búum í sitthvoru bæj-
arfélaginu. Ég hafði ekki hugsað
mér að fara út í atvinnurekstur á
þessum tímapunkti en með all-
an þann stuðning sem ég hef frá
fjölskyldu og vinum þá held ég að
það sé best fyrir okkur feðgana að
ég fari út í fyrirtækjareksturinn,“
segir Doddi.
Samband föður
og sonar
Þórður, þessi þróttmikli og bros-
lyndi maður, verður heldur þyngri
í fasi þegar talið berst að forræð-
isdeilum sem hann hefur stað-
ið í undanfarin ár. „Ég og móð-
ir Hjartar Leós slitum sambandi
fyrir fæðingu hans. Það var öll-
um fyrir bestu, en ef ég hefði vit-
að hvaða hindranir biðu mín bara
til að fá það sem ég tel jöfn rétt-
indi til umgengni við barnið mitt,
hefði ég frekar haldið sambandinu
áfram. Ég ákvað strax að leggja
allt í sölurnar til að ná mínu fram.
Fólk sagði strax við mig að ég væri
að leggja í vonlausan baráttu, kerf-
ið snýst um móðurina og móður-
rétturinn er rosalega sterkur. Ég
komst fljótlega að því hvað kerfið
er slæmt fyrir einstæða feður. Ég
fékk ekki einu sinni fæðingarorlof
með Hirti. Auðvitað á þessi bar-
átta ekki að snúast um mæður og
feður, þetta á að snúast um barn-
ið og hag þess; það gleymist oft í
umræðunni. Ég hef staðið í bar-
áttu við kerfið bara til þess að fá
að umgangast son minn meira en
lágmarksumgengni kveður á um,
að ég fái að hitta hann í hverri viku
og geti farið með honum í sum-
arfrí. Ég hvet alla feður að taka
þennan slag, þetta er ekki von-
laus barátta. Á móti hvet ég sýslu-
mannsembættin til þess að spýta
í lófana og hugsa um hag barna í
þessum málum og hætta að styðja
mæður sem vilja skerða réttindi
feðra. Ég hef ekki áhuga á að vera
faðir sem fæ að vera með syni
mínum aðra hverja helgi, maður
hittir barnið sitt á tólf daga fresti í
lágmarksumgengni. Það myndast
ekki nein tengsl foreldra og barna
með svo skertri umgengni. Sam-
band milli sonar og föður verður
þá meira eins og samband milli
frænda. Helst vildi ég vera með
Hirti alla daga,“ segir Doddi.
Barnið á að vera númer
eitt, tvö og þrjú
„Það er eins og fólk átti sig ekki
á því að feður geta elskað börnin
sín jafn heitt og mæðurnar og geta
hugsað jafnvel um þau. Ég lifi fyr-
ir son minn og geri allt fyrir hann.
Þegar hann var 17 mánaða bað ég
um leyfi til þess að fara með hann í
tvær vikur til útlanda. Til vara bað
ég um að vera í tíu daga og til vara-
vara í eina viku. Þessu var öllu hafn-
að og ég mátti ekki fara til útlanda
með barnið mitt. Ég hafði sumar-
ið sama ár verið í tíu daga sumarfríi
með Hirti sem gekk ljómandi vel en
það var ekki tekið mið að því. Ég var
niðurlægður og ég sé í raun eftir því
að hafa ekki kært þetta til umboðs-
manns Alþingis. Þetta eru bara brot
á mannréttindum. Það finnst öll-
um þetta fráleitt í nútímasamfélagi
og ég skil ekki hvers vegna þetta er
svona. Móðirin gæti flutt með barn-
ið til Asíu og ég gæti ekkert sagt um
það, en ég gat ekki farið með honum
í tveggja vikna sólarlandaferð,“ seg-
ir Doddi.
Vill berjast fyrir
rétti annarra feðra
Við fæðingu Hjartar segir Doddi að
hann hafi endurhugsað lífið. „Lífið
snýst um soninn núna og áherslurn-
ar verða aðrar; maður hugsar lífið í
nýju ljósi. Þessi barátta mun kosta
mig allt að þremur milljónum króna
en ég ætla ekki að gefast upp. Ég vil
ryðja brautina og sýna fordæmi fyr-
ir aðra feður. Ég vil ekki að sonur
minn eða aðrir feður framtíðarinn-
ar þurfi að standa í þessari baráttu
við kerfið. Ég hef unnið marga sigra
nú þegar en þá hefði ég aldrei get-
að unnið nema að eiga frábæra fjöl-
skyldu og vini. Ég fæ sumarfrí með
Hirti í fjórar vikur í ár og í haust fæ
að hitta hann í hverri viku og næsta
sumar fer ég til útlanda með honum
ásamt vinafólki. Þetta er allt á réttri
leið og þetta er ekki vonlaus barátta.
Ég vil hafa hag barnsins í huga í einu
og öllu. Það er ömurlegt ef foreldr-
ar geta ekki sest niður, þó svo að þeir
séu ekki í sambandi lengur, og náð
farsælu samkomulagi þar sem barn-
ið er sett í fyrsta sæti. Barnið á alltaf
að vera númer eitt, tvö og þrjú. Ég
stofna þetta fyrirtæki aðallega til að
get varið meiri tíma með Hirti Leó
en svo er algjörlega frábært að geta
loksins farið að vinna við það sem
mér finnst skemmtilegast,“ segir
Doddi að endingu.
Hægt er að fylgjast með gangi
mála inn á facebooksíðunni Sansa.
is og innan skamms mun heimasíðan
www.sansa.is opna. bþb
Ársgömul mynd af þeim feðgum.
Bilun í strandveiðibátnum Hug-
rúnu RE á fimmtudaginn varð þess
valdandi að Hafdís RE dróg bátinn
til hafnar í Ólafsvík. Er þetta í ann-
að sinn á skömmu tíma sem sami
bátur dregur Hugrúnu í land eft-
ir bilun. Nú ofhitnaði gírinn með
þeim afleiðingum að hann er ónýt-
ur. Allt gekk vel á leið til hafnar.
af
Dreginn í
land með
bilaðan gír
Síðastliðinn miðvikudag hófust
starfsmenn BM Vallár handa við
að reisa einingar í nýja viðbygg-
ingu við Fosshótel Reykholti. Síð-
astliðinn vetur fóru fram jarðvegs-
skipti á lóðinni og steypt plata og
sökklar. Þarna mun rísa 28 her-
bergja stækkun við hótelið. Þessar
framkvæmdir hófust viku eftir að
hótelið var opnað eftir gagngerar
endurbætur á eldri húsakosti, eins
og sagt var frá í síðasta Skessu-
horni.
mm/ Ljósm. bhs.
Byrjað að reisa viðbyggingu
við Fosshótel Reykholti
Apótekarinn hefur í samstarfi við
stuðningsfélagið Kraft hrundið af
stað átaki sem ætlað er að styðja við
félagsmenn Krafts sem lent hafa í
fjárhagsörðugleikum vegna sjúk-
dóms síns. Kraftur hefur það að
leiðarljósi að aðstoða og styðja ungt
fólk sem greinst hefur með krabba-
mein og aðstandendur þess en inn-
an félagsins hefur verið starfræktur
neyðarsjóður sem styrkir meðlimi
sem lenda í fjárhagslegum erfiðleik-
um vegna læknis- og lyfjakostnað-
ar. Apótekarinn hefur nú í samstarfi
við Kraft stofnað til átaks sem ætlað
er að styðja enn betur við þá félags-
menn Krafts sem á þurfa að halda
með því að kosta lyf og aðrar tengd-
ar vörur.
„Við höfum lengi fylgst með því
aðdáunarverða starfi sem unnið er
innan Krafts og því var það auðveld
ákvörðun að fara af stað í þetta átak
með þeim,“ segir Kjartan Örn Þórð-
arson, fulltrúi Apótekarans. Stofnað-
ur hefur verið sérstakur sjóður átak-
inu til handa sem Apótekarinn mun
kosta að fullu og var samningur þess
efnis nýverið undirritaður.
„Stuðningur sem þessi er ómet-
anlegur fyrir okkar félagsmenn sem
oft þurfa að greiða háar upphæðir
fyrir lyf sem tengjast krabbamein-
inu en eru ekki niðurgreidd í öllum
tilfellum af Sjúkratryggingum Ís-
lands. En þrátt fyrir þennan góða
styrk verður það áfram eitt af helstu
baráttumálum Krafts að krabba-
meinsveikir þurfi ekki að greiða fyr-
ir lyf sem tengjast sjúkdómi þeirra,“
segir Hulda Hjálmarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Krafts. Kraftsfélagar
geta sótt um styrk í sjóðinn í gegn-
um heimasíðu Krafts.
mm
Apótekarinn styrkir ungt fólk
með krabbamein til lyfjakaupa
Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæm-
dastjóri Krafts og Kjartan Örn Þórðar-
son frá Apótekaranum.