Skessuhorn


Skessuhorn - 19.07.2017, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 19.07.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 201724 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Leiguakstur á Akranesi sem og á öllu Vesturlandi Ari Grétar Björnsson Sími: 864-2100 Email : taxar@simnet.is Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Nú er ljóst að HB Grandi er að flytja bolfiskvinnslu sína frá Akra- nesi og þá er ekkert annað í stöð- unni en að fá úthlutað byggðakvóta fyir Akranes. Til að Akranes haldi reisn sem útgerðarbær og að Ski- paskagi standi undir nafni þá er það skilyrðislaust verkefni stjórnmála- manna sem tengjast Akranesi að sjá til þess að úthlutað verði byggða- kvóta hingað á Skagann. Annars er það grátlegt að verða vitni að því að það fólk sem staðið hefur framar- lega í að fá HB Granda til að halda áfram vinnslu á Akranesi hefur eng- an áhuga á að gagnrýna rót vand- ans sem er kvótakerfið sjálft. Fisk- veiðikerfi sem byggt er upp eins og það er í dag er ósanngjarnt og býð- ur uppá að sameign þjóðarinnar er að færast á færri hendur og auð- söfnun fyrir þá sem eru handhafar kvótans. Það yrði grátlegt að að láta öll þessi mannvirki standa auð sem byggð hafa verið til fiskvinnslu og allur mannauð- ur er fyrir hendi. Að fá byggða- kvóta á Skagann er skylduverk fyrir fyrir þingmenn og bæjarfull- trúa á Akranesi. Hagstæðast væri að breytt yrði um fyrirkomulag fisk- veiða á íslandi þannig að ekki yrði hægt að framselja kvóta og kvótinn verði bundinn við byggðarlög. Guðjón Viðar Guðjónsson Byggðakvóta á Akranes Pennagrein Pennagrein Ég er búinn að fá nóg af ástandi sundlaugar í Grundarfirði. Sundlaugargestum, innlendum jafnt sem erlendum, er gert að fara í kaldar sturtur þegar þeir heimsækja sundlaugina og vatn í heitu pottun- um er iðulega kalt. í mörg ár hef- ur þetta viðgengist og það eru tíðar bilanir í vatnshitakerfinu sem veld- ur. Kvartanir okkar og athugasemd- ir nægja hvergi til að menn geri al- mennilega við ýmsa hluti þarna. Þetta er spurning um að taka vel á móti fólki hér í byggðarlaginu og þá er almenningssundlaug mikið at- riði og að hún sé í góðu lagi, enda er tjaldsvæði, sem er mikið notað, við hliðina. Ég varð fyrir sérstakri reynslu síð- asta sunnudag er ég og kona mín ætluðum að fara í sundlaugina okkar. Við höfðum farið þarna fyrir nokkr- um dögum, en snerum við, er okk- ur var tjáð, að kalt vatn væri í hin- um heitu pottum. Nú átti að reyna aftur. Ég tók eftir því, að tvö plöst- uð spjöld á vegg utan við útidyrnar voru lituð að innan af mold og lítt læsileg. Merkimiðar innan á útihurð voru skakkir. Dyrahúnn á hurðinni inn í karlaklefann var að detta af, allur laus í skrúfunum. Ég tók strax eftir því að karlmennirnir sem voru að klæða sig voru talsvert æstir og karlmaður var í sturtuklefanum, all- ur í sápu og greinilegt var að vatnið var ískalt og hann í hreinustu vand- ræðum. Ég gekk til afgreiðslustúlku sem sagði mér að vatnið væri kalt og hún hafði gleymt að segja mér frá því. Ég og kona mín gengum út aft- ur, en hún sagði að blóð væri á gólf- inu og engin gólfmotta, eins og væri einnig í karlaklefanum. Er vatnsyfirborð sundlaugarinnar látið vera svo lágt til að koma í veg fyrir að yfirbreiðsludúkurinn fjúki upp eftir lokunartíma? Þá er vatn í grunna endanum orðið full lítið til að synda í. Maður spyr, hvort allt sé í lagi á þessum bæ? Á að bjóða fólki upp á þetta endalaust og þetta er ekki í fyrsta skipti sem ýmislegt er í ólagi í sundlauginni. Ég starfa sjálfur í að höndla með ferðafólk á sumr- in á metnaðarfullum stöðum og ég skammast mín fyrir að vera vitni af þessu hér í bæ. í sundlauginni hér starfa tvær kon- ur og enginn karlmaður. Er það lög- legt? Er leyfilegt að starfsfólk horfi endalaust í snjallsíma sinn? Enginn hárblásari er í kvennaklefa og konur þurfa að fara fram í afgreiðslu til að fá að nota hann. Ég vil ekki heyra afsakanir um að það sé hætta á að honum verði stolið, er hann er stað- settur inn í sundlaugarklefa. Skattgreiðendur borga yfirmönn- um sveitarfélagsins kaup til að halda þessum hlutum í lagi og gæta þess að viðmót og fleira sem móta upp- lifanir gesta verði í lagi. Ég er eng- inn eftirlitsaðili hér í bæ, en það fólk sem ekki getur staðið sig, verk- takar og fleira, verður að víkja. Nú eru allir yfirmenn bæjarskrifstofu og áhaldahúss í sumarfríi sem gerir hlutina enn verri. Svo má bæta því við, að ekkert vatnsnudd er í heita pottinum. Fyr- ir einu og hálfu ári voru pottarnir tveir gerðir upp og ákveðið að rífa vatnsnuddkerfið frá og nú í vor voru tveir nýir pottar settir í stað hinna gömlu, en ekki kom vatnsnuddið aftur. Fjöldamargir Grundfirðing- ar keyra inn í Stykkishólm í þessa flottu sundlaug með metnaðarfullu þjónustustigi. Bestu kveðjur. Gunnar Njálsson, Grundarfirði. Ýmsu er ábótavant í sundlauginni okkar Pennagrein Á árinu 2015 var boðað að gerð- ar yrðu minniháttar endurbætur á Kveldúlfsgötu í Borgarnesi og átti þeim framkvæmdum að vera lok- ið síðla þess árs, þ.e. 2015. Eins og alkunna er gekk það ekki eft- ir. Eftir mikinn gröft og rask á ár- unum 2015 og 2016 var hætt við framkvæmdir í miðjum klíðum og ákveðið að taka götuna alla í gegn, en þar með viðurkenndi sveitar- stjórn Borgarbyggðar, það sem íbúar við götuna höfðu vitað árið 2015, að jarðvegsskipti væru nauð- synleg og lagnir líklega ónýtar og þörf á alsherjar endurnýjun. Nú þegar komið er fram yfir mitt árið 2017 er gatan enn óklár og fyrirséð að langt er í land með að framkvæmdum ljúki en bjart- sýnir menn vona þó að verkið klár- ist á þessu ári, en það er óvíst. íbúar við Kveldúlfsgötuna hafa því búið við rask og hálf ófæra götu frá síðari hluta ársins 2015 og sjá ekki enn fyrir endann á þeim ósköpum. Nú boðar sveitarstjórn Borgar- byggðar breytingar á aðalskipu- lagi Kveldúlfsgötu 29 þannig að það sé í samræmi við deiliskipulag lóðarinnar. Eðlilegt er að breyta deiliskipulaginu ef þarf þegar það er ekki í samræmi við aðalskipulag en eins og oft áður þá hefur sveit- arstjórnin endaskipti á hlutunum þegar kemur að skipulagsmálum. Hitt er að sú stóra landfylling og sú uppbygging sem þar á að verða mun leiða til gríðarlegra þunga- flutninga á stórgrýti og öðru fyll- ingarefni um Kveldúlfsgötuna og þar á eftir byggingarefni og þ.h. við uppbygginu á þeim íbúðum sem þar eiga að vera. Væntanlega verður nýja fína gatan farin að láta verulega á sjá þegar þeim flutning- um lýkur. En við, íbúar við Kveldúlfs- götu, eigum eftir að búa við stór- fellda þungaflutninga um götuna í tvö, þrjú ár til viðbótar, þ.e. að búa við rask og þungaflutninga í 5-6 ár samfellt, rask sem hefur haft og mun hafa áhrif til hins verra á bú- setuskilyrði í götunni. Það er nokkuð ljóst að sú breyt- ing sem unnið er að á aðalskipulagi til þess að það passi við deiliskipu- lagið er ekki til þess að koma fyrir 18 íbúðum. landfylling sú sem boðuð er er áætluð 5.600 m2. lóðin sem út- hluta á er sögð 3.477 m2. Miðað við nýtingarhlutfall 0,5, eins og aðalskipulag segir til um, leyfir íbúðabyggð uppá 1.738 m2. Miðað við að byggja eigi 18 íbúð- ir þá mega þær vera tæplega 100 m2 hver sem ætti að vera meira en fullnægjandi. Sé nýtingahlutfall- ið sett í 1,0 eins og boðað er með breytingum á aðalskipulagi þá get- ur íbúðamagnið verið 3.477m2 og hver af boðuðum 18 íbúðum því verið tæplega 200 m2, eða hægt verður að fjölga íbúðum um helm- ing. líklega er þessi breyting fyrst og fremst til þess að gera mögu- lega mun meiri uppbyggingu á Kveldúlfsgötu 29, til hagsbóta fyr- ir væntan lóðarhafa, en á kostn- að búsetuskilyrða núverandi íbúa götunar. En allt þetta mun leiða til þyngri og hættulegri umferðar um Kveldúlfsgötuna en nú er, gríðar- legra þungaflutninga í upphafi, en síðan aukna umferð vegna mikillar fjölgunar íbúa á svæðinu. Borgarnesi, 17. júlí 2017 Guðsteinn Einarsson, Kveldúlfsgötu 13. Kveldúlfsgata – ástand og horfur!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.