Skessuhorn


Skessuhorn - 19.07.2017, Page 20

Skessuhorn - 19.07.2017, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 201720 Fagurblár Plymouth Concord, ár- gerð 1951, hefur sést allnokkr- um sinnum á ferðinni í Reykholti og Borgarfirði í sumar. Bíllinn er í eigu Tryggva Konráðssonar í Reyk- holti, sem hefur haft veg og vanda að uppgerð hans, eins og reyndar fleiri fornbíla. „Ég fann þennan bíl á Ólafsfirði fyrir tveimur árum síð- an. Fyrri eigendur höfðu gefist upp á að gera hann upp,“ segir Tryggvi í samtali við Skessuhorn. Síðan þá hefur hann unnið öllum stundum að uppgerð hans. „í þetta fer frí- tíminn,“ segir Tryggvi og hlær við. „Það er alveg eins gott að gera upp bíla og að fara á golfvöllinn eða í hesthúsið. Ég sé engan mun á þessu og öðrum hobbíum. Mitt hobbí er að vera inni í bílskúr að dunda,“ bætir hann við. Krómið tekið með tannbursta „Þetta er orginal sex sílindra flat- heddari með sex volta rafkerfi. Þeg- ar ég fæ bílinn var búið að klára inn- réttinguna en að öðru leyti þurfti að taka hann allan í gegn. Hann var gangfær, eða svoleiðis, en það var bara allt rifið. Ég fór reyndar ekkert í vélina en það var allt ann- að tekið í gegn. Hann var strípaður bara niður þangað til maður maður sá ekkert af bílnum,“ segir Tryggvi. „Síðan er bara að byrja einhvers staðar. Þessi bíll var í raun og veru bara í kössum þegar ég keypti hann, krómið og fleira var bara í körum og kössum þegar við sóttum bílinn á Ólafsfjörð. Ég varð að byrja á að reyna að átta mig á því hvar hlutirn- ir áttu að vera. Síðan er bara byrjað á að sjóða í allt ryð og máta, athuga hvort hlutirnir passa. Þetta er auð- veldara að gera þetta þegar maður fær að rífa bílinn í sundur líka, þá veit maður allavega hvar hlutirnir eiga að vera,“ segir hann og bros- ir. „Krómið var síðan tekið í gegn með tannbursta, páskahelgin fór í að tannbursta og pússa króm ásamt dóttur minni Guðrúnu Helgu sem hjálpaði til við uppgerðina,“segir hann og hlær við. „Það þarf að hafa fyrir því að gera upp gamlan bíl.“ P fyrir Snæfells- og Hnappadalssýslu Númer bílsins er P-23, en P var bókstafur Snæfells- og Hnappa- dalssýslu hér áður fyrr. Tryggvi er úr Ólafsvík og kappkostar að fá P númer á alla sína fornbíla. „Þess vegna held ég mig við P númer- in. Það getur verið erfitt að fá þau númer sem maður vill, mörg eru upptekin en maður reynir að grípa í þessi sem maður finnur. Mér þótti heppilegra að hafa tveggja tölu- stafa númer á þessum bíl og greip því P-23 fyrst það var laust,“ seg- ir Tryggvi. Geta má þess að aðr- ir fornbílar Tryggva bera meðal annars númerin P-33, P-44, P-55, P-88, P-126, P-127, P-128 og P-1515. Fínn í snattið Tryggvi kveðst ánægður hvernig til tókst með Concordinn og hefur fengið nokkra athygli þar sem hann hefur ekið honum. Hann sýndi bíl- inn meðal annars á landsmóti á Selfossi og á sýningu Fornbílafj- elags Borgarfjarðar í Brákarey á 17. júní. „Hann kemur bara virki- lega vel út og þessi litur samsvar- ar sér mjög vel við krómið. Það er ljúft að keyra hann, sérstaklega miðað við aldur,“ segir Tryggvi og kveðst ætla að reyna að aka honum sem mest í sumar. „Ég er alltaf til- búinn á rúntinn. Ég skrepp á hon- um úr vinnunni, nota hann í snatt- ið hérna í Reykholti, heim í hádeg- ismat og svoleiðis,“ segir Tryggvi léttur í bragði. kgk/ Ljósm. Guðlaugur Óskarsson. „Það þarf að hafa fyrir því að gera upp gamlan bíl“ Tryggvi og Guðlaugur Óskarsson ljósmyndari brugðu sér á rúntinn um Reykholt á dögunum. Bíllinn speglast hér í Geirstjörn. Plymouth og Snorri, báðir gamlir en þó ekki jafnaldrar. Hestar Guðlaugs í Reykholti og Plymouth Concord Tryggva. Fararskjótar í fortíð og nútíð.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.