Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 2017 11 Skráning til þátttöku í Best skreytta húsið þarf að berast á irskirdagar@akranes.is fyrir lok fimmtudagsins 29. júní Langar þig til Írlands í sumar? Flug fyrir tvo til Írlands í verðlaun SK ES SU H O R N 2 01 7 VINNA Starfskraftur óskast í þrif í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit í sumar. Um er að ræða 4 tíma annan hvern dag frá 21/6-5/8. Uppl. í síma 822-4850 eða haukur@fastis.is. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Opinn kynningarfundur Almennur íbúafundur verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, fimmtudaginn 15. júní n.k. kl. 16:00 til 16:45. Kynntar verða tillögur að breytingum á deiliskipulagi Skógarhverfis 1. áfanga og 2. áfanga. Í 1. áfanga er gert ráð fyrir breytingu á fjölbýlishúsum sunnan við Asparskóga og nýjum fjölbýlishúsum norðan við Asparskóga. Í 2. áfanga felast breytingarnar í að breyta hluta tveggja hæða par- og raðhúsa í einnar hæðar hús. Því til viðbótar verður byggingarreit við Akralund 6 breytt. Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs Björn Páll Fálki Valsson, sem býr í Hvalfjarðarsveit, hefur keypt Fer- stikluskála og opnað þar vega- sjoppu. Með kaupunum fylgdi hús og lóð, en auk þess keypti hann Litla hvalasafnið sem verið hefur í húsinu og ýmsan búnað af fyrr- um rekstraraðila, Kristjáni Karli Kristjánssyni. „Hér munum við verða með opið í sumar alla daga frá klukkan 10-19 og ætlum að reka þetta eins og gamaldags vega- sjoppu, en auk þess verður hér lítil verslun fyrir gesti og gangandi og ekki síst sumarbústaðafólkið hér í kring,“ segir Björn Páll í sam- tali við Skessuhorn. Hann segist ekki ætla að starfrækja grill, held- ur verður í boði þjóðarrétturinn pylsa og kók en auk þess kökur og kaffi, sælgæti og ís. Olís mun selja eldsneyti úr sjálfsala eins og verið hefur. Gengið var frá sölunni mið- vikudaginn 31. maí síðastliðinn og Ferstikluskáli enduropnaður laug- ardaginn 3. júní. mm Nýr eigandi og Ferstikluskáli enduropnaður Búist hafði verið við töluverð- um fjölda ferðafólks til Akraness í sumar vegna komu skemmti- ferðaskipa til bæjarins. Í fyrra- sumar tilkynntu Faxaflóahafn- ir að skemmtiferðaskipið Le Bo- real myndi koma til Akraness 30. júlí næstkomandi og hafa viðdvöl við aðalhafnargarðinn. Le Boreal tekur 264 farþega en að auki eru 139 í áhöfninni. Snemma á þessu ári tilkynntu Faxaflóahafnir svo að skemmtiferðaskipið To Callisto, sem er í eigu gríska skipafélags- ins Variety Cruises, hefði bókað 14 skipakomur til Akraness. Skip- ið sem er öllu minna en Le Boreal tekur 34 farþega og í áhöfninni eru 16-18 manns. Áætlað var að skip- ið myndi leggjast að bátabryggju á Akranesi í sumar. Nú hefur verið tilkynnt að allar 14 skipakomur To Callisto til Akraness í sumar munu falla niður. Ásætðan er sú að skip- ið bilaði á leiðinni til landsins og er nú komið til Panama í viðgerð. Af þessum sökum hefur Variety Cruises afbókað allar komur til Ís- lands í sumar en skipið átti einn- ig að koma við í Vestmannaeyjum, Bíldudal, Ísafirði, Akureyri, Húsa- vík og Reykjavík. Fyrirtækið segist hins vegar horfa til þess að koma til landsins á næsta ári en ekkert liggur enn fyrir í þeim málum. Taka skal fram að enn stendur til að Le Boreal komi til Akraness 30. júlí næstkomandi. bþb Nær allar skemmtiferðaskipakomur á Akranes falla niður To Callisto kemur ekki til Akraness í ár í það minnsta.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.