Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 201714
Sveitarstjórn Borgarbyggðar felldi
á fundi sínum 8. júní síðastliðinn
tillögu þess efnis að fram fari íbúa-
kosning um staðsetningu skot-
æfingasvæðis í landi Bjarnhóla í
Hamarslandi. Áður hafði byggð-
arráð samþykkt að íbúakosn-
ing yrði undirbúin. Í tillögunni
sem lögð var fram á fundi bæjar-
stjórnar segir að ljóst sé að skipt-
ar skoðanir eru á meðal íbúa um
þessa staðsetningu, skrifleg mót-
mæli hafa borist auk undirskrifta-
lista. „Íbúakosningin fari fram eins
fljótt og auðið er og boðað yrði til
hennar með a.m.k. fjögurra vikna
fyrirvara. Með því að bjóða upp
á íbúakosningu um málið myndi
koma í ljós hver afstaða meirihluta
íbúa gagnvart málinu er og þann-
ig verða íbúar virkari þátttakend-
ur í mótun Borgarbyggðar sem
samfélags og fá greiðari aðgang að
ákvarðanatöku sem varðar þeirra
umhverfi og velferð.“ Tillagan um
íbúakosningu var felld með sex at-
kvæðum gegn þremur.
Í bókun Geirlaugar jóhannsdótt-
ur oddviti Samfylkingar í meiri-
hluta sveitarstjórnar og flutnings-
manns tillögunnar, ásamt Magnúsi
Smára Snorrasyni, segir: „Undir-
rituð lögðu fram tillögu um íbúa-
kosningu vegna þess hve skiptar
skoðanir eru á meðal íbúa um þessa
staðsetningu fyrir skotæfinga-
svæði. Í 108. grein sveitarstjórnar-
laga kemur fram að ef minnst 20%
af þeim sem kosningarrétt eiga í
sveitarfélagi óska almennrar at-
kvæðagreiðslu skal sveitarstjórn
verða við því eigi síðar en innan
árs frá því að slík ósk berst. Mikil-
vægt er að íbúar séu meðvitaðir um
þennan rétt. Við teljum að mikil-
vægt sé að hefja vinnu við gerð
upplýsinga- og lýðræðisstefnu svo
hægt sé að fjölga tækifærum íbúa
til að taka þátt í ákvarðanatöku fyr-
ir samfélagið en íbúakosningar eru
ein leið til þess.“
Sveitarstjórn samþykkti í kjöl-
farið með fimm atkvæðum tillögu
Björns Bjarka Þorsteinssonar odd-
vita Sjálfstæðisflokks og forseta
sveitarstjórnar þess efnis að haldið
verði áfram skipulagsvinnu á um-
ræddu svæði í Hamarslandi sem
átt hefur sér stað og að umhverfis,-
skipulags- og landbúnaðarnefnd
falið að halda utan um næstu skref
í anda þeirrar bókunar sem sam-
þykkt var í byggðarráði á fundi nr.
414 og snertir aðstöðu fyrir Skot-
félag Vesturlands.
Meirihluti í sveitarstjórn Borg-
arbyggðar klofnaði því í afstöðu
sinni til að fram fari íbúakosning
um framtíðarstaðsetningu skot-
æfingasvæðis. Málið er nú að nýju
komið á borð skipulagsnefndar.
mm
Horfið frá íbúakosningu um skotæfingasvæði
Svipmynd úr Einkunnum.
Stórbruni varð í uppsjávarverk-
smiðju færeyska fyrirtækisins Varð-
in Pelagic P/F í Tvøroyri á Suður-
ey í lok síðustu viku. Verksmiðju-
húsin og allur búnaður sem í hús-
unum var eru rústir einar eftir
brunann. Færeyska þjóðin fylgd-
ist með brunanum í beinni útsend-
ingu í sjónvarpi, en ekki tókst að
ráða niðurlögum eldsins fyrr en tvö
öflug skip voru komin að Tvøroyri
og gátu sprautað á vinnsluhúsin.
Þá var hins vegar allt brunnið sem
brunnið gat í húsunum. Vinnsl-
an var byggð frá grunni fyrir fimm
árum og voru það íslensku fyrirtæk-
in Skaginn hf. á Akranesi og Kæl-
ismiðjan Frost ehf. á Akureyri sem
framleiddu búnaðinn. Á sínum tíma
var þetta langstærsta einstaka verk-
efni sem Skaginn hf. hafði tekist á
við en engu að síður tók smíði verk-
smiðjunnar einungis fimm mánuði
frá undirskrift.
Ingólfur Árnason, forstjóri Skag-
ans 3X, segir í samtali við Skessu-
horn að tjónið sé gríðarlega mikið.
Þessi bruni sé reiðarslag fyrir vini
þeirra í Færeyjum en mikil vina-
tengsl hafi myndast frá því ákveðið
var að ráðast í byggingu verksmiðj-
unnar. Hún ruddi á sínum tíma
brautina fyrir Skagann sem tekist
hefur á hendur önnur og jafnvel
enn stærri verkefni eftir Færeyja-
verkefnið. Þá segir Ingólfur það
mikið högg fyrir Varðin Pelagic að
verða fyrir tjóni nú þegar einungis
tveir mánuðir eru í makrílvertíð.
mm
Altjón þegar færeysk upp-
sjávarverksmiðja brann
Gríðarlegur eldur og reykur steig upp þegar vinnslan brann. Rýma þurfti hluta
þorpsins vegna eitraðs reyks og þá spillti hann einnig vatnsbóli eyjaskeggja.
Ljósm. Nordlysid.fo
Hér flæðir ferskur makríll um færibönd áleiðis í frystingu í vinnslu Varðin Pelagic
í Tvøroyri. Verksmiðjan annaði 600 tonnum af uppsjávarfiski á sólarhring. Þetta
verkefni var á sínum tíma stærsta einstaka verkefni sem Skaginn hf. og samstarfs-
fyrirtæki höfðu ráðist í.
Frá því 2015 hefur á lóð Fjöliðjunnar
við Dalbraut á Akranesi verið unnið
að því að reisa gróðurhús fyrir starfs-
fólk. Nú er gróðurhúsið tilbúið og
notkun á því hafin. Helga Ólafsdóttir
stuðningsfulltrúi í Fjöliðjunni held-
ur utan um starfsemi í gróðurhús-
inu. Helga kveðst afar ánægð með að
starfsemi sé hafin í húsinu. „Allt frá
fyrsta degi eftir að starfsfólk Fjöliðj-
unnar fór að geta notað gróðurhús-
ið hefur allt gengið að óskum. Starf-
semin hefur strax sýnt að hún hefur
tilætluð áhrif. Starfsmenn sem eiga
við þyngri fötlun að stríða hafa ver-
ið að rækta hér að undanförnu og
það er frábært að sjá hvernig fólk-
ið blómstrar í þessu starfi. Fólkið
kemst úr áreitinu sem stundum fylgir
starfinu inni hjá okkur og nýtur sín
hér, því hér er bara friður og ró. Við
ákváðum að rækta mikið af jurtum
sem væru fljótar að taka við sér svo
starfsfólkið gæti séð árangur sem
fyrst. Það virkaði vel og starfsfólk-
inu fannst ánægjulegt að sjá árangur
vinnu sinnar,“ segir Helga.
Stresslaus starfsemi
Ásta Pála Harðardóttir segir blaða-
manni frá hugmyndafræðinni sem
býr að baki gróðurhúsinu. Hún
segir að starfsmenn upplifi hughrif
sem nálægð við gróður og dýr geti
skapað. „Starfsmennirnir munu
kom til með að læra að hlúa vel
að jurtunum. Gróðurhúsið verður
opið öllum starfsmönnum Fjöliðj-
unnar og mun verða tilbreyting frá
hefðbundnum störfum í fyrirtæk-
inu. Hér gera allir hlutina á sínum
hraða og hér verður ekkert stress.
Við ætlum ekki að fara í einhverja
verksmiðjuframleiðslu sem verður
að færibandavinnu. Þá hefði verk-
efnið misst marks. Við erum ekki
að rækta í gróðurhúsinu til að selja;
hugmyndin er fyrst og fremst að
starfsfólk geti unað sér vel í kring-
um plönturnar, notið sín í vinnu og
séð árangur,“ segja þær Helga og
Ásta Pála.
Fjölmargir
stutt verkefnið
Þrátt fyrir að stutt sé síðan gróð-
urhúsið var tekið í notkun hefur
Fjöliðjunni borist fjölmargar gjaf-
ir frá hinum og þessum. Í gróður-
húsinu stendur til að mynda tign-
arleg bananaplanta sem Magga í
Hvítanesi gaf Fjöliðjunni. Gróðr-
arstöðin Mörk gaf vínviðar-
plöntu, gúrkuplöntu og tómat-
plöntu, Garðheimar gáfu tvö epla-
tré en vísir af eplum er byrjaður að
myndast á trénu og Vilborg Ragn-
arsdóttir gaf jarðaberjaplöntur. Í
gróðurhúsinu er ekki einungis að
finna plöntur heldur búa þar einn-
ig fjórar fallegar sebrafinkur, en
þær gaf Guðbjörg Elín Heiðars-
dóttir. Fjöliðjan vill koma á fram-
færi kærum þökkum til þeirra sem
gáfu vinnustaðnum þessar fallegu
gjafir.
bþb
Fjöliðjan á Akranesi tekur
nýtt gróðurhús í notkun
Fjórar fallegar sebrafinkur búa nú í
gróðurhúsinu.
Helga Ólafsdóttir stuðningsfulltrúi í Fjöliðjunni heldur utan um starfsemi í gróður-
húsinu.
Slegið var upp veislu í tilefni formlegrar opnunar gróðurhússins.
Það kennir ýmissa í gróðurhúsinu en þar má m.a. finna bananaplöntu sem sjá má
vinstra megin á myndinni.