Skessuhorn


Skessuhorn - 19.07.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 19.07.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 2017 15 förnu um hátt verðlag í ferðaþjón- ustu á íslandi. „Það getur verið svo- lítið lýjandi að sjá stöðuga umfjöll- un um hátt verðlag í ferðaþjónustu á íslandi og aðrar neikvæðar fregn- ir. Auðvitað þekkist það en það er bara lítið brot á stórri atvinnugrein. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem reka einhvers konar ferðaþjónustu á íslandi vinna störf sín af heilind- um og hafa mikinn metnað til að gera vel. Það eru fáir ferðaþjón- ustuaðilar sem eru að mala gull af störfum sínum. Við hjá Hót- el Glym bjóðum upp á alla okkar þjónustu á mjög góðu verði, hvort um sé að ræða gistingu eða veiting- ar. Það væri gaman að heyra oftar umfjöllun um það sem vel er gert. Við hér á Vesturlandi getum verið mjög stolt af okkar ferðaþjónustu og þá sérstaklega hversu vel aðilar í ferðaþjónustu á Vesturlandi vinna saman. Það er frábært að vera hluti af ferðaþjónustunni á Vesturlandi. Vesturlandsstofa hefur unnið frá- bært starf í að kynna Vesturland og má hrósa þeim fyrir gott samstarf. Það eru bjartir tímar framundan á Vesturlandi og gaman að sjá hvað það er mikið af ungu og þróttmiklu fólki að koma inn í bransann, nýj- asta dæmi þess eru nýir eigendur laxárbakka. Það verður gaman að fylgjast með ferðaþjónustu á Vest- urlandi blómstra í framtíðinni,“ segir Ragna að endingu. Hótel Fransiskus: „Þurfum að skapa gott orðspor og ekki tapa okkur í verðlagningu“ Á Hótel Fransiskus í Stykkishólmi er allt fullbókað fram í september, að sögn Unnar Steinsson hótel- stýru. „Árið hefur gengið mjög vel og er mjög sambærilegt við árið í fyrra. Ég held að í fyrra hafi ferða- mannastraumurinn um landið náð ákveðnu marki sem væri gott að halda í. Ég tel að það verði ekki mikil fjölgun ferðamanna á næstu árum og þurfum við að reyna halda í þennan fjölda. Við þurfum að vanda okkur sem ferðaþjónustu- aðilar og passa að halda áfram að bjóða upp á góða þjónustu. Við þurfum að skapa gott orðspor og ekki tapa okkur í verðlagningu. Þessi atvinnugrein er komin til að vera en það er auðvelt að eyði- leggja fyrir greininni og því verða allir að vera samstíga í að einbeita sér að því að gera vel,“ segir Unn- ur en hún er bjartsýn á framhald- ið. „Ég horfi björtum augum fram á veginn og hlakka til að sjá Vestur- land vaxa og dafna í ferðaþjónustu. Hér á Vesturlandi erum við í góðri fjarlægð frá höfuðborginni og höf- um upp á margt að bjóða.“ Langaholt: „Það þægilegast að geta unnið með einn gjaldmiðil“ Þorkell Símonarson, eða Keli vert, hefur rekið gistiheimilið langa- holt um árabil. Hann segir greini- legan mun á neyslumynstri ferða- manna í ár og í fyrra. „Við lentum illa í því hér í júní þegar erlend- ar ferðaskrifstofur afbókuðu stór- an hluta gistirýmis. Það er þungt undir fæti eins og staðan er núna enda gengið mjög óhagstætt eins og stendur. Það munar um hverja prósentu sem krónan styrkist og við erum að sjá sveiflur eins og voru fyrir hrun,“ segir Keli. „í fyrra fundum við mikið fyrir því að ferðamenn voru að kvarta undan því hve dýr dvölin á íslandi væri; það voru margir sem rituðu um það á netinu og í ár erum við svolítið að fá það í andlitið. Það er nefnilega þannig í ferðaþjónustu að árið áður skiptir öllu máli; ef það er frábært veður eitt sumarið kemur hópur ferðamanna í rign- ingarsumarið árið eftir eða þeg- ar það er mikill norðurljósavetur ætla allir að koma að sjá norður- ljósin árið eftir. Ferðamenn eru því meðvitaðir um hátt verðlag í ár og sumir jafnvel búnir að setja sig í gírinn fyrirfram að hér sé dýrt og erfitt að vera. Það er auðvitað bagalegt fyrir okkur í ferðaþjón- ustunni og maður er sífellt að sjá ferðamenn sem hafa skipulagt ferð sína með þeim hætti að þeir skilja afar takmarkað eftir í ferðaþjón- ustunni. Þá hafa ferðamennirnir einnig verið að dvelja styttri tíma á landinu og koma frekar í fáeina daga,“ segir Keli. Hann segir að erfitt sé fyrir ferðaþjónustuna að bregðast við þeim erfiðleikum sem blasa við. „Meðan gengið er svona óstöðugt er lítið hægt að áætla hvað gerist á næstunni. Það væri rosalega gott að vera með gjaldmiðil sem myndi halda ákveðnum stöðugleika og manni yrði ekki haldið í þessari óvissu. Öll okkar útgjöld eru borg- uð í krónum; launin hækka, raf- magnið og annað en meðan dregst innkoman saman. Það væri náttúr- lega þægilegast að geta unnið með einn gjaldmiðil og því verið stöð- ugri í rekstri.“ Þrátt fyrir að Keli segi að staðan sé erfið nú þá telur hann að fram- haldið sé ekki alslæmt. „Það er mótbára núna og ástandið erfitt. Það er möguleiki á að það verði hræringar á markaðnum, þ.e.a.s. að stærri keðjur fari að kaupa minni staði sem geta ekki staðið undir sér. Ég hef verið lengi í þessu og er að beita öllum hundakúnstum sem ég hef lært í gegnum tíðina í þessu árferði. Atvinnugreinin er sterk og meðan Snæfellsjökull og Kirkjufell fara ekki af svæðinu þá hef ég litlar áhyggjur af ferðaþjónustu á Vest- urlandi. Það sem ég hef hins vegar áhyggjur af er að stjórnmálamenn sýni ekki skynsemi, girði sig í brók og reyni koma hér á fót stabílum gjaldmiðli. Það er rosa gaman hjá íslendingum meðan krónan er sterk, bjórinn á Spáni ódýr og hag- stætt að versla á ebay en það þarf að horfa á þetta í stærra samhengi,“ segir Keli vert að endingu. bþb Rekstrarstjóri/samstarfsaðlili - Nýr veitingastaður Krauma Erum að leita að aðila til að koma með okkur í uppbyggingu á veitingstaðnum Viðkomandi mun koma að uppbyggingu og endanlegri hönnun veitingastaðarins. Leitað er að einstaklingi eða pari sem hefur í fórum sínum hugmyndir að veitingastað sem gæti hentað á baðstaðnum Búið er að grunnhanna útlit en öll önnur vinna er eftir Flott tækifæri fyrir fólk með ferskar hugmyndir og þekkingu á veitingarekstri Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst Almenn störf Okkur vantar starfsfólk í þjónustu á veitingastaðnum og baðstaðnum Vinsamlegast sendið okkur ferilskrá og kynningarbréf á petur@krauma.is Ráðið verður í byrjun september Erum að leita að starfsfólki á nýjan náttúrubaðstað Krauma við Deildartunguhver Áætlað er að opna 1. október Nánari upplýsingar: Pétur Jónsson Framkvæmdarstjóri Krauma ehf petur@krauma.is S: 861-1139 SK ES SU H O R N 2 01 7 Laus er til umsóknar kennarastaða og staða tónlistarkennara í Reykhólaskóla, Reykhólahreppi skólaárið 2017-2018. Grunnskólakennari: Um er að ræða 100% starf umsjónarkennara á miðstigi eða unglingastigi, meðal kennslugreina er íslenska, stærðfræði og náttúrufræði. Tónlistarkennari: Um er að ræða 100% starf til að sjá um tónlistardeild Reykhólaskóla. Leitað er eftir fólki með góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og samkennslu og áhugi á þróunarstarfi er mikilvæg. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð. Reykhólaskóli á Reykhólum við Breiðafjörð er sameinaður grunnskóli og leikskóli með 72 nemendur á aldrinum 1 árs til 16 ára. Einkunnarorð skólans eru Vilji er vegur. Lögð er áhersla á skapandi starf og nám í gegnum leik. Í Reykhólahreppi búa tæplega 280 manns, þar af 120 manns í þéttbýliskjarnanum á Reykhólum. Á staðnum er öll almenn þjónusta, verslun, glæsilegt íþróttahús og sundlaug. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar og mikil náttúrufegurð. Frekari upplýsingar veitir Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri í síma 849-8531 og 434-7731 eða í netfanginu skolastjori@reykholar.is. Umsóknum með ferilskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur skal skila í netfangið skolastjori@reykholar.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2017. Kennarar óskast við Reykhólaskóla SK ES SU H O R N 2 01 7 Unnur Steinsson á góðri stund ásamt heimilishundinum Loka. „Það sem ég hef hins vegar áhyggjur af er að stjórnmálamenn sýni ekki skynsemi, girði sig í brók og reyni koma hér á fót stabílum gjaldmiðli. Það er rosa gaman hjá Íslendingum meðan krónan er sterk, bjórinn á Spáni ódýr og hagstætt að versla á ebay en það þarf að horfa á þetta í stærra samhengi,“ segir Keli vert í Langaholti. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.