Skessuhorn


Skessuhorn - 19.07.2017, Page 11

Skessuhorn - 19.07.2017, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 2017 11 VELKOMIN Á UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ EGILSSTÖÐUM 3.- 6. ÁGÚST 2017 23 KEPPNISGREINAR FRAM KOMA ÚLFUR ÚLFUR | HILDUR | EMMSJÉ GAUTI | MURMUR | JÓN JÓNSSON ARON HANNES | AMABADAMA | SÝNINGARHÓPURINN MOTUS ÚR DANMARK GOT TALENT VÍMULAUS FJÖLSKYLDU- OG ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ FYRIR 11-18 ÁRA SKRÁNING Í FULLUM GANGI Á WWW.UMFI.IS laugardaginn 15. júlí voru mik- il hátíðarhöld í Reykholti í til- efni þess að sjötíu ár eru nú síðan Norðmenn afhentu íslendingum styttu Gustavs Vigelands af Snorra Sturlusyni. Afhending styttunn- ar fyrir sjötíu árum þótti stórvið- burður á íslandi og söfnuðust sam- an mörg þúsund manns í Reykholti þegar styttan var afhjúpuð að við- stöddum Ólafi krónprins Noregs. Þétt dagskrá var í Reykholts- kirkju-Snorrastofu á laugardaginn þar sem margir tóku til máls. Séra Geir Waage hóf hátíðina á stutt- um inngangi áður en Ólafur Ragn- ar Grímsson fv. forseti setti hátíð- ina formlega. Tóku þá ræðumenn dagsins við en þeir voru; Ceci- lie landsverk sendiherra Nor- egs, Kim F. lingjærde formaður Foreningen Snorres venner, Ósk- ar Guðmundsson rithöfundur, Björn Bjarnason formaður stjórnar Snorrastofu en formlegri dagskrá lauk með því að Bergur Þorgeirs- son forstöðumaður Snorrastofu opnaði nýja sögusýningu í Reyk- holtsskóla um Snorrahátíð 1947. Þá hélt sr. Elínborg Sturludóttir um dagskrárstjórn og Reykholt- skórinn flutti íslensk og norsk ætt- jarðarlög. Rauður þráður í þeim erindum sem flutt voru var hversu sterk áhrif Snorri Sturluson hafði á þjóðarvitund íslendinga og Nor- egs í gegnum árin og að hann tengdi þjóðirnar saman. Óskar Guðmundsson ræddi í erindi sínu um sögu Snorrastyttunnar og vit- und hennar í hugum íslendinga og Norðmanna. Sagði hann að af- hending styttunnar á sínum tíma hafi haft mikla þýðingu fyrir báð- ar þjóðirnar einkum vegna þess að þær voru að koma úr frelsisstríðum árið 1947. Afhendingin hafi gefið hinu nýstofnaða lýðveldi íslands sjálfstraust þar sem Norðmenn sýndi íslendingum mikla virðingu með gjöf sinni og viðurkenndu um leið þjóðerni Snorra. Hafi Nor- egur og ísland haft ríka þörf til að minnast Snorra sameiginlega árið 1947. Björn Bjarnason ræddi í er- indi sínu um hve vel Reykholt og Snorrastofa hefur stuðlað að sam- starfi norrænna landa síðustu tvo áratugi. Sagði hann að gaman væri að sjá að Reykholt hafi skipað sér sérstöðu í hinu norræna samfé- lagi. Hann horfði björtum augum til framtíðar og lýsti þeirri trú að Reykholt muni eflast enn frekar. Nokkrir hátíðargestir á laug- ardaginn höfðu einnig verið við- staddir afhendingu styttunnar fyrir sjötíu árum síðan. Einn þeirra var Bjarni Skarphéðinsson sem blaða- maður rakst á fyrir framan stytt- una sjálfa. Bjarni var tvítugur árið 1947 og minntist hann þess helst hve gríðarlegur fjöldi fólks hafði komið saman við afhendingu stytt- unnar og þótti íslendingum merki- legt að Ólafur ríkisarfi Noregs hafi mætt af því tilefni. bþb Sjötíu ár frá afhendingu Snorrastyttu í Reykholti Þeir Bjarni Skarphéðinsson og Þórður Stefánsson voru báðir viðstaddir Snorrahátíð 1947; Bjarni þá tvítugur og Þórður sjö ára. Báðir minnast þeir þess að gríðarlegur fjöldi fólks hafi verið saman kominn á Snorrahátíð 1947. Sjötíu ár afmælisfagnaður í tilefni 70 ára Snorrastyttu var vel sóttur síðastliðinn laugardag. Á myndinni má sjá í fremstu röð; Cecilie Landsverk sendiherra Noregs, Rut Ingólfsdóttir fiðluleikara, Björn Bjarnason formann stjórnar Snorrastofu og Ólaf Ragnar Grímsson fyrrum forseta Íslands. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar afhenti Snorrastofu blómvönd frá sveitarfélaginu í tilefni dagsins. Opnuð var sögusýning í Reykholtsskóla sem bar heitið Snorrahátíð 1947 í lifandi myndum og sjötugur hljóðheimur. Á sýningunni var margt áhugavert að sjá eins og sést á þessari áhugasömu telpu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.