Skessuhorn


Skessuhorn - 19.07.2017, Side 1

Skessuhorn - 19.07.2017, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 29. tbl. 20. árg. 19. júlí 2017 - kr. 750 í lausasölu Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils Yfir ��� tilboð Allir viðskiptavinir Arion banka eru í Einkaklúbbnum Náðu í appið og nýttu þér tilboðin 40% afsláttur á útsöluvörum ÚTSALA Til alþingismanna Tökum upp US Dollar Pétur Geirsson SK ES SU H O R N 2 01 7 Baggaheyskapur heyrir víðast hvar sögunni til. Þó eru enn til bændur sem heyja hluta túnanna með þessu lagi, finnst einfaldlega ekki hafa verið heyskapur nema bundið sé í bagga. Meðfylgjandi mynd var tekin í síðustu viku á Harrastöðum í Dölum en þarna nýtur Helgi Fannar Þorbjarnarson blíðunnar. Sjá nánar heyskapar- myndir á bls. 19. Ljósm. Steina Matt. Tveir einstaklingar hafa fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags gert aðskil- in og bindandi kauptilboð í tvær stærstu fasteignirnar á Bifröst; þrjár hótelhæðir í húsinu Hamragörðum og fasteignina Sjónarhól sem stend- ur fremst í háskólaþorpinu. Vil- hjálmur Egilsson rektor á Bifröst staðfestir þetta í samtali við Skessu- horn. Hann segir að bjóðendur hafi mánaðarfrest til að ljúka fjármögn- un þannig að af sölunni geti orðið. Vilhjálmur segir að ekki hafi borist tilboð í rekstur Hótels Bifrastar eða aðrar eignir sem boðnar höfðu ver- ið til sölu í þorpinu. Hótel Bifröst er nú í fullum rekstri og leigir m.a. hæðirnar í húsinu Hamragörðum auk mötuneytisálmu skólahúsanna. „Þetta eru í raun tvö aðskilin kauptilboð sem okkur bárust nú í byrjun júlí frá þessum aðilum og hafa þau verið samþykkt með fyrir- vara um fjármögnun. Annars vegar er það fasteignafélagið Selfell sem fær kauptilboðið í húsið Sjónar- hól og hins vegar er það fasteigna- félagið Vikrafell sem fær kauptilboð í þrjár hótelhæðir í Hamragörðum, þar sem hluti reksturs Hótels Bifr- sastar fer fram í dag. Varðandi fyr- irætlan þessara bjóðenda um notk- un húseignanna veit ég ekki nánar á þessari stundu, hef ekki hitt þá enn. Það mun vafalaust skýrast þegar fyr- ir liggur hvort þeim tekst að fjár- magna kaupin, en það mun liggja fyrir í byrjun ágúst,“ segir Vilhjálm- ur. Hann vill ekki upplýsa hverjir eigi í hlut, en segir það væntanlega muna skýrast þegar umsaminn frest- ur verður liðinn. mm Kauptilboð komin í tvær fasteignir á Bifröst

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.