Skessuhorn - 14.06.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 24. tbl. 20. árg. 14. júní 2017 - kr. 750 í lausasölu
Við viljum hafa
pláss fyrir allt
Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun
bilið í bílakaupunum.
Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is
Loratadin
LYFIS
- fæst án lyfseðils
www.skessuhorn.is
Minnum á fríar
smáauglýsingar á
vef Skessuhorns
15 dagar
í Írska og við
teljum niður...
Það var hátíðleg stund í Grundarfirði síðastliðinn laugardag þegar sjötíu börn tóku fyrstu skóflustungurnar að nýju og tæknilega vel búnu fiskvinnsluhúsi GRun á
laugardaginn. Sjá nánar bls. 10. Ljósm. sá.
Þórsnes ehf. í Stykkishólmi hef-
ur fest kaup á nýju Þórsnesi SH og
kom skipið í gær frá Noregi. Skip-
ið var áður gert út af lítilli útgerð í
Álasundi í Noregi og hét Veidar 1.
Það er 43,3 metrar á lengd, 10,5 á
breidd og skráð 880 brúttótonn.
Gamla Þórsnesi hefur nú verið lagt
og reiknar Eggert Halldórsson fram-
kvæmdastjóri með því að það verði
selt í brotajárn. Kaupverð nýja skips-
ins segir Eggert vera trúnaðarmál.
Þórsnes ehf. á yfir að ráða
1200-1300 tonna þorskígildiskvóta.
Nú eftir heimkomuna munu verða
gerðar breytingar á millidekki skips-
ins, en meðal annars þarf að breyta
slægingarlínunni áður en haldið
verður til veiða. Hægt verður að gera
skipið út hvort heldur sem á línu eða
net. Fyrst í stað er stefnt á veiðar á
grálúðu norðan við land.
Aðspurður segir Eggert að þokka-
lega gangi hjá Þórsnesi ehf. en auð-
vitað hafi hátt gengi krónunnar sín
áhrif eins og hjá öðrum útgerðum.
Fyrirtækið er með 23-24 í vinnu
í landi meðal annars við saltfisk-
svinnslu auk 14 sjómanna. Þá hefur
fyrirtækið einnig staðið fyrir bygg-
ingu íbúðarhúsnæðis í Stykkishólmi
eins og fram hefur komið í Skessu-
horni.
mm
Nýtt Þórsnes SH komið
Nýtt Þórsnes kom til heimahafnar síðdegis í gær. Ljósm. Haukur Páll Kristinsson.
Ferðaritið Luxury Travel Guide
hefur valið Vesturland ,,Scenic
destination of Europe 2017”. Hér
er um gríðarlega mikilvæga við-
urkenningu að ræða sem vafalaust
mun stórauka áhuga vel borg-
andi ferðamanna fyrir Vesturlandi.
Luxury Travel Guide sérhæfir sig
í skrifum um áfangastaði, hótel,
heilsulindir, tækni og fleira. Blað-
ið leggur áherslu á betur borgandi
ferðamenn. Vesturland er val-
ið vegna fallegrar náttúru svæðis-
ins auk þess sem gott er að gera út
frá Vesturlandi þegar kemur að því
að kanna náttúru. „Þetta er mik-
il viðurkenning fyrir Vesturland
sem áfangastað. Það eru fyrirtæk-
in á svæðinu sem eiga heiðurinn af
þessu. Þau hafa byggt upp af gæð-
um, auk þess að náttúra okkar er
einstök. Þú uppskerð eins og þú
sáir,“ segir Kristján Guðmunds-
son forstöðumaður Markaðsstofu
Vesturlands í samtali við Skessu-
horn í síðustu viku, þegar úrslit
voru kynnt í ákvörðun SDE.
Í umsögn tímaritsins segir að
Vesturland sé spennandi kostur
fyrir ferðamenn sem koma til Ís-
lands. Mikill fjölbreytileiki er í
náttúru og landslagi og er mik-
il saga á svæðinu. Vesturland hef-
ur mikla sérstöðu þegar kemur
að vetrarferðamennsku og nýtur
landshlutinn góðs af því að vera
aðgengilegur allt árið. Nálægð við
höfuðborgina og snjóléttir vetur
gera Vesturland spennandi kost
fyrir ferðamenn. Margar náttúru-
perlur eru á Vesturlandi sem vin-
sælt er að heimsækja. Á undan-
förnum árum hefur nýsköpun ver-
ið mikil í ferðaþjónustu á Vestur-
landi auk uppbyggingar á gistingu
hefur tryggt ferðamönnum góða
upplifun.
mm
Vesturland myndrænasti
áfangastaður Evrópu 2017