Skessuhorn


Skessuhorn - 19.07.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 19.07.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 201726 Hvað er það besta við að búa á Akranesi? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Sigurður Már Sigmars- og Þorsteinsson „Þetta er besti bær í heimi. Það er helst fólkinu og knattspyrnu- hreyfingunni að þakka.“ Aðalheiður María Þráinsdóttir „Staðsetningin, fjölskyldan og vinirnir. Hér er líka allt til alls.“ Oliver Stefánsson „Fótboltinn.“ Ólafur Tr. Elíasson „Hér býr almennt gott fólk.“ Sædís Þórhallsdóttir „Það er staðsetningin, hér er stutt í allt og svo er bærinn fjöl- skylduvænn.“ Bríet Lilja í Skallagrím BORGARNES: Bríet Lilja Sigurðardóttir hef- ur skrifað undir samn- ing við Skallagrím og mun leika með liðinu í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik í vetur. Bríet er 19 ára gömul og kemur frá Sauðárkróki. Hún á að baki leiki fyrir meistaraflokka Tinda- stól og Þór Ak., auk þess að hafa leikið með yngri landsliðum Íslands (U15, U16 og U18). Síðasta vetur lék hún með ung- lingaflokki Tindastóls. -kgk Kári vann toppslaginn AKRANES: Föstudaginn 14. júlí fór fram toppslagur í þriðju deild karla í knatt- spyrnu þegar efstu tvö lið deildarinnar, Vængir Júpíters og Kári, mættust í Egils- höllinni. Kári sigraði í leiknum 2-0 með mörkum frá Einari Loga Einarssyni og Óliver Darra Bergmann. Með sigrinum endurheimti Kári fyrsta sæti deildar- innar en liðið hefur ekki tapað leik síðan í maí. Kári á næst heimaleik gegn Ber- serkjum næstkomandi föstudag en fyrri leikur liðanna í deildinni lauk með 9-1 sigri Kára. -bþb Skagakonur töpuðu dýrmætum stigum AKRANES: Á Sauðárkróki mættust Tindastóll og ÍA síðastliðinn föstudag í 1. deild kvenna í fótbolta. Tindastóll var fyrir leikinn á botni deildarinnar með fjögur stig en Skagakonur í fimmta með þrettán. Með sigri gátu Skagakonur blandað sér í toppbaráttu deildarinnar. Tindastóll vann leikinn 2-0 með mörkum frá Bryndísi Rut Haraldsdóttur og Emily Key. Úrslitin mikil vonbrigði fyrir Skaga- konur sem eru eftir leikinn níu stigum frá efsta sæti. Næsti leikur ÍA er heimaleikur gegn ÍR á morgun klukkan 19:15. -bþb Víkingur Ó. vann Hamranna SNÆF: Víkingur Ó. mætti liði Hamranna frá Akureyri á heimavelli síðastliðinn laugardag í 1. deild kvenna í fótbolta. Víkingi hefur gengið illa að skora mörk það sem af er leiktíð en það varð breyt- ing á því á laugardaginn þegar liðið sigr- aði leikinn 3-0. Víkingur Ó. fékk sænskan framherja á dögunum sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið á móti Hömrun- um. Hún fór vel af stað með liðinu og skoraði fyrstu tvö mörk Víkings en það þriðja skoraði Kolfinna Ólafsdóttir. Vík- ingur er þrátt fyrir sigurinn enn í fallsæti en á leik til góða á önnur lið í deildinni. Næsti leikur Víkings er gegn Selfossi á útivelli næstkomandi föstudag klukkan 19:15. -bþb Snæfell/UDN styrkir liðið mikið SNÆF: Fyrri hluti sumars hjá Snæfell/ UDN í A-riðli fjórðu deildar karla í knatt- spyrnu hefur gengið vægast sagt illa. Liðið hefur tapað öllum leikjum sumars- ins og aðeins skorað fimm mörk en hefur hins vegar fengið á sig 75 mörk. Félaga- skiptaglugginn er nú opinn á Íslandi og hafa nokkrir reynslumiklir leikmenn gengið til liðs við Snæfell/UDN. Dominik Bajda hefur gengið til liðs við liðið en hann hefur leikið með Víkingi Ólafsvík, Grundarfirði, Kára og Skallagrími. Þá er Heimir Þór Ásgeirsson fyrrum leikmað- ur Víkings Ólafsvíkur, Grundarfjarðar og Skallagríms einnig orðinn leikmaður Snæfells/UDN. Stærstu fréttirnar eru þó líklega þær að Tryggvi Hafsteinsson hafi gengið til félagsins en hann var lengi fastamaður í liði Víkings Ólafsvíkur áður en hann skipti yfir til Grundarfjarðar. -bþb Körfuknattleikskonan Kristen McCarthy, sem varð íslandsmeistari með Snæfelli veturinn 2014-2015, mun snúa aftur í Stykkishólm og leika með Snæfelli í Domino‘s deild kvenna næsta vetur. „Það er með miklu stolti sem körfuknattleiks- deild Snæfells tilkynnir samning Kristen, sem er til eins árs,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu félags- ins. „Kristen er okkur Snæfellsfjöl- skyldunni vel kunnug en hún hefur haldið miklu og góðu sambandi við leikmenn, þjálfara og stjórnarfólk eftir að hún lék hérna og heimsótt liðið margoft,“ segir á síðunni. Kristen leikur stöðu vængmanns og er mjög fjölhæfur leikmaður. Hún skoraði 28,2 stig að meðal- tali í leik, reif niður 12,8 fráköst og gaf 3,2 stoðsendingar þegar Snæ- fell varð íslandsmeistari veturinn 2014-2015. Hún var valin besti leikmaður seinni umferðar deild- arinnar og besti leikmaður úrslita- keppninnar. Undanfarin tvö ár hef- ur Kristen leikið sem atvinnumaður í Rúmeníu og Þýskalandai og skor- aði í kringum 16 stig að meðaltali í leik í þeim deildum. kgk Kristen McCarthy snýr aftur í Hólminn Kristen McCarthy í leik með Snæfelli í janúar 2015 Ljósm. sá. Símamótið í knattspyrnu var hald- ið í Kópavogi dagana 13.-16. júlí síðastliðna. Mótið er fyrir 5., 6., og 7. flokk stúlkna og er eitt stærsta knattspynumót sem haldið er á landinu á ári hverju, með um og yfir tvö þúsund þátttakendur. Ungar og upprennandi knatt- spyrnustúlkur úr Borgarnesi, Akranesi og af Snæfellsnesi tóku þátt og áttu góðu gengi að fagna. lið íA-1 í 7. flokki sigraði í 3. styr- leikariðli. í 6. flokki sigraði íA-1 í styrleikariðli 3 og Snæfellsnes-1 sigraði í 7. styrleikariðli. lið Snæ- fellsness-1 í 5. flokki bar sigur úr býtum í 4. styrkleikariðli og Skalla- grímur-1 sigraði styrleikarið- il 7 í sama flokki. kgk Góður árangur á Símamótinu Svipmynd úr leik eins af mörgum liðum ÍA í mótinu. Ljósm. Blikar TV. Valdís Þóra jónsdóttir, atvinnukylf- ingur úr Golfklúbbnum leyni, náði því merkilega afreki að verða fyrst ís- lenskra kylfinga til að komast á Opna bandaríska meistaramótið í golfi. Mótið fór fram dagana 13.-16. júlí á Trump National vellinum í Bed- minster í New jersey fylki en golf- völlurinn er í eigu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Mótið er risamót og á því keppa margir af bestu kylf- ingum heims. Valdís Þóra byrjaði mótið illa og var á sex höggum yfir pari eftir sjö holur á fyrsta degi. Hún átti svo flott teighögg á áttundu holu en þá var leik frestað vegna þrumuveð- urs. Hún hóf leik aftur um klukku- stund síðar og spilaði þá mikið betra golf og fór síðustu ellefu holurnar á pari. Hún var því sex höggum yfir pari að loknum fyrsta keppnisdegi. Valdís spilaði svo betra golf á öðrum keppnisdegi. Hún fékk einn fugl og einn tvöfaldan skolla á fyrri níu og á seinni níu fékk hún einn fugl og þrjá skolla. Hún var því á níu höggum yfir pari eftir annan keppnisdag og komst ekki í gegnum niðurskurðinn og lauk þar með þátttöku á mótinu. í samtali við GSí sagði Valdís að loknu mótinu: „Ég hefði viljað hafa aðeins meiri pung í byrjun. Það var einhver hræðsla í gangi. En svo kom ég ágæt- lega til baka eftir seinkunina og í dag sló ég helling af góðum höggum.“ Á morgun hefst íslandsmótið í höggleik á Hvaleyrarvelli og verður Valdís Þóra meðal keppenda þar. bþb Valdís Þóra komast ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna bandaríska Knattspyrnuveisla var á Hellissandi sl. sunnu- dag þegar tveir leikir fóru fram á Hellissandsvelli. Fyrst áttust við Snæfells- nes og sameiginlegt lið íBV/KFR í 4. flokki karla A liða. lauk þeim leik með 2-2 jafntefli. Næst léku Snæfellsnes og íBV/KFR í 4. flokki karla B liða og þar smellti Björg Ágústsdóttir af og náði þessari skemmtilegu mynd sem fylgir hér með. úrslit leiksins fylgja ekki sögunni enda áhorfendur uppteknir af því að fylgj- ast með leiknum og þau hafa ekki verið skráð á vefsíðu KSí. kgk Knattspyrnuveisla á Hellissandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.