Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2017, Síða 22

Skessuhorn - 05.07.2017, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 5. júLí 201722 „Það eru komnir laxar á land og í Neðri -Fossi er bolta lax,“ seg- ir Trausti Bjarnason á Á á Skarðs- strönd, á Facebook síðu sinni. Þar er Trausti að skrifa um byrjunina í Krossá en þar hafa fleiri veiðimenn orðið varir við stóra fiska. „Þetta er allt að komast á fley- giferð í Hvolsá og Staðarhólsá en bleikjan er byrjuð að veiðast og la- xinn er að mæta. Veiðimenn sáu töluvert af honum um helgina,“ sagði Þórarinn Birgir Þórarins- son formaður veiðifélags Hvolsár og Staðarhólsár í Dölum. Áin var opnuð um helgina líkt og Miðá einnig. Á báðum stöðum veiddust fiskar. Veiðimenn voru að berja Búðardalsá á Skarðsströnd um hel- gina en veiðin gekk rólega. gb Síðastliðinn sunnudag voru liðin tvö ár síðan Hraundís Guðmundsdóttir ilmolíufræðingur hóf framleiðslu á ilmkjarnaolíum á Rauðsgili í Borg- arfirði undir vörumerkinu Hraun- dís. Það var því við hæfi að ein- mitt þann sama dag bærist Hraun- dísi nýtt 450 lítra eimingartæki til framleiðslunnar. Nýja tækið leysir af hólmi eldra tæki, sem var að sögn Hraundísar orðið allt of lítið. „Nú er hugmyndin að auka við fram- leiðsluna og sérpantaði ég því nýtt eimingartæki. Guðbjartur Þór Sæv- arsson plötusmiður smíðaði tækið fyrir mig og ég fékk það á afmælis- degi fyrirtækisins, sem var skemmti- leg tilviljun. Nýja tækið er um það bil fjórfalt stærra en það gamla og verð ég því miklu fljótari að fram- leiða upp í pantanir,“ segir Hraun- dís í samtali við Skessuhorn. Hraundís segir fyrirtækið hafa vaxið og dafnað nánast frá fyrsta degi. „Framleiðslan hefur alltaf ver- ið að aukast, jafnt og þétt frá því ég byrjaði. Ég hef verið að selja mikið af olíum úr sitkagreni til Bandaríkj- anna. Fimm lítrar fóru fyrir jól og einn og hálfur lítri farinn það sem af er þessu ári. Það eru stór fyrirtæki í Bandaríkjunum sem kaupa fram- leiðsluna af mér í lítratali, tappa í fimm millilítar flöskur og selja síð- an,“ segir Hraundís. Hún segir tímafrekt að framleiða olíuna og misjafnt hversu mikið fæst af olíu eftir tegundum. „Stundum fást bara tíu millilítrar af olíu úr einni eimingu með gamla tækinu en stundum allt að 400 millilítrar,“ segir hún. Eldra tækið var þó meira en eitt hundrað lítrar að rúmtaki. „Það þarf mikið af plöntum til að framleiða olíuna, en með nýja tæk- inu mun ég fá fjórfalt meira í hvert skipti sem er mjög jákvætt,“ segir Hraundís. 20 þúsund lítrar Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá fyrstu eimingunni hefur Hraun- dís eimað um 20 þúsund lítra af ilm- kjarnaolíum, aðallega úr skógar- trjám sem hún kveðst halda sérstak- lega upp á. Tegundirnar eru sitka- greni, svartgreni, blágreni, rauð- greni, douglasgreni, lindifura, sta- fafura, bergfura, einir, fjallaþinur, síberíuþinur, balsamþinur, hvítþin- ur og birki. „Það er svolítið merki- legt að þó við búum í nánast skóg- lausu landi, eins og ísland er skil- greint, þá leynist ýmislegt í skóg- unum okkar þegar maður fer að leita,“ segir hún. „Ég er menntað- ur skógfræðingur og það nýtist mér vel, því ég þekki tegundirnar. Síð- an eru margir mjög duglegir að láta mig vita ef þeir eru að grisja, hringja í mig og bjóða mér að hirða það sem fellur til,“ segir hún. Að öðrum kosti kveðst hún sækja mest af trjánum til skógarbænda, í skóginn í nágrenni Rauðsgils og upp í Skorradal. Ófeimin við tilraunir „Ég kvista trén og nýti neðstu grein- arnar í framleiðsluna, sem og það sem fellur til við grisjun. Ég er búin að taka þónokkuð mikið til í skógin- um hjá nágrönnum mínum sem eru mér mjög þakklátir fyrir,“ segir hún og hlær við. Síðan er trjánum komið fyrir í eimingartækinu og efnið eim- að með 100 gráðu heitri gufu sem leysir olíuna úr plöntunum. Gufan er síðan kæld og við það verður hún að vatni sem safnað er í flösku með olíunni. Olían flýtur ofan á og þarf þá aðeins að tappa vatninu af. Hraundís kveðst hafa verið ófeim- in að prófa sig áfram með að búa til olíu úr hinum ýmsu plöntum, sam- hliða þeirri framleiðslu sem fest hef- ur sig í sessi. „Ég hef gert tilraunir með ýmsar blómplöntur og í vetur gerði ég einnig tilraunir með þang og þara með mjög misjöfnum ár- angri. Ég fékk ekkert út úr þaranum eða þanginu,“ segir Hraundís létt í bragði. „En ég ætla að halda áfram í tilraununum og mun nýta gamla tækið í þær. Það verður að prófa allt sem manni dettur í hug,“ segir hún. Til margra hluta nyt- samlegar Ilmkjarnaolíur eru mikið notaðar sem híbýlailmur en Hraundís seg- ir þær til ýmissa annarra hluta nyt- samlegar. „Ég er til dæmis byrjuð að framleiða vörur eins og verkjaolíur, sem eru rosa góðar við vöðvabólgu, sjampó úr náttúrulegum efnum með íslenskum skógarilmi og baðsalt úr íslensku salti, þara og ilmolíum. All- ar ilmkjarnaolíur hafa mismunandi virkni eftir virkni efnanna í hverri plöntutegund. Plönturnar framleiða ilmkjarnaolíur til varnar skordýr- um. Ilmkjarnaolíur úr skógartrjám eru því einstaklega góðar sem vörn gegn skordýrum, þær koma í veg fyrir að maður verði bitinn og slá einnig á kláða af bitinu. Ég nota þær mikið á vorin þegar fuglaflóin er á ferð til að koma í veg fyrir að verða bitin,“ segir hún. „En það þarf að- eins að kynna ilmolíurnar betur fyr- ir íslendingum. Það er eitt af mín- um markmiðum; að kenna fólki að nota olíur með mismunandi virkni, bakteríudrepandi, sveppadrepandi eða bólgueyðandi olíur. En annars bíð ég bara spennt eftir að byrja að framleiða með nýja tækinu. Helgin fer í að koma því almennilega fyr- ir, tengja og síðan er bara að setja í gang. Það verður spennandi, ég er búin að bíða lengi eftir þessu,“ segir Hraundís að endingu. Áhugasömum er bent á að hægt er að fræðast nánar um ilmkjarnaolíur Hraundísar á www.hraundis.is. kgk Hópur stórhvala hélt sig á mánudagsmorgun á sundunum nokkrar mílur vestan við Akra- nes. Hægt var með góðum sjón- auka eða aðdráttarlinsu úr landi að fylgjast með ferðum nokkurra hvala. Sáust ýmist svartir skrokk- ar þeirra eða hvítir belgir. Ekki er hægt að greina á myndum hvaða tegund hvala var þarna á ferð, en líklegt að um hafi verið að ræða langreyðar, hnúfubaka eða jaf- vel konung úthafanna; steypi- reyði. Hvalirnir fylgdu að lík- indum æti, makríl eða síld. Ekki er algengt að stórhveli haldi sig á þessum slóðum, en þó voru í fyrrasumar þrír stórhvalir á ferð skammt frá hafnargarðinum á Akranesi. mm/ Ljósm. gó Alexander Óðinn Fjölnisson með fallegar bleikjur úr ósnum í Hvolsá og Staðar- hólsá um helgina. Ljósm. gb Boltalax í Krossá á Skarðsstönd Stórhveli vestan við Akranes Stefnir á að fjórfalda framleiðsluna Nýja eimingartækið komið inn við hlið þess gamla, sem framvegis verður nýtt undir tilraunastarfsemi. Ljósm. Hraundís. Hraundís Guðmundsdóttir við ilmkjarnaolíugerð ásamt dyggum aðstoðarkonum. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.