Skessuhorn - 02.08.2017, Side 5
Næstu blöð af Skessuhorni
Vegna sumarleyfa kemur ekki
út blað 9. ágúst, en þann dag
kemur starfsfólk úr fríi
Næsta Skessuhorn kemur út 16. ágúst
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi á Akranesi
Bæjarráð Akraness í umboði bæjarstjórnar samþykkti 27. júlí sl.
að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautar -
Þjóðbrautar skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010 m.s.br.
Breytingin er gerð til samræmis við tillögu að breytingu deiliskipu-
lags Dalbrautarreits, sem auglýst var 20. júlí 2017 en sú auglýsing
rennur út 7. september 2017. Rétt er að taka fram að í þeirri
auglýsingu misritaðist að heimiluð yrði félagsstarfsemi á jarðhæð
nýbyggingar að Dalbraut 6 en þar átti að standa Dalbraut 4.
Breytingin felst í því að skipulagssvæði deiliskipulags Dalbrautar -
Þjóðbrautar, sem upphaflega var samþykkt 22. mars 1988,
er minnkað sem nemur lóðinni Dalbraut 8. Áður hafði
skipulagssvæðið verið minnkað 2006 þegar unnið var
nýtt deiliskipulag á suðurhluta svæðisins. Engin önnur
breyting er gerð á deiliskipulaginu.
Samsvarandi breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 þar
sem miðsvæði er stækkað á kostnað svæðis fyrir blandaða
landnotkun var auglýst samhliða deiliskipulagi Dalbrautarreits.
Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að
Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar,
www.akranes.is frá og með 3. ágúst til og með
21. september 2017. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að
gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og
athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar
en 21. september 2017 í þjónustuver Akraneskaupstaðar
eða á netfangið skipulag@akranes.is.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Akraneskaupstaðar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, tF-
LÍF, lenti á Akranesi skömmu fyr-
ir hádegi mánudaginn 31. júlí. Ekki
var um slys að ræða heldur voru
gæslunnar menn að sækja björg-
unarsveitarmenn og búnað. Þyrl-
an lenti á bílastæðinu við húsnæði
Björgunarfélags Akraness að Kal-
mannsvöllum. Gatan var lokuð fyr-
ir umferð á meðan lendingu stóð.
Nokkur fjöldi fólks safnaðist sam-
an til að fylgjast með, enda ekki á
hverjum degi sem þyrla lendir inni
í bænum.
Þyrlan stoppaði stutt við í þess-
ari heimsókn sinni á Akranes.
Björgunarsveitarmenn stigu um
borð með búnað og tæki og ör-
stuttri stund síðar tók hún á loft á
ný. Ferðinni var heitið á Heiðar-
horn í Borgarfirði til að endurnýja
VHF-endurvarpann sem þar er.
Mun það tryggja viðbragðsaðilum
góð fjarskipti um Faxaflóa, Hval-
fjörð og langt inn á hálendið. Fé-
lagar úr Björgunarfélagi Akraness
og Björgunarsveitinni Brák fóru
með þyrlunni að skipta um send-
inn. Þyrlan hvarf síðan á braut og
björgunarsveitarmenn munu ganga
til byggða að vinnu lokinni þangað
sem þeir verða sóttir.
kgk
TF-LÍF á ferð og flugi á Akranesi
TF-LÍF tekur á loft eftir stutt stopp á Akranesi.
Tæki og búnaður ferjaður í þyrluna. Björgunarsveitarmenn stigu síðan sjálfir um borð og fóru með þyrlunni áleiðis á
Skessuhorn í Borgarfirði.
Beðið eftir þyrlunni.