Skessuhorn


Skessuhorn - 19.07.2017, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 19.07.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 201722 Síðastliðinn miðvikudag þeg- ar landssamband veiðifélaga birti sína vikulegu samantekt á ang- ling.is voru Þverá og Kjarará ein- mitt að rjúfa þúsund laxa múrinn. Veiðin 13. júlí var nánast á pari við fyrri hluta sumarsins í fyrra þegar smálaxinn reyndar vantaði. Einn- ig er veiðin nú svipuð og hún var hið góða veiðisumar 2005. í fyrra var góð veiði fyrri hluta sumars en dalaði þegar leið á sumarið og end- aði í 1902 löxum. „Nú er hins vegar miklu betra ástand í ánni,“ að sögn veiðivarða sem Skessuhorn ræddi við í síðustu viku. „Það er nýgeng- inn lax í öllum hyljum Þverár og Kjararár, bæði smálax og tveggja ára laxinn, og vatnið gott,“ sagði Andr- és Eyjólfsson veiðivörður í samtali við Skessuhorn. í svipaðan streng tóku bændurnir Egill Kristins- son og Þorsteinn Eggertsson sem starfa við leiðsögn og veiðivörslu við ána. Þorsteinn segir að veið- inni nú í sumar svipi mjög til árs- ins 2005 sem var metár í Þverá og Kjarará. Þegar Skessuhorn heyrði hljóðið í Andrési var hann við leið- sögn í Þverá og nýlega búinn að að- stoða mæðgin sem þá höfðu landað sitthvorum maríulaxi sínum. „Það er fiskur út um alla á og aðstæður bara eins og þær gerast bestar,“ seg- ir Andrés. Þverá var í síðustu viku á toppi íslensku ánna með 1001 laxa sam- kvæmt samantekt landssambands veiðifélaga. í öðru sæti var Norðurá með 794 laxa og Miðfjarðará í þriðja með 749. Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns er gangurinn mjög misjafn í ánum hér á landi eftir því hvar borið er niður. í Vesturlands- ánum hefur t.d. gengið ágætlega í Haffjarðará og Grímsá auk nátt- úrlega Þverár þar sem veiðin gæti hæglega stefnt í met. Vatnasvæði ánna eru mismunandi og líklega hafa rigningar á Holtavörðuheiði og Arnarvatnsheiði að undanförnu haft sitt að segja til að vega upp lít- inn snjó í fjöllum á vatnasvæðinu, en bæði Miðfjarðará og Þverá eiga upptök sín á Arnarvatnsheiði. mm Þverá rauf þúsund laxa múrinn í síðustu viku Veiðimaður landar fiski úr Kjarará. Ljósm. Egill Kristinsson. Pennagrein Sumarlesari vikunnar Sumarlesturinn heldur áfram á Bókasafni Akraness. Þessa vikuna tölum við við Karinu Mazurovic. Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Ég heiti Karina Mazurovic og er 7 ára gömul. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Grundaskóla. Hvaða bók ertu/varstu að lesa? Ég var að lesa „Max fer í feluleik“ sem er eftir belgíska listamanninn Guido van Genechten. Hvernig var/er hún? Mér fannst hún skemmtileg, hún fjallaði um hund sem gengur um skóg og heyrir skrítin hljóð, síðan finnur hann vini sína sem segja að þau séu í feluleik og hann á að leita að þeim. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Mér finnst allar bækur skemmti- legar. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Uppáhalds bókin mín heitir „Gražiausios pasaulio pasakos“ sem er prinsessu bók á lettnesku, hún fjallar um prinsessu ævintýri. Af hverju tekur þú þátt í sum- arlestrinum? Ég tek þátt vegna þess að mér finnst gaman að lesa. Kemurðu oft á bókasafnið og hvað gerir þú á bókasafninu? Ég kem yfirleitt tvisvar í viku, til þess að skila og taka mér nýjar bækur. Eftir lestur viðtals við jósep Blön- dal yfirlækni á HVE í Stykkishólmi sem birtist í Skessuhorni í síðustu viku eru nokkur atriði sem undirrit- uð telur ástæðu til að gera athuga- semdir við og upplýsa betur um. Það er öllum ríkisstarfsmönnum ljóst að þegar 70 ára aldri er náð ber þeim að láta af störfum og þó að einhverjir hafi aðrar hugmynd- ir um starfslok og vilji vinna áfram þá er mikilvægt að gæta jafnræðis þannig að það sama gangi yfir alla. Það er óþarfi að gera stjórnend- ur HVE tortryggilega og láta líta þannig út að í þessu ákveðna tilviki vilji stjórnin starfsmanninn „burtu sem allra, allra fyrst“. Þegar starfsmaður lætur af störf- um við 70 ára aldur og hefur töku lífeyris er heimilt að ráða viðkom- andi tímabundið í tímavinnu. Slíkt er aðeins gert í undantekningar- tilvikum og þá til skamms tíma. Breyting á starfsskyldum við þessi tímamót er eðlileg og í sumum tilvikum óhjákvæmileg t.d. geta starfsmenn ekki verið í stjórnun- arstörfum eftir sjötugt. í ljósi þess að enn hefur ekki tekist að fá nýjan lækni til að taka við þá stendur frá- farandi yfirlækni til boða tímavinna út árið 2017. Mér finnst vegið að stjórnendum HVE í þessari grein og dapurlegt að sjá í lok hennar að gefið er í skyn að stjórnendum sé ekki treystandi fyrir framtíð HVE í Stykkishólmi. Þá er einnig gefið í skyn að stjórnendum sé ekki treystandi til að ráða lækni í stað þess sem nú er kominn á lífeyri, en í greininni segir orðrétt: „og það kemur ekki til greina að láta HVE ráða bara einhverja til að taka við rekstrinum! Þess vegna er ég bú- inn að auglýsa stöðu læknis meðal annars erlendis“. í þessu sambandi er rétt að taka fram að það er rúmt ár síðan byrjað var að auglýsa eftir lækni til að taka við starfi yfirlæknis á háls- og bakdeildinni. Fyrsta aug- lýsingin var birt í júníbyrjun 2016 og var auglýst samfleytt í þrjá mán- uði. Því miður barst engin umsókn og auglýsa þurfti því aftur í októ- ber. Umsóknarfrestur rann út 31. desember 2016 án þess að umsókn bærist. í janúar 2017 var vonast til að úr rættist eftir að fráfarandi yf- irlæknir sendi kynningarbréf um starfsemi háls- og bakdeildarinnar á valinn hóp lækna sem starfa á ís- landi og erlendis en þegar ljóst var í lok febrúar að enginn þeirra væri líklegur til að ráða sig varð að sam- komulagi að fráfarandi yfirlækn- ir myndi auglýsa eftir lækni er- lendis en því miður birtist sú aug- lýsing ekki fyrr en í lok maí. Það eru vissulega vonbrigði að enginn læknir skuli enn sem komið er hafa lýst áhuga á að taka við keflinu af fráfarandi yfirlækni en stjórn HVE vonar sannarlega að það muni tak- ast á næstu vikum eða mánuðum. Ég hafna því að stjórnendur HVE hafi sl. sjö ár fyrst og fremst hugsað um „spítalann á Akranesi en að hinar starfsstöðvarnar hafi mætt afgangi, þar á meðal sjúkrahúsið í Stykkishólmi, og jafnvel verið reynt að draga sem mest úr starfseminni þar“. Hvergi í stofnunni allri hef- ur niðurskurður verið meiri en ein- mitt á Akranesi þar sem sjúkrasvið stofnunarinnar er umfangsmest. Ef einhver kann að hafa gleymt því að það varð hrun á íslandi rétt fyrir stofnun HVE þá er rétt að minna á það hér. Stofnunin þurfti að glíma við mikinn niðurskurð og fækkun starfsmanna á fyrstu árunum eftir sameiningu og er enn að glíma við fjárskort eins og aðrar heilbrigðis- stofnanir. Áhersla stjórnvalda und- anfarin ár hefur verið að efla þjón- ustu í heilsugæslu en á móti hafa fjárheimildir til sjúkrasviða heil- brigðisstofnana verið skertar. Þann- ig hefur skerðing til sjúkrasviðs HVE numið um 25% frá hruni og stöðugt þarf að leita leiða til hag- ræðingar í rekstri. Háls- og bakdeildin er ekki eina deildin á HVE þar sem óánægju gætir með að ekki hefur fengist auk- ið fjármagn í reksturinn til að bæta við mannafla svo unnt sé að efla starfsemina. Þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að efla háls- og bakdeild- ina síðustu árin þá liggja fyrir áætl- anir að næsta áfanga framkvæmda HVE í Stykkishólmi sem felast í því að stórbæta alla endurhæfingarað- stöðu, fyrir inniliggjandi sjúklinga, göngudeildarsjúklinga og sjúkra- þjálfara með því að koma aðstöð- unni fyrir á einni hæð í stað tveggja eins og er í dag. Miklu skiptir að vinnuaðstaðan fyrir sjúkraþjálfara sé góð því eins og réttilega kemur fram í greininni þá eru sjúkraþjálf- ararnir hryggjarstykkið í starfsemi háls- og bakdeildar. Teikningar liggja fyrir og farið verður af stað í þessar breytingar um leið og fjár- magn er tryggt. Breytingarnar eru mikilvægur áfangi sem beðið er eftir og enginn þarf að efast um að þjónustan verði tryggð og því til stuðnings vitna ég í starfsáætlun HVE sem gefin var út fyrir u.þ.b. ári síðan en þar segir: „í Stykkis- hólmi eru endurhæfingarrými og þar verði áfram rekin öflug sér- hæfð endurhæfingardeild sem veitir meðferð við háls- og bak- verkjum og stendur öllum lands- mönnum til boða“. Stjórn HVE bíður enn niður- stöðu samráðshóps á vegum Emb- ættis landlæknis sem skipaður var fyrir tæpum fimm árum, í fram- haldi af 20 ára afmæli háls- og bakdeildarinnar árið 2012 þar sem fráfarandi yfirlæknir var skipaður formaður. Samráðshópunum sem átti að skila niðurstöðum árið 2013 var falið það mikilvæga verkefni að gera tillögur um samhæfingu og ráðgjöf þeirra fagaðila sem taka þátt í greiningu og meðferð lang- vinnra verkja í hálsi og baki á ís- landi. Ég bind vonir við að nið- urstöður samráðshópsins líti ljós fyrir 25 ára afmæli deildarinnar í nóvember 2017 og geti, auk ann- ars, styrkt enn frekar þá öflugu og góðu starfsemi sem er á háls- og bakdeild HVE. Jóhanna F. Jóhannesdóttir, forstjóri HVE „Í Stykkishólmi eru endurhæfingarrými og þar verði áfram rekin öflug sérhæfð endurhæfingardeild sem veitir meðferð við háls- og bakverkjum og stendur öllum landsmönnum til boða“. Ljósm. sá. Varðandi grein í síðasta tölublaði Skessuhorns

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.