Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2017, Page 8

Skessuhorn - 02.08.2017, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 2. áGúst 20178 Fyrsta frisbígolfmótið REYKHÓLAHR: Fyrsta frisbígolfmótið sem hald- ið hefur verið á Reykhól- um fór fram á nýjum velli í Hvanngarðabrekku sl. föstudag. Mótið var hluti af dagskrá Reykhóladaga. Alls voru 15 keppendur sem tóku þátt í miklum vindi sem gerði folfurum á köfl- um erfitt fyrir. Fór að lok- um svo að Alex bar sigur úr býtum í barnaflokki en Loftur í flokki fullorðinna. Hlutu þeir báðir að laun- um gjafabréf frá Frisbígolf- búðinni. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland dagana 22.-28. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes 4 bátar. Heildarlöndun: 5.313 kg Mestur afli: Ebbi AK: 1.606 kg í tveimur lönd- unum. Arnarstapi 4 bátar. Heildarlöndun: 4.840 kg. Mestur afli: Gestur sH: 1.838 kg í þremur löndun- um. Grundarfjörður 6 bátar. Heildarlöndun: 153.890 kg. Mestur afli: Helgi sH: 83.668 kg í tveimur lönd- unum. Ólafsvík 4 bátar. Heildarlöndun: 3.661 kg. Mestur afli: Kristján sH: 1.243 kg í einni löndun. Rif 7 bátar. Heildarlöndun: 26.729 kg. Mestur afli: sæbliki sH: 12.108 kg í þremur lönd- unum. Stykkishólmur 19 bátar. Heildarlöndun: 71.255 kg. Mestur afli: Blíða sH: 16.549 kg í sex löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Steinunn SF-GRU: 61.276 kg. 23. júlí. 2. Helgi SH-GRU: 45.708 kg. 23. júlí. 3. Helgi SH-GRU: 37.960 kg. 26. júlí. 4. Sæbliki SH-RIF: 6.163 kg. 26. júlí. 5. Saxhamar SH: 4.939 kg. 28. júlí. -bþb Guðjón Dalkvist Gunnarsson hef- ur verið kjörinn íbúi ársins í Reyk- hólahreppi. Efnt var til kosning- unnar í tengslum við hátíðina Reykhóladaga, sem fram fór um síðustu helgi. Kallað var eftir til- nefningum og var Guðjón Dalk- vist, eða Dalli eins og hann er oft- ast kallaður, einn þeirra sem fékk flest atkvæði. Var það einróma álit dómnefndar að Dalli væri vel að sæmdarheitinu kominn. Var hann því útnefndur íbúi ársins í Reykhólahreppi 2017 fyrir „frum- kvöðlastarf, hugmyndaauðgi, hjálpsemi og jákvæðar ábending- ar um það sem má bæta, og að sjá skemmtilegu hliðar tilverunnar,“ eins og segir á Reykhólavefnum. kgk Guðjón Dalkvist Gunnarsson, eða Dalli eins og hann er oftast kallaður. Dalli er íbúi ársins í Reykhólahreppi Matvælastofnun Rússlands hef- ur aukið eftirlit með innflutningi á vörum frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg á Akranesi. ástæðan er sú að þungmálmurinn kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í niðursoð- inni þorsklifur sem fyrirtækið seldi til Rússlands. Fréttablaðið greinir frá. Eftirlitið var aukið 18. júlí síð- astliðinn og að því er fram kemur á vef rússnesku matvælastofnunarinn- ar voru þrjú sýni tekin. Akraborg er enn heimilt að flytja vörur sínar til Rússlands með því skilyrði að sýni séu tekin úr öllum sendingum. Í Fréttablaðinu er haft eftir Rolf Há- koni Arnarsyni, framkvæmdastjóra Akraborgar, að fyrirtækið sé að bíða eftir frekari upplýsingum. Akraborg er í eigu Lýsis og er stærsti fram- leiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum. Um tíu prósent af fram- leiðslunni, tíu milljónir dósa af lif- ur á ári, er flutt til tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Ka- sakstan. Rússneska matvælastofnun- in sér um eftirlit fyrir ríkin þrjú. Fram kemur í frétt Fréttablaðs- ins að málið sé til skoðunar hjá Mat- vælastofnun. Niðurstöður rann- sókna frá Rússlandi verði greindar og miðaðar við þau mörk sem unn- ið er eftir hér. síðan verði brugðist við eftir því hvað kemur út úr þeirri skoðun MAst. kgk/ Ljósm. úr safni Skessuhorns. Rússar auka eftirlit með vörum Akraborgar Fimmtudaginn 27. júlí voru þrjú skemmtiferðaskip staðsett í Grund- arfjarðrahöfn. Mikill fjöldi ferða- manna fór upp í rútur og tók hring um snæfellsnes en einnig var tölu- verður fjöldi af fólki sem rölti um bæinn og út að Kirkjufellsfossi. Bærinn var þétt setinn af ferða- mönnum sem og gestum sem streymdu að vegna bæjarhátíðar- innar „á Góðri stund“. tfk Þrjú skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.