Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 02.08.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 20172 Senn fer í hönd sjálf verslunarmannahelg- in, mesta ferðahelgi ársins. Landsmenn hafa löngum sótt hátíðir vítt og breytt um landið þessa helgi, farið í sumarbústað eða lagt upp í ferðalag. Búast má við mik- illi umferð og ástæða til að minna veg- farendur á að fara að öllu með gát. Fjöl- margir munu gera sér dagamun og skála í tilefni helgarinnar. Göngum hægt um gleðinnar dyr og ökum ekki undir áhrif- um áfengis. Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir næstu þrjá daga, eða til og með föstudegi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á suðvesturhorni landsins. Á sunnudag og mánudag, frídag verslunarmanna, er útlit fyrir áframhaldandi hægviðri með stöku skúrum. Hitafar svipað. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ætlarðu í útilegu um verslunarmanna- helgina?“ „Nei“ sagði yfirgnæfandi meiri- hluti, eða 78%. „Já“ sögðu 15% og 7% voru óákveðnir. Það virðist því sem fæstir ætli að liggja í tjaldi á helginni, þó alltaf sé nokkur hluti sem kýs að verja verslunar- mannahelginni þannig. Í næstu viku er spurt: Hvað skiptirðu oft um rúmföt á rúminu þínu? Guðjón Dalkvist Gunnarsson, eða Dalli eins og hann er kallaður, var í tengslum við Reykhóladaga útnefndur Íbúi ársins í Reykhólahreppi. Dalli er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Frí í næstu viku SKESSUHORN: Athygli lesenda er vakin á því að starfsfólk skessuhorns fer nú í viku sumarfrí og kem- ur því ekki út blað mið- vikudaginn 9. ágúst, en þann dag kemur starfsfólk til baka úr fríinu og und- irbýr næsta blað sem kem- ur út miðvikudaginn 16. ágúst. -mm Hundar í bílum LANDIÐ: Matvælastofn- un vill benda hundaeigend- um á að skilja hunda aldrei eftir í bílum þegar heitt er í veðri. samkvæmt 21. grein reglugerðar um aðbún- að gæludýra má ekki skilja hund eftir í eða á flutn- ingstæki án eftirlits ef hita- stig getur farið yfir +25°C eða undir -5°C, og aldrei má skilja hund einan eftir í flutningstæki ef hann sýnir merki um vanlíðan. Hita- stig í bílum sem sólin skín á getur mjög fljótt farið upp fyrir 25°C, jafnvel þótt gluggar séu opnir. Hundar þola hita afar illa og geta fengið hitaslag eða drepist á skömmum tíma. Gætum vel að dýrunum okkar svo allir geti notið góðviðris- ins,“ segir í tilkynningu frá Mast. -mm Ólafsdalshátíð framundan DALABYGGÐ: Hin ár- lega Ólafsdalshátíð verður haldin í Ólafsdal í Gilsfirði milli kl. 11:00 og 18:00. Að venju verður fjölbreytt dag- skrá ásamt markaði með af- urðir og handverk úr hér- aði. -kgk Margir fara til laugar BORGARBYGGÐ: Mikil aðsókn hefur verið að sund- laugum Borgarbyggðar það sem af er sumri. á hverjum degi sækja milli 500 og 600 manns laugina í Borgar- nesi að því er fram kemur á heimasíðu Borgarbyggðar. sundlaugina á Varmalandi sækja milli 200 og 300 gest- ir á degi hverjum yfir sum- artímann, en nýverið voru gerðar á henni gagngerar endurbætur. Þá hafa um 50 manns á dag farið í sund á Kleppjárnsreykjum í sum- ar. -kgk á mánudaginn síðastliðinn voru skilti sem unnin voru af listamann- inum Baska afhjúpuð á gönguleið- inni á útivistarsvæðinu við Elínar- höfða, frá þar sem áður stóð bær- inn Hausthús og að Miðvogi. skilt- in eru fimm talsins og standa öll þar sem áður voru bæir sem nú eru horfnir. á skiltunum er stutt- ur fróðleikur um hvert og eitt hús sem og fallegt málverk eftir Baska af húsunum. Við afhjúpunina á mánudag- inn var haldin stutt ganga á milli skiltanna þar sem Baski rak sögu húsanna og fólksins sem í þeim bjó. sagði Baski m.a. frá einum elsta vegi landsins sem liggur með- fram Elínarhöfða, vélvæðingu ís- lensks landbúnaðar sem hófst á bænum Hausthúsi, fyrstu sund- kennslu Akraness við Miðvog og reimleika á bænum Högnatóft. bþb Ný skilti með málverkum eftir Baska afhjúpuð Við afhjúpun skiltanna. Hér stand þau Rakel Óskarsdóttir bæjar- fulltrúi, Ólafur Adolfsson bæjarfulltrúi, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Baski myndlistarmaður og Steinar Adolfsson, sviðstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, við eitt af skiltunum. Á þessum stað stóð áður Högnatóft. Sagan segir að ábúand- inn þar að hafa verið myrtur og síðan hafi verið reimt á svæðinu. Eitt af málverkum Baska sem prýða skiltin. Hér má sjá bæinn Hausthús. tilboð voru opnuð í síðustu viku í endurbyggingu og klæðningu á 3,8 km vegarkafla neðst í Lundar- reykjadal í Borgarfirði, þann hluta Uxahryggjavegar sem liggur frá Borgarfjarðarbraut og að Gröf. Borgarverk átti lægsta boð í verk- ið og hljóðaði það upp á 113,6 milljónir króna sem er um 96% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar sem hljóðar upp á 118,5 millj- ónir króna. Fimm fyrirtæki buðu í verkið og vekur athygli að hæsta boð var upp á 239 milljónir króna og kom frá Háfelli ehf í Reykja- vík, eða ríflega tvöfalt hærra boð en áætlaður verkkostnaður Vega- gerðarinnar. Verkinu skal sam- kvæmt útboðsgögnum vera lokið fyrir 1. ágúst 2018. mm Borgarverk með lægsta boð í Uxahryggjaveg Hér má sjá hluta þess vegar sem nú verður endurnýjaður, en þar hafa fjölmörg slys og óhöpp orðið á liðnum árum. Íbúar á sæbóli í Grundarfirði voru orðnir langþreyttir á holóttu mal- bikinu á götunni en ástandið var orðið frekar slæmt. Það var því kærkominn malbiksilmur sem ang- aði um sæbólið mánudaginn 31. júlí síðastliðinn þegar að fram- kvæmdir voru í fullum gangi. Það er fyrirtækið Kraftfag ehf. sem sér um framkvæmdirnar en þeir eru að malbika í snæfellsbæ og Grundar- firði þessa dagana. tfk Malbikað í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.