Skessuhorn


Skessuhorn - 19.07.2017, Page 6

Skessuhorn - 19.07.2017, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 20176 Veiðiþjófar í Laxá HVALFJ.SV: Síðatliðinn sunnudag stöðvuðu veiðiverðir við laxá í leirársveit tvo menn að ólöglegum veiðum í ánni. Höfðu þeir gengið upp með ánni frá þjóðveginum við ósa ár- innar upp í laxfoss þar sem til þeirra sást. Tóku þeir til fótanna er þeir urðu veiðivarðanna varir en voru hlaupnir uppi. lögregla var kölluð til og tók af þeim tvær veiðistangir og önnur veiðar- færi sem þeir höfðu falið innan klæða og í bakpoka. Ekki var um neinn afla að ræða enda menn- irnir gómaðir nánast um leið og þeir hófu veiðar. lögreglan tók skýrslu af mönnunum sem við- urkenndu brot sitt. Sporðablik, leigutakar árinnar, mun leggja fram kæru. „Veiðivarsla mun verða aukin við ána í framhaldi af þessari uppákomu og hafa veiði- verðir m.a. aðgang að dróna sem mun verða notaður við eftirlitið í sumar,“ segir í tilkynningu frá Sporðabliki. -mm Undirbúa fullveldishátíð LANDIÐ: Ald- arafmæli sjálf- stæðis og fullveld- is íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Hvanneyr- ingurinn Ragnheiður jóna Ingi- marsdóttir var fyrr á þessu ári skipuð framkvæmdastjóri vegna undirbúnings hátíðarhaldanna. Þá hefur nefnd sem Alþingi skip- aði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðarinnar hafið störf. „Kallað verður eft- ir frumkvæði og virkri þátttöku landsmanna með tillögum að verkefnum á hátíðardagskrána sem standa mun allt árið 2018,“ segir Ragnheiður. Undirbún- ingsnefndin leggur áherslu á að ná til sem flestra landsmanna. Til að ná því fram verður kallað eftir fjölbreyttum og vönduðum verkefnum á dagskrá afmælisárs- ins. Meðal annars verður lögð áhersla á samstarfsverkefni og verkefni með nýstárlega nálgun á viðfangsefnið, hvort sem litið er til fortíðar, nútíðar eða framtíð- ar. Auglýst verður eftir verkefn- um í lok ágúst. Að sögn Ragn- heiðar verður litið til verkefna sem minnast aldarafmælis sjálf- stæðis og fullveldis íslands og/ eða hafa skírskotun til þess þátt- ar í sögu þjóðarinnar, verkefna sem fjalla um og/eða byggja á fullveldishugtakinu, hvort held- ur er í fortíð, nútíð eða framtíð og hvetja til samstarfs. Þá segir hún að samstarf geti verið þvert á greinar, milli landssvæða, ald- urshópa, þjóðfélagshópa, landa, ólíkra stofnana og félagasamtaka. „Einnig köllum við eftir verkefn- um sem höfða til barna og ungs fólks og eru til þess fallin að auka þekkingu og innsýn þeirra í sög- una, samfélagið og fullveldishug- takið. Við ætlum að höfða til fjöl- breytts hóps fólks og hvetja til al- mennrar þátttöku og draga fram áhugaverða samlíkingu milli for- tíðar og nútíðar í sögu lands og þjóðar, s.s. í menntun, heilbrigð- ismálum, náttúru, umhverfis- málum, vísindum, stjórnmálum, atvinnuþróun, samgöngum og í daglegu lífi fólks.“ -mm Monika á Merki- gili endurútgefin L A N D I Ð : B ó k a ú t g á f - an Sæmundur hefur endur- útgefið bókina „Konan í daln- um og dæt- urnar sjö“ eft- ir Guðmund G Hagalín. Bók þessi kom út árið 1954 og var söguhetjan Moníka Helgadóttir, þá 53 ára að aldri. Hún var ekkja á sínu afskekkta býli með sjö dætrum og einka- syni. „í meðförum Hagalíns verður Moníka á Merkigili ekki aðeins barnmörg húsfreyja í sveit heldur táknmynd íslensku sveita- konunnar. Konunnar sem borið hefur þjóð sína í móðurörmum og umvafið hana með fórnfýsi og kærleika öld eftir öld. Konan í dalnum og dæturnar sjö kemur nú út í nákvæmri eftirgerð fyrri útgáfu með stuttum eftirmála sem unninn er í samvinnu við Skarphéðin, einkason Moníku,“ segir í tilkynningu frá Sæmundi. Sex umferðar- óhöpp í vikunni VESTURLAND: Sex umferð- eróhöpp komu inn á borð lög- reglunnar á Vesturlandi sl. viku en engin teljandi slys urðu á fólki. Tilkynnt var um slasaðan aðila sem hefði dottið af hest- baki og var sá fluttur á sjúkra- hús með höfuðáverka en er ekki talinn alvarlega slasaður. Alls voru 52 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í vikunni og voru skráningarmerki fjarlægð af einu ökutæki vegna vanrækslu á tryggingum. Tveir ökumenn eiga von á sekt vegna nagla- dekkja sem enn voru undir bif- reiðum þeirra. Fjórir ökumenn voru teknir úr umferð grunaðir um að vera undir áhrifum ávana og fíkniefna og reyndist einn þeirra einnig ölvaður. lögregla lagði einnig hald á meint fíkni- efni í neysluskömmtum í tveim- ur þessara mála. -kgk Alþjóðlegur sumarskóli hófst 8. júlí síðastliðinn við Háskólann á Bifröst. Stendur hann yfir í þrjár viku. Þetta er í annað skipti sem skóli þessi er haldinn en nú fjölg- aði nemendum um 30% milli ára þegar 26 þátttakendur mættu frá 15 löndum. í fyrsta skipti eru þátt- takendur frá Brasilíu, Indlandi, Kólumbíu og Bandaríkjunum. Tit- ill sumarskólans er: „Sustainable future: Creative leadership in the 21st Century.“ Fjallað verður um áskoranir sem leiðtogar framtíðar- innar munu að líkindum fást við, bæði í atvinnulífinu og í persónu- legu nærumhverfi. Á dagskrá eru meðal annars námstengdar ferðir í Hús sjávar- klasans í Reykjavík, í Hellisheið- arvirkjun og á Erpsstaði í Dölum. Þátttakendur munu einnig fá tæki- færi til að fara á hestbak, á sjós- töng, í fjallgöngu, fuglaskoðun og sitthvað fleira. Alls eru sex gestakennarar sem taka þátt í kennslu og aðstoða um- sjónarkennarana, þau Einar Svans- son og Dr. Auði H. Ingólfsdóttur. Gestakennararnir koma frá Banda- ríkjunum, Þýskalandi, Hollandi og Austurríki. Verkefnastjóri alþjóð- lega sumarskólans er Karl Eiríks- son. mm Alþjóðlegur sumarskóli í gangi á Bifröst Hér eru þátttakendur staddir á útsýnispallinum við Glanna. Nú er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða efni er vinsælast í íslensk- um bókasöfnum á vef landskerfis bókasafna. Á vefsíðunni „Vinsælustu titlarnir“ er m.a. hægt að draga út töl- ur um vinsælustu bækurnar, vinsæl- ustu tímaritin, hvaða kennslubók er eftirsóttust í framhaldsskólum lands- ins og hvað háskólaborgararnir taka að láni. Einnig er hægt að skoða hvað unga fólkið okkar er að lesa og hvort munur sé á lestarmynstri höfuð- b o r g a r b ú a og Vestlend- inga, svo dæmi sé tek- ið. Til þess að nálgast þessar upp- lýsingar og fleiri er far- ið inn á vef- síðuna Vin- sælustu titl- arnir á vef landskerfis bókasafna og velja það sem áhugi er á að skoða. Upplýsingarnar á þessari vefsíðu byggja á upplýsingum um útlán úr bókasafnskerfinu Gegni. Skessuhorn sló til gaman inn sam- eiginlegt svæði Vesturlands og Vest- fjarða í Gegni og athugaði hvaða titlar eru vinsælastir í útlánum allra bókasafna í landshlutanum. Óhætt er að segja að léttmetið eitt komist þar á blað, þ.e. tímarit og myndablöð, og þyngra efni fræðilegs eðlis er einfald- lega ekki að finna á topp-10. listinn er eftirfarandi: 1. Myndasögusyrpa = Syrpa. (1994) 1.575 útlán 2. Vikan 2016. (2016) 1.151 útlán 3. Hús og híbýli. (1972) 628 útlán 4. Gestgjafinn: Tímarit um mat. (1981) 485 útlán 5. Séð og heyrt 2016. (2016) 419 útlán 6. Vikan 2015. 391 útlán 7. Myndasögusyrpa 2015 = Syrpa 2015. 382 útlán 8. Sagan öll. (2007) 356 útlán 9. Man. (2013) 339 útlán 10. Myndasögusyrpa 2016 = Syrpa 2016. Dimma vinsælust Þegar leitin er einskorðuð við „full- orðinsefni,“ voru eftirfarandi bæk- ur vinsælastar í útlánum vestlensku safnanna árið 2016: 1. Dimma / Ragnar jónasson. (2015) 219 2. Meira blóð / jo Nesbø (2016) 207 3. Sogið / Yrsa Sigurðardóttir. (2015) 198 4. Stóri skjálfti / Auður jónsdóttir. (2015) 197 5. Þýska húsið / Arnaldur Indriða- son. (2015) 193 6. Dauðaslóðin / Sara Blædel (2016) 180 7. Brynhildur Georgía Björnsson / Ragnhildur Thorlacius. (2015) 163 8. Konan í blokkinni / jónína leós- dóttir. (2015) 162 9. Nautið / Stefán Máni. (2015) 162 10. Týnd í Paradís: bók eitt / eftir Mikael Torfason. (2015) mm Myndasögur og glanstímarit vinsælast í útlánum bókasafna Syrpa er vinsælasta efni bókasafna á Vesturlandi og Vest- fjörðum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.