Skessuhorn


Skessuhorn - 19.07.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 19.07.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 2017 19 Þeir eru ekki margir bændurnir sem enn heyja í bagga. Á bænum Harra- stöðum í Miðdölum er gamla verk- lagið enn í gildi samhliða nútíma heyskap. Þorbjörn jóelsson, bóndi á Harrastöðum, heyjaði um þrjú þús- und bagga í síðastliðinni viku, sem er þó eitthvað minna en undanfarin ár. Unga fólkið tók virkan þátt í hey- skapnum eins og raunar á árum áður þegar þessi heyskaparaðferð var alls- ráðandi. „Það hefur verið erfitt að reyna að heyja í bagga í sumar út af tíð- inni, það er alltaf einhver væta inn á milli. Það komu þrír dagar í síðustu viku þar sem hægt var að ná þessum böggum en við hefðum ekki mátt vera degi seinna á ferðinni,“ segir Þorbjörn í samtali við Skessuhorn. En af hverju að heyja í bagga? „Það er svo gaman. Og gömlu vélarnar og tækin eru til staðar og í góðu lagi.“ Hestamenn hafa verið að fá eitthvað af böggum hjá Þorbirni og einn- ig þykir honum gott að gefa bagg- ana á morgnana áður en haldið er til vinnu þar sem það er á margan hátt handhægt og fljótlegt að gefa þá, en svo gefur hann rúllur seinni partinn. „Það er líka gott að eiga bagga um sauðburðinn þegar það er orðið fátt eftir. Svo finnst mér ég varla hafa heyjað fyrr en það er búið að fara í baggana, þá fær maður að svitna,“ segir Þorbjörn að lokum. Þess má geta að enn er heyjað í bagga á fjórum bæjum í Dölum auk Harrastaða; á Kvennabrekku í Miðdölum, Ásgarði í Hvammssveit, Fossi í Saurbæ og á Ketilsstöðum í Hörðudal. sm Finnst varla hafa heyjað fyrr en búið er að fara í baggana

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.