Skessuhorn


Skessuhorn - 19.07.2017, Qupperneq 16

Skessuhorn - 19.07.2017, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 201716 Álfheiður Sverrisdóttir starfar sem verkefnastjóri hjá landbúnaðarhá- skóla íslands. Hún býr á Hvanneyri ásamt fjölskyldu sinni og hefur ver- ið áberandi í samfélaginu í þorp- inu undanfarin ár. Hún hefur verið í undirbúningsnefnd vegna Hvanneyr- arhátíðarinnar, lagt sitt af mörkum í starfi Umf. íslendings, Körfuknatt- leiksdeildar Skallagríms og Kven- félagsins 19. júní. Þá var hún var for- maður íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis þegar barist var gegn lok- un Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar. Skessuhorn ræddi við Álfheiði um Hvanneyri og samfé- lagið þar. Álfheiður, sem er fædd árið 1989, er alin upp á Hvanneyri og hefur búið þar nánast alla sína tíð. „Ég var bara smábarn þegar foreldrar mínir fluttu hingað og hef verið hér meira og minna alla ævi. Það var alveg dásam- legt að alast upp hérna, við krakkarn- ir vorum úti að leika allan daginn, alla daga og bjuggum við mikið frelsi,“ segir hún. ,,Þegar það kom kvöld- matur fóru mamma eða pabbi bara út í dyr og það var kallað ,,Álfheiður og Birgir, matur!“ og þá skottaðist mað- ur heim í smá pásu,“ bætir hún við. Þegar Álfheiður sleit barnsskónum áætlar hún að um 150 íbúar hafi verið í þorpinu. Nú eru þeir orðnir um 270 talsins auk þess sem bæta má við þann íbúafjölda um hundrað háskólanem- um á hverjum vetri. „Það sem er svo skemmtilegt við að vera flutt heim aftur og komin með eigin fjölskyldu er að margar fyrir- myndir í samfélaginu, sem voru hér og ég leit upp til þegar ég var ung, eru hér enn. Þá á ég við til dæmis Rósu Marinósdóttur, Pétur jónsson smið, Guðmund Hallgrímsson og Bjarna Guðmundsson í lækjartúni. Þau eru öll hér enn, mér finnst þau öll vera alveg eins og þau voru þegar ég var lítil og þykir frábært að sonur minn fái að kynnast þessu góða fólki líka,“ segir Álfheiður. Ómetanlegur stuðningur Álfheiður er dóttir Sverris Heið- ars júlíussonar og Emmu Heiðrúnar Birgisdóttur. Bróðir hennar er Birgir Þór. Álfheiður varð fyrir miklu áfalli, rétt eins og öll fjölskylda hennar og vinir, þegar Sverrir faðir hennar lést eftir baráttu við krabbamein fyrir um átta árum síðan. „Pabbi dó í janúar 2009 og ég var dálítið mikið í lausu lofti næsta árið. Ég útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi í desember 2008 og tók svo auka önn í FVA strax eftir útskrift, hver gerir það,“ spyr Álfheiður og brosir við endurminninguna. „Ég var í mik- illi sorg á þessum tíma og vantaði að halda einhverri rútínu í mínu lífi. Ég flutti svo heim á Hvanneyri 2010 og skráði mig í náttúru- og umhverfis- fræði, nám sem ég stefndi ekkert sér- staklega að á yngri árum, en ég hafði alltaf haft áhuga á náttúrunni og þá sérstaklega á dýra- og grasafræði,“ segir hún. „Eftir á að hyggja þá hafði ég rosalega gott af því að koma aft- ur heim á Hvanneyri. Stuðningurinn sem við fjölskyldan fengum frá sveit- ungum okkar þegar pabbi veiktist var ótrúlegur og alveg ómetanlegur,“ segir Álfheiður. Þorpssálin sterk Hún segir að Hvanneyringar hafi allt- af verið samheldinn hópur, ekki síst þegar eitthvað bjátar á. „Það hefur alltaf verið mikil samheldni á Hvann- eyri. Ég fann fyrir því þegar ég var ung og geri það enn. Ég myndi segja að þorpssálin væri mjög sterk, það er allavega mín upplifun,“ segir hún og telur það ekki hafa breyst þó nýtt fólk hafi flutt í þorpið. „Stór hluti þeirra sem hafa flutt hingað síðustu árin er fólk sem er að koma heim, Hvann- eyringar sem hafa flust í burtu vegna náms eða vinnu en hafa snúið aftur og jafnvel með fjölskyldu með sér,“ segir hún. „Hvanneyri býr einhvern veginn til sterka tengingu við þá sem hér búa og það er auðvelt að verða ástfangin af þessum stað. Hér er ekki erfitt að láta sér líða vel, nágrann- arnir góðir og stutt í alla þjónustu í Borgarnesi. Ég skil allavega mjög vel að fólk komi aftur, enda gerði ég það sjálf eftir mína framhaldsskóla- göngu,“ segir hún. Tekist á um skólamál íbúasamtök Hvanneyrar og nágrenn- is voru endurvakin 19. apríl 2015. í starfi samtakanna hafa ungir Hvann- eyringar verið áberandi og Álfheið- ur þar á meðal. Hart var tekist á um skólamál í fyrra og hitteðfyrra, þeg- ar til stóð að loka Hvanneyrardeild GBF. Álfheiður gegndi formennsku í samtökunum á þeim tíma og seg- ir þau hafa tekið sinn toll af sam- félaginu öllu. „Þetta voru rosaleg átök. Ég var formaður íbúasamtak- anna þegar þetta gekk yfir og við vor- um alveg á kafi í þessu. Við vorum að funda oft tvisvar til þrisvar í viku í marga klukkutíma í senn. Það fór gríðarleg vinna fram af okkar hálfu; símtöl, lesningar á lagagreinum, skýrsluskrif, fundir með ýmsum aðil- um, tölfræðiútreikningar, tölvupóst- ar og svo mætti lengi telja,“ segir Álf- heiður. Málið endaði sem kunnugt er með því að meirihluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar sprakk og fallið var frá áformum um lokun grunnskól- ans á Hvanneyri. „Þetta mál var vont fyrir alla og ég upplifði það þann- ig að enginn hefði unnið. Þetta tók svo mikinn toll af samfélaginu. Ekki bara hér á Hvanneyri heldur bara af fólki víða í sveitarfélaginu,“ segir Álf- heiður. „Mér fannst eins og stund- um væri verið að reyna að egna sam- félagshópa upp á móti hvorum öðr- um. Sumir fullyrtu að ef áfram yrði skóli á Hvanneyri mættu aðrir íbúar sveitarfélagsins búast við því að missa eitthvað úr sínu nærumhverfi eða að það yrði ekki hægt að fara út í aðr- ar framkvæmdir vegna þess hve skól- inn á Hvanneyri væri dýr,“ segir hún. „En það þarf ekkert að vera svoleið- is og er alls ekki svoleiðis. Grunn- skóli er enn á Hvanneyri og samt er verið að vinna í að byggja við og lag- færa grunnskólann í Borgarnesi. Mér finnst það frábært og svo löngu tíma- bært, rétt eins og það er frábært að standi til að byggja nýjan leikskóla á Kleppjárnsreykjum. Enginn hef- ur þurft að sjá á eftir einhverju vegna skólamála á Hvanneyri, þó því hafi stundum verið haldið fram á þeim tíma,“ segir Álfheiður. Ekki á leið í pólitík á næstunni „Það er stutt síðan gömlu hrepparn- ir voru sameinaðir og Borgarbyggð varð til. Mín upplifun er stundum sú að enn hafi ekki tekist að sam- eina svæðið í anda og ég myndi svo gjarnan vilja sjá markvissari vinnu í þeim efnum, bæði af hálfu íbúa og sveitarstjórnarinnar,“ segir Álfheið- ur. Hún telur einnig að flokkspóli- tík á sveitarstjórnarstiginu hafi ef til vill gert erfiðara um vik að ná far- sælli lendingu í málinu en ella. „Ég held að minnsta kosti að það væri að mörgu leyti heppilegra að vera ekki með lista. Fulltrúar á lista geta ekki verið hundrað prósent sammála um alla hluti. Þegar erfið mál koma upp tel ég mun líklegra að leysa megi þau á farsælan hátt ef fólk getur sagt sína skoðun og unnið saman að niður- stöðu án þess að þurfa stöðugt að spá í hvort það sé að fara gegn einhverri flokkslínu sem hefur verið lögð í mál- inu. Að því leyti tel ég að flokka- pólitíkin geti að sumu leyti verið til trafala í sveitarstjórnarmálum,“ seg- ir hún. Áhugi hennar á félagsmálum leynir sér ekki og þá liggur beint við að spyrja hvort hún hyggist leggja sveitarstjórnarmálin fyrir sig á kom- andi árum? „Ég hef alltaf haft áhuga á félagsmálum og hef alltaf reynt að vinna fyrir samfélagið hvernig sem ég get. En pólitíkin eins og hún er núna heillar mig ekki. Ég hef ekki sett stefnuna á að bjóða mig fram á ein- hverjum lista eins og staðan er í dag. En kannski breytist pólitíkin og get- ur vel verið að ég prófi að taka þátt í framtíðinni, hver veit,“ segir hún. Fjölskyldan ánægð á Hvanneyri Maður Álfheiðar er jóhannes Krist- jánsson, kennari við búfræðideild landbúnaðarháskólans. leiðir þeirra lágu saman á Hvanneyri. „Við kynnt- umst í skólanum. Hann kemur í há- skóladeildina þegar ég er á öðru ári. Áður hafði hann verið í búfræðinámi þar sem pabbi kenndi honum. Þeir þekktust og mér þykir mjög vænt um að hann hafi fengið að kynnast pabba mínum,“ segir hún. Saman eiga þau Álfheiður og jó- hannes einn dreng, sem heitir Sverrir Davíð eftir afa sínum og er hann að verða þriggja ára gamall. Hún segir fjölskylduna afar ánægða á Hvann- eyri. „Við erum hæstánægð að búa hérna, erum búin að koma okkur vel fyrir og ekkert á förum. Hér er æð- islegt að vera með barn, leikskólinn frábær og grunnskólinn sömuleið- is. Báðir skólarnir hafa nokkra sér- stöðu, þar sem er lagt mikið upp úr náttúrunni og útikennslu. Mér sem náttúrufræðingi finnst það alveg frá- bær. Síðan þegar strákurinn verður búinn með 4. bekk þá fer hann upp á Kleppjárnsreyki sem er alls ekkert síðri skóli. Ég átti sjálf mjög góð ár þar,“ segir hún. Flytur á æskuheimilið Framundan hjá Álfheiði og fjölskyldu eru flutningar á æskuheimili hennar á Hvanneyri í haust. „Mamma ætlar að flytja í eitt ár og við flytjum inn í húsið hennar á meðan, á æskuheimili mitt. Ég hlakka mikið til þess,“ segir hún. „Annars er það bara vinnan og lífið og það sem því fylgir, segir Álf- heiður. „Mig langar svolítið að byrja aftur í tónlistarnámi. Ég var læra söng í mörg ár en hef lítið sem ekk- ert sungið síðustu árin, löngunin hef- ur bara ekki verið til staðar. En nú er mig farið að langa aftur og aldrei að vita hvað ég geri með það í framtíð- inni,“ segir Álfheiður að endingu. kgk „Auðvelt að verða ástfangin af þessum stað“ - segir Álfheiður Sverrisdóttir á Hvanneyri Álfheiður Sverrisdóttir. Fjölskylda Álfheiðar á fermingardegi bróður hennar, Birgis Þórs, á hvítasunnu 2007. Um svipað leyti greindist Sverrir Heiðar, faðir hennar, með krabbamein í blöðruhálskirtli. Mynd úr einkasafni Álfheiðar. Mæðginin Álfheiður og Sverrir Davíð. Ljósm. Kristín Jónsdóttir. Hluti af stjórn Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis vorið 2015, nýkomin af fundi í Ráðhúsi Borgarbyggðar. Þar afhenti stjórnin þáverandi ráðgjafa sveitarfélagsins í fræðslumálum viðamikla skýrslu um mikilvægi skólastarfs á Hvanneyri. F.v. Sólrún Halla Bjarnadóttir, Birgitta Sigþórsdóttir, Álfheiður, Sigurður Guðmunds- son og Borgar Páll Bragason. Árgangar 1989 og 1990 sem ólust upp saman á Hvanneyri. F.v. Gunnar Már Hauksson, Álfheiður, Reynir Hauksson, Aðalheiður Kristjánsdóttir og Jónas Hauksson. Mynd í eigu Gunnars.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.